STEINRUNNIÐ ÍHALD !

 

 

 

Ég hefi verið að íhuga útfrá umræðum á alþingi um eitt af aðal málum minnihlutans, sem þeir bera mjög fyrir brjósti, þ.e. a.s. afturvirkar greiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega. Það strandar á meirihlutanum s.s. sjálfstæðisflokki og framsóknarflokki að það sanngirnismál nái í gegn. Því spyr ég mig sjálfan sem er ellilifeyrisþegi og svo aðra slíka sem og auðvitað öryrkja alla, hvort þeim finnist of í lagt með þessar afturvirku hækkanir ? Enhverjir eru sem telja að við höfum nóg fyrir okkur að leggja, heil 17 % frá núverandi stjórnvöldum,   en n.b. tæp 10 % koma eftir áramót. Er ekki villandi þegar stjórnarsinnar tala um heil 17 % hækkun á lífeyri, þegar viðmiðunin sem reiknað útfrá er lág. Að sjálfsögðu koma lágar upphæðir út úr slíkum reikningi ! Í framhaldin má hugsa sér hækkanir þeirra alþingismanna, sem nú fá afturvirkar hækkani sem nema hunduðum þúsunda króna, en í þeim hópi eru stjórnarliðar sem standa sem fastast á móti sanngjörnum afturvirkum greiðslu fyrir ellilífeyrsþega og öryrkja. Gætu þingmenn yfirleit lifað einhverju lífi svo talist geti með innan við tvö hundruð þúsund á mánuði, ég held ekki. Samhvæmt ýmsum tölum um kosningar og fylgi flokkanna, kemur í ljós að allt of stór hópur leyfi ég mér að segja, sem kýs sjálfstæðisflokkinn og kemur úr röðum eldri borgara í landinu. Hvernig væri nú að þið sem undanfari ár og kannski áratugi, hafið kosið sjálfstæðisflokkinn, að þið standi nú með ykkur sjálfum og kjósið eitthvað annað en þann flokk í næstu kosningum ?


mbl.is Enn deilt um fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megnið af kjósendur VEIT hvernig vintri flokkarnir breytast ef þeir komast í stjórn. Mannstu ekki síðustu stjórn ? 

Og veistu að megnið að kjósendum vill frekar Steinrunnið Íhald heldur en að fá vintri stórn aftur !

Trúðu því bara.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.12.2015 kl. 22:39

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæti Birgir.  Gullfiskaminn okkar er oft við brugðið og þannig er með þig góði maður.  Ég held að í raun séu íslendingar ekki búnir að gleyma hverig íhald þessa lands skildi við árið 2009. Allt í kaldakoli og ekki stóð steinn yfir steini. Þannig var ástandið þegar vinstrisjórn tók við 2009. Ég ítreka skoðun mína,  allt er betra en íhaldið  !

Þorkell Sigurjónsson, 15.12.2015 kl. 23:36

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Öll umræða, sem byggist á athugasemdum númer eitt og tvö, við þessa færslu, er meginmeinsemd samfélags okkar og allrar vitrænnar umræðu. "Hver gerði Gerði grikk í sumar, hver gerði Gerði bomsi bomsi bomm"? Bjálfaleg umræða, sem að lokum skilar tómum bjálfum, sem ekkert skilja í hvors annars bjálfahætti.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.12.2015 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 249479

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband