ERU GALDRABRENNUR ENNÞÁ TÍÐKAÐAR Á ÍSLANDI?

Henni Þóru Kristínu á Stöð 2 er sagt upp störfum fyrir það eitt að manni virðist, að vera ásátt við ráðningu Steingríms sem fréttastjóra Stöðvar 2, fyrrum hjálparhellu Halldórs Ásgrímssonar. Svona lagaður gjörningur er ekki til að hafa gaman af, þetta er háalvarlegt athæfi og svei mér þá, ef ekki er fjósalygt af málinu, en örugglega vilja allir fá skýringu frá þeim, sem gera slíka hluti.


mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Þóra Kristín var nú áður á fréttastofu útvarps ef ég man rétt.

og hefur fréttastofa útvarps jú aldrei verið þekkt fyrir að vera góð við framsóknarmenn....

samanber stóra fréttastjóramálið sem kom upp fyrir um 2 árum síðan, og svo núna hið "nýja stóra fréttastjóramál"

Hún hefði líklega ekki verið jafn ósátt ef eitthvað af flokkssystkinum í Samfylkingunni hefði verið ráðið.

Enda hafði hún ekkert á móti faglegheitum þegar Róbert Marshall aðstoðarmaður Samgönguráðherra og frambjóðandi samfylkingarinnar stjórnaði fréttastofunni á 365 skútunni.

tilviljun ?

Ingólfur Þór Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 15:28

2 identicon

Þetta er nú ekki alveg réttur samanburður hjá Ingólfi Þór.

Róbert Marshall gekk í Samfylkinguna haustið 2006. Í framhaldinu varð hann frambjóðandi flokksins í þingkosningunum í maí sl. og aðstoðarmaður ráðherra. Allt gerðist þetta eftir að hann hætti sem fréttamaður og forstöðumaður NFS.

Þannig að varla gat Þóra Kristín sett sig upp á móti honum á þeim forsendum. Nema þá hún væri kannske skyggn

Magnea (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Magnea: Þessvegna spyr ég, Afhverju er hún á móti Steingrími Ólafssyni ?  vegna þess að hann var upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar ?  vegna þess að hann er flokksbundinn Framsóknarmaður ??

Róbert Marshall hefur verið flokksbundinn í Alþýðubandalagið frá því uppúr 1990, og seinna Samfylkingarmaður...

 Þetta geturðu allt saman lesið inná www.marshall.is

Ég stórefast um að það hafi komið niðrá starfi fréttastofunnar, að sama skapi stórefa ég að framsóknarmennska Steingríms Ólafssonar komi niðrá starfi fréttastofunnar !

Þessvegna segi ég, að það hafi greinilega skipt hana miklu máli hvort menn séu í Samfylkingunni eða Framsókn....

Ingólfur Þór Guðmundsson, 31.8.2007 kl. 16:46

4 identicon

Þóra Kristín hefur verið í hópi albestu fréttamanna okkar undanfarin ár.  Fannst fúlt þegar hún hætti á Rúv um árið.  Ég ætla rétt að vona að hún sé ekki á leið útúr ljósvakamiðlunum, það væri mikill missir.

Steingríms myndi ég hins vegar ekki sakna - frekar en hins glansliðsins hjá 365.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:46

5 identicon

„Ráðning hans leggur trúverðugleika fréttastofunnar í rúst og bendir til þess að menn kunni ekki að umgangast fréttastofur,” sagði Þóra Kristín.

Hvernig var með umgengni manna við fréttastofur þegar Heimir Már Pétursson var fréttastjóri á þessari sömu fréttastofu og einungis sex mánuðum eftir að hann var í varaformannsframboði í Samfylkingunni var ekki hægt að finna neinn heppilegri spyril í hádegisviðtali við Ingibjörgu Sólrúnu en Heimi Má Pétursson.

Samfylkingarfólk er löngu búið að eyðileggja trúverðugleika fréttastofunnar og því seint í rassinn gripið hjá Þóru að klína því á ráðningu Steingríms. 

Sáttur (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 249480

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband