FORTÍÐ OG NÚTÍÐ Á ÍSLANDI.

 

 

Borgarhofn
Húsakynni okkar Íslendinga á fyrri tíð.

 

 

Svo segir í gömlum bókum erlendra ferðamann,  sem sóttu okkur heim á ofanverðri

18.öld og snemma á þeirri 19,  að telja mætti eina af furðum Íslands,

að fólkið,  sem landið byggi,

kynni ekki að brosa.

Sumir bættu því við,  að Íslendingar væru menn einfaldir og auðtrúa.

 

Raunar hafði þjóðin litla ástæðu til að fagna útlendingum sem að garði bar,  með

gleiðmynntu brosi.

Svo hart hafði hún verið leikin af guði og mönnum.

Þetta var kynslóð móðurharðindanna.

Hún hafði horft á eftir fjórðungi þjóðarinnar hníga í gröfina á sex árum.

Hún hafði séð lífsbjörg sína,  búpeninginn,  liggja hordauðan í högunum,  spilltum

og eyddum af eldi og ís.

Hún hafði lagt sér til munns horkjöt af hundi og hrossi,  nagað horn sauðkindarinnar,

skóvörp og skóbætur höfðu verið lostæti hennar.

Og því kunni þessi kynslóð ekki að brosa.

 

 

520487


Nútíðin á Íslandi í dag,  gæti verið björt, ef ...

 

 

 

Það að ég set hérna fram það, 

 sem ég las fyrir margt löngu síðan um ástand og

horfur okkar Íslendinga fyrir hundrað til tvöhundruð árum síðan liggur einfaldlega í

því,  hverskonar ástand og horfur eru á Íslandi í dag.

Ég,

sem rita þetta blogg er heppinn,  eða kannski óheppinn mundu nú einhverjir segja

þar  sem ég er einn þeirra sem orðinn er,  elli-smellur,  þ.e.a.s. þigg

ellilífeyrir,  sem í mínu tilfelli er nokkuð rýr,  þar sem önnur laun frá lífeyrissjóðum

og nokkurra króna fyrir vinnu  frá Vestm.bæ. eru.

Ég þarf og ætla ekki að fara  að kvarta,  því ég hefi nóg fyrir mig að leggja, þar

sem peningar eru annars vegar ogf það sem meira er,  góða heilsu.

Ekki er heldur ætlunin að gera lítið úr vanda allt of margra á Íslandi í dag,  en

staðreyndir tala sínu máli,  atvinnuleysi og of mikið færst í fang hjá

mörgum,  þegar bankarnir nærri ráku fólk til að taka sér lán,   helst svo há,

að það var á mörkum þess að hjónin með alla sína yfir og aukavinnu, áttu fullt í fangi,

að greiða af þeim.

 

 

 

Þess vegna er fjarskalega freistandi að skamma núverandi stjórnvöld um hvað þau

séu nú andsk... vond og ósanngjörn í skattaálögum og óáran sem þessir vondu karlar

eru að aðhafast til að bjarga andlit þjóðarinnar.

Svo eru það aðrir, 

sem segja að vandinn skuli leystur með því að létta sköttum af fólki, en ekki hækka

þá,  hvernig svo sem það á að gerast.

Eitt get ég sagt við þetta bjartsýna fólk,  að þeir ættu að hvetja sína menn í

þeim fjölmörgu sveitarfélögum,  þar sem þeir mynda meirihluta með öðrum,  og eða  

hafa hreinan meirihluta, 

ættu að  beita þessari tækni þar sem þeir ráða í dag.

Þannig myndu þessir menn sýna,

að þeir meintu eitthvað af því sem þeir segja,

og hjálpa þeim fjölmörgu,  sem glíma við fjárhagserfiðleika í dag.

 

 

Margir hafa verið til þess,  að segja að vandinn liggi í ósanngjörnu

kvótakerfi og má það til sannsvegar segja,  að

sovét-fyrirkomulag á úthlutun aflaheimilda á þriðja áratug,

eru ekki til fyrirmyndar.

Því kemur mér það alltaf meir og meir á óvart,

að þeir sem kenna sig einna mest við "frelsi" í  þjóðfélaginu í dag,

eru mestu afturhalds-púkarnir sem þetta land byggja,

þegar ræða skal,

 breyttar heimildir til veiða.

Ég sé því enga ástæðu til annars,

en að brosa í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband