BENSÍNVERD Í SVEDEN.

 

 

cliguy_car

 

Enn og aftur eru pekúlusjónir heima á Íslandi á verdi bensíns.

Thar sem ég er nú hérna í Svíaríki kíkti ég á verdid hér á nästu bensínstöd í

nágrenni vid thar sem ég bý.

12.67 sek   í morgunn, midad vid gengid verda 212 krónur íslenskar.

Ég veit thad, 

ad menn fara um leid ad velta fyrir sér launum hérna í Sveden, thegar minnst er á

bensínverd hérna og mín vegna mega menn gera thad.

Samanburdurinn verdur okkur á Íslandi í óhag.

En svona er Svíthód í dag og ad auki er frekar kalt og rigning med köflum,

inniveruvedur,  eda thannig.

 


mbl.is Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Svíþjóði eru líka almennilegar almannasamgöngur, á Íslandi þarftu að eiga bíl ef þú vilt vera maður með mönnum (nema þú sért miðbæjarrotta, græningi eða gamalmenni).

Geiri (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: A.L.F

Það er margt öðruvísi farið í Sverge en á fróni og því finnur fólk minna fyrir því að hafa hátt bensínverð eða bensín hækki í svíþjóð. Bara eitt lítið dæmi ef bensínverð verður hækkað á íslandi hækkar vísitalan sem hækkar húsaleigu hjá þeim sem eru í félagslegu húsnæði. En í dag borgar fólk eins og það séu 100% lán ákvílandi á íbúðunum miðað við fasteignamat. Því er það að gerast í dag að fólkið með lægstu tekjurnar er með jafnvel 170þ króna leigu á mánuði fyrir húsaleigubætur.

Nú svo er það hækkun á mataverði sem yrði við hækkun bensíns (fyrir utan vsk hækkunina sem AGS er að segja að þurfi að koma) og fólk á nú þegar ekki efni á því að kaupa mat fyrir sig og sín börn. 

Þessi hækkun er því algert BULL.

A.L.F, 13.7.2010 kl. 17:56

3 identicon

Já ég skil ekki hvernig margir fagna því að bensínverð hækki hér á landi. Það er ekki jákvætt sérstaklega í landi þar sem einkabílinn er flestum nauðsynlegur enda byggðir hannaðar með hann í huga. Ég held að það sé ekki hægt að finna land þar sem einkabíllinn er meira notaður. Viljum við virkilega að það verði þannig að hann verði forréttindi milli- og efristéttar?

Auðvitað er jákvætt að vera grænn en við eigum frekar að fara aðrar leiðir en að þvinga fólk í lélegar samgöngur. Tækniþróunin mun redda þessu löngu áður en við eyðileggjum jörðina. T.d. verða góðir rafmagnsbílar örugglega komnir í fjöldaframleiðslu næsta áratuginn.

Geiri (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 18:41

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hver eru lágmarkslaun í Sweden? Hvernig eru almenningssamgur í Sweden?

Gunnar Heiðarsson, 13.7.2010 kl. 19:53

5 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

...hættu nú þessu rugli með þetta bensínverð í Svíþjóð, þú náttúrulega gerir þér ekki grein fyrir því að ef krónan væri á réttu róli væri verðið lægra. Gerðu frekar samanburð á verðinu úti í Bandaríkjunum og hér.

Helgi Kristinn Jakobsson, 13.7.2010 kl. 20:24

6 Smámynd: A.L.F

heyr heyr Helgi.

Þoli ekki þegar það er verið að gera samanburð við vöruverð í öðrum löndum eins og krónan stendur í dag. Allt í einu er matarverð ekkert dýrara hér en í öðrum löndum eins og krónan er í dag..hmmm eitthvða skrýtið ekki satt??

A.L.F, 13.7.2010 kl. 20:45

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat það sem mér finnst Helgi,  og fyrir utan það þá sé ég ekki hvernig bensínverð í Svíþjóð geti haft áhrif á bensínverð hér heima. Þetta er bilun segi ég sem Ríkisstjórnin er að leggja til að verði gert í samvinnu við AGS ef maður er að skilja Fjámálaráðherra rétt og eins og hann sagði þá væri þessi hugmynd alfarið frá honum komin...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 22:19

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekkert að marka þetta fyrr en við komumst að því hvert raungengi krónunnar er.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.7.2010 kl. 22:50

9 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Gæti líka trúað því að meðallaunin í Svíþjóð væru talsvert hærri en hér. Alla vega eru þau talsvert hærri í Danmörku en hér á Íslandi.

Svala Jónsdóttir, 13.7.2010 kl. 23:00

10 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Móðir mín býr í Svíþjóð og hef ég húsið hennar að láni núna og hef haft í um viku. Einhver sagði almenningssamgöngur góðar í Svíþjóð og það má vera í Gautborg og Stokkhólmi. Hef sjálfur verið nokkrum sinnum á báðum stöðum og ekkert að samgöngum þar. Bjó einnig um tíma í Uppsala og fínar samgöngur. En ég hef unnið í Svíþjóð, allt frá Haparanda og niður til Falkenberg(Nánast alla leið frá Norðri til Suðurs) og það eru litlar sem engar samgöngur í minni bæjum hérna og því er nauðsyn að hafa bíl. Ég var líka launþegi hérna og launin hérna eru bara alls ekki neitt frábær. Eðlileg laun hjá mörgum sem ég þekki voru um 12-16 þúsund sænskar útborgað á mánuði og stundum minna og eflaust meira.Þegar ég vann sem mest eða ekkert heima í 3 vikur fékk ég 18 þúsund útborgað og það var þá á genginu 8,5 minnir mig(árið 200) þannig að ekki var það stór útborgun í ISK krónum talið en auðvitað var þá bensínverð og vöruverð minna. 

En með kannski 200,000 í mánaðarlaun(ISK) og borga c.a. 210 kr ISK fyrir bensín líterinn er ekki góður díll. Í Noregi er bensín með nánast sömu krónutölu og í Svíþjóð nema að það er meira í íslenskum sökum gengis.  Laun hinvegar í Noregi eru mun hærri en í Svíþjóð og ekki að ástæðulausu að Norðmenn fari í "Harry" túra til Svíþjóðar til að versla sér mat. 

Danmörk og Svíþjóð bjóða heldur ekki sömu laun Svala, þetta veit ég því ég hef búið í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi þannig að ég þekki aðstæður ágætlega hérna úti. Svíþjóð er í raun láglaunaríki í samanburði við t.d. Danmörk og Noreg. Vöruverð og laun eru lægri í Svíþjóð á meðan laun eru t.d. hærri og vöruverð líka í Noregi. Hins vegar finnst mér æðislegt að búa í Noregi og hef verið þar á 5 ár núna og það verður eitthvað úr peningunum og það er ekki 50% skattur hérna eins og mjög margir virðast halda. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 14.7.2010 kl. 06:30

11 identicon

Það er alltaf jafn magnað að heyra Íslendinga segja "ef krónan væri á réttu róli" eins og Helgi segir hér að ofan. Hún er þetta í dag og er búin að vera það lengi(um 2 ár). Hvað eiga fyrirtæki eiginlega að verðleggja eftir? Væri gaman að vita hvað þér þætti "rétt ról"?

Úlfar (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 249489

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband