HVER SKAPAÐI HITLER?

Nokkrir punktar úr bókinni "Samræður við guð".Hitlersupplifunin varð til vegna hópvitundar.  Margir halda því fram að Hitler hafi togað hóp með sér á asnaeyrunum - landa sína að þessu sinni - með lævísi sinni  og málsnilld.  En þetta varpar allri sökinni á Hitler eins og hentugt má kalla - og það er nákvæmlega eins og flestir vildu hafa það.  En Hitler gat ekkert aðhafst án samstarfs og stuðnings og þjállar undirgefni milljóna manna.  Undirflokkur sem kallar sig þjóðverja hlýtur að taka á sig feikilega ábyrgð á helför gyðinga. - Það er nefnilega samvitundin sem braut frjóan akur fyrir vöxt nasistahreyfingarinnar.  Hitler greip tækifærið, en bjó það ekki til.- Ógnir Hitlersupplifunarinnar voru ekki að hann framdi þær á mannkyninu, heldur að mannkynið leyfði honum að gera það.  Undrunarefnið er ekki aðeins að Hitler gekk fram á sjónarsviðið, heldur líka hve margir fylgdu honum. Svívirðan er ekki aðeins sú að Hitler drap milljónir gyðinga, heldur að það þurfti að drepa milljónir gyðinga áður en Hitler var stöðvaður. - Hitler hefur þá verið sendur til okkar til að sýna okkur þau ósköp sem maður getur gert, hversu djúpt maður getur sokkið? - Hitler var ekki sendur til ykkar, Hitler var skapaður af ykkur.  Hann steig upp úr samvitund ykkar og hefði ekki getað verið til án hennar.   


mbl.is Verður Mein Kampf endurútgefin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Stjórnmálahreyfingar þurfa fjármagn öðru fremur til að selja sig almenningi. Bæði Wall Street og þýskir iðnjöfrar mokuðu peningum í nasistaflokkinn og um 1930 hafði hann yfir að ráða um þúsund bifreiðum með gjallarhornum sem dældu áróðri um borgir og bæi Þýskalands. 

Við þurfum að hafa í huga að þetta er að gerast í heimskreppunni í gjaldþrota landi sem var undir stríðsskaðabótum frá fyrra stríði sem aldrei var minnsti mguleiki að borga. Sem sagt um er að ræða félagslega-, stjórnmálalega-  og efnahagslega óreiðu þar sem ýmsir frelsarar keppast við að lofa lausnum. Kaþólska kirkjan og flokkur hennar studdu svo kaþólikkann Hitler. Án þess hefði hann varla náð völdum. Nasistarnir beittu svo terror og ofbeldi til að auka enn á óreiðu og kaos og komu svo með sínar "lausnir" sem fólust í Gestapo, afnámi borgaralegra réttinda osfrv. Ef þetta hljómar kunnuglega þá er það vegna þess að við sjáum sams konar ferli krauma áfram á vesturlöndum og sérstaklega í Bandaríkjunum - skiljanlega - ekki síst þar sem innfluttir nasistar og þeirra hugmyndafræði hafa verið þar að störfum um allt stjórnkerfið síðan þeir voru fluttir inn í stórum stíl eftir seinna stríð. 

Annars er sorglegt að menn skuli ekki læra af glæpum óþverra á borð við Hitler, Churchill og Eisenhower. Enn sjáum við terrorsjó og stríð á upplognum forsendum þar sem sama vestræna fjármálamaskínan fjármagnar alla stríðsaðila og stjórnar báðum hliðum. 

Bandamenn sendu milljónir manna austur til Stalíns þar sem þeir voru pyndaðir og drepnir í þrælkunarbúðum (Operation Keelhaul, endilega kynntu þér það) og Eisenhower úrskurðaði þýska stríðsfanga (unarmed combatants) til að komast framhjá Genfar sáttmálanum. Þeir voru síðan geymdir í girðingum undir beru lofti og lágu þar í eigin skít og þannig var yfir milljón manns drepin úr vannæringu og sjúkdómum. Sigurvegararnir skrifa alltaf söguna og þeir og þeirra handbendi rakka niður þann sem tapar en strika út eigin glæpi og hryðjuverk.

Baldur Fjölnisson, 27.7.2007 kl. 14:29

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Baldur, reynslan sannar, að flestir læra ekki af reynslunni.

Þorkell Sigurjónsson, 28.7.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 249479

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband