HVAÐ SÉR KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR ?

 

Ég er með Moggann hérna fyrir framan mig.

Í honum er lítil grein eftir Kolbrúni Bergþórsdóttir og heitir,

"Hvað sér Samfylkingin?"

Þar segir m.a. þetta:

Sér hún (Samfó) að hún er í viðræðum við flokk sem er mesti

afturhaldsflokkur

sem nú situr á þingi?

Fæstir virðast hafa mikla trú á því að samstarf Samfylkingarinnar og

Vinstri grænna verði lífseigt.

Ekkert bendir til að Vg séu stjórntækari nú en þeir voru í

upphafi þegar þeir mynduðu sinn litla þjóðlega afturhaldsflokk.

 

 

Satt að segja vorkenni ég henni Kollu með sitt svartnættisraus og

ekki kemst ég hjá því að ætla að henni líði virkilega illa í sínum

viðhorfum.

Hún er með sleggjudóma um Vg að þeir séu afturhaldsflokkur,

hvað hefur hún fyrir sér í því?

Nákvæmlega ekkert enda kemur hún ekki með neitt bitastætt um það.

Óskhyggja hennar að stjórn sú sem nú er verið að mynda verði ekki

langlíf lýsir bara þeirri vanlíðan sem þessi ágæta kona er haldin.

Að Vg séu ekki stjórntækari nú en þegar þeir mynduðu sinn flokk fyrir

tíu árum er mér ómögulegt að skilja því þeir sem flokkur hafa aldrei

verið við stjórnvölin ef undan eru skildir s .l. þrír mánuðir.

 

 

Þannig að skrifin hennar Kollu dæma sig sjálf og virðist haldin

þeirri óskhyggju,

að hér verði bara eymd og volæði,

þegar vinstri stjórnin fer að láta að sér kveða.

Kannski skýrast skrifin hennar Kollu best, þegar hún fer að

hrósa Framsóknarflokknum í hástert.

Það vita allir sem eitthvað vita, að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur

hafa lengst af stjórnað þessu landi og væri henni Kollu

nær að upplýsa okkur landsmenn hverskyns fyrirbæri þeir flokkar

eru.

 

Svona til að sýna að henni Kollu er ekki alls varnað,

þá kemst hún að þeirri niðurstöðu "að Vg hugsi ávallt upphátt

og maður veit því alltaf hvað þeir eru að hugsa" segir hún.

Þarna hittir hamarinn hennar Kollu  nákvæmlega höfuðið á naglanum.

Kannski hefði þjóðin ekki sokkið svona djúpt, sem raunin er í dag,

ef Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hefðu verið heiðarleg

og hugsað upphátt áður en þjóðarskútan sigldi

í strand.

 

 

 

 

 


mbl.is Stjórnarsáttmáli í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þær eru spes Kolbrún og Agnes Braga.Oftast nær botna ég ekki upp né niður í því hvernig þær hugsa og skrifa.En það er ekki að marka mig.Ég veit hvort sem er ekki neitt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:37

2 identicon

Þær eru bara að reyna að þóknast nýjum eigendum Moggans,og þarafleiðandi að reyna að halda vinnunni.Bláahönds klíkan hefir náð yfirráðum á Árvakri.

Númi (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:44

3 identicon

Til Núma: Vó! Kolla gerir ekki eitt né neitt til að geðjast öðrum. Hún beygir ekki skoðanir sínar samkvæmt vilja annarra og segir bara hreint út það sem henni finnst. Þó ég sé ekki oft sammála því sem hún segir hefur hún alltaf verið svona þrjósk þau 20 ár sem ég hef þekkt hana.

Auður (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:59

4 identicon

hvernig gengur það saman jarðfræðingur á bólakafi neðanjarðar,

og flugfreyja í háloftunum? Kolla sér vitleysuna í þessu vitlausa samstarfi

sem betur fer.

Axel (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:23

5 identicon

No hair mask and lady of Ark in best name in world to day.

gunna (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:33

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þetta fólk er vanhæft

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.5.2009 kl. 12:04

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi manneskja er algjörlega ómarktæk leirdrullukerling sem kann ekki að skammast sín, það er mitt álit á henni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 09:29

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Allavega er annar flokkurinn sem mun svíkja kjósendur, það er óumflýjanlegt, þar sem þessir flokkar eru á algerum öndverði meiði í Evrópumálum, fullt af bændum kaus VG vegna stefnu þeirra í evrópumálum, þess vegna skýtur það dálítið skökku við að um leið og stjórn er mynduð, þá er bara hoppað í evruaðildarviðræður, VG á bara að draga sig út úr þessum viðræðum ef Samfylkingin stendur svona fast á evrusambandi, mitt mat.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 4.5.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 249489

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband