SAMI GRAUTUR Í SÖMU SKÁL.

 

 

Ár kvíðans- Ár úrræðaleysis- Ár skatta og gjalda.

 

Hvað verður,  2011 ?

 

 

Margir Íslendingar munu fagna nýju ári,  sem nú er runnið í garð með talsverðum

kvíða.

Og, satt best sagt, getur engum manni blandast hugur um, að ef dæmt er eftir

afrekum ríkissjónarinnar og sjórnarandstöðunni, þá lofar hvorugt góðu.

 

Ríkisstjórnin hefur nálega tapað í hverri orrustu gegn stjórnarandstöðunni,

en stjórnaraðstaðan hinsvegar haft uppi einstaklega óábyrgan áróður og kúgun

gagnvart hinni ósjálfstæðu, hræddu og einstaklega rögu stjórn, sem við búum við

- en aldrei jákvæð úrræði.

 

 

 

 

Það hörmulega er, að hvorki stjórnin sjálf né hin ábyrga andstaða hafa reynt að bera

fram nokkuð jákvætt í deilum sínum um hversu ber að stjórna þessu allsnægtalandi.

 

Ríkisstjórnin hefur ekki, svo menn viti, bent á nein úrræði til að nýta þann

þjóðarauð sem til staðar er án þess að leggja á auknar byrðar.

 

 

Stjórnarandstaðan hefur hvergi bent á annað en fornar dyggðir, flestar ósannar

fremur en stjórnin,

bent á nokkuð varanlegt, sem koma myndi þjóðarbúinu á traustari og hagkvæmari

rekstrargrundvöll.

 

 

 

Sú fádæma ringulreið og hættulega skipulagsleysi hefur kostað almenning trú á

gjaldeyrir okkar, trú á stærsta stjórnmáflokkinn, trú á allt öryggi í

þjóðmálalífi okkar.

 

 

Nú þorir alþýða manna, í öllum  stéttum,

ekki lengur að byggja á loforðum ríkisvaldsins.

Í stað öruggrar viðreisnar er nú komið öryggisleysi,

jafnvel uppgjöf sumra við að halda í horfinu.

 

 

 

 

Gæti nokkur haldið öðru fram, en greinin hér á undan,  væri nýkomin frá borði

stjórnmálaskýranda dagsins í dag?

Nei, ekki alveg,  því þannig ritaði ritstjóri Mánudagsblaðsins fyrir,

nákvæmlega 46 árum síðan.

Finnst mönnum mikill munur á og er umhorfs í dag,  eða hvað, nema þá ríkti

samstjórn Sjálfstæðis og Alþýðuflokksins..

Sami grautur í sömu skál.


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að hafa verið svindlað einhvers staðar, annars væri þetta þing gilt. Réttlætisgyðjan er blind, það er glæpur sem hægt að sækja fyrir alþjóðadómstólum að samþykkja ólöglegt þing, og þetta er ólöglegt þing.

Það góða sem stjórnlagaþing hefur lagt til er þrískipting ríkisvald, sem innifelur meðal annars að dómsvaldið sé algjörlega sjálfstætt og það sé með öllu ólöglegt að framkvæmdavaldið ógildi neinar ákvarðanir þess, en í Frakklandi og Bandaríkjunum þar sem alvöru þrískipting gildir, þá hefði verið hægt að fangelsi Jóhönnu og aðra ráðherra út af Lýsingarmálinu, fyrir að framfylgja ekki fyrirskipunum Hæstaréttar og sýna honum óvirðingu... Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vil ekki sjá slíkt, sem sést á því hversu hún vanvirðir dóma Hæstaréttar í þessu máli. Hún vill halda áfram að geta valtrað yfir þjóðina í trossi við dóma Hæstaréttar. Man einhver eftir Lýsingarmálinu sem hefði getað bjargað ótal heimilum frá gjaldþroti, hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ekki ákveðið að ógilda með öllu dóma Hæstaréttar, eins og ævinlega kom hún þarna auðvaldinu til bjargar í öllum þess stríðum gegn almenningi á vonarvöl.....Þar slær hjarta hennar ríkisstjórnar, fyrir peningalyktina hvar sem hún gýs upp, og af hatri til þjóðarinnar.

Það sem ríkisstjórn Jóhönnu ætlaði að gera var að nota stjórnlagaþing sem fyrirslátt til innlima okkur í Evrópubandalagið, með að reyna að kippa í spotta til að nema burt fullveldisákvæðið, en þá verður enn auðveldara fyrir peningavaldið að kúga almenning, ESB er ekkert alvöru lýðræði, heldur miðstýrt kerfi sem þokast sífellt fjær öllum lýðræðishugsjónum í átt að einhverju sem varla er þorandi að nefna á nafn.....Svo alvarlegt er það mál. Það var meiningin allan tíman að strunta í vilja almennings og hunsa þrískiptingarákvæðið, það hafa gerðir þessarar ríkisstjórnar sýnt, sérstaklega svívirðileg vanvirðing ríkisstjórnarinnar í máli Lýsingar og megi það mál verða henni til ævarandi háðungar. Þetta fólk hefur blóð á höndum sínum. Þau eru ófá sjálfsmorðin sem framin hafa verið í tíð þessarar ríkisstjórnar út af gjaldþrotum og útburðum úr húsum og fleira sem Lýsingarmálið jók til muna eftir að ríkisstjórnin breytti niðurstöðu Hæstarréttar, eins og henni hefði aldrei verið fært í ríki svo sem Frakklandi eða Bandaríkjunum, þar sem er alvöru þrískipting ríkisvalds. Flestir sem hafa tekið eigið líf í kreppunni er ungt fólk sem hafði ekki lengur neina framtíðarvon...þökk sé ríkisstjórninni.

Democracy !!! (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 249479

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband