Færsluflokkur: Dægurmál

HASARINN ELTIR MIG Á RÖNDUM ?

Það má segja að ég sé búinn að vera í eldlínunni eftir að ég kom

hingað til Reykjavíkur.

Í gær var ég í Alþingishúsinu, þegar þar gekk sem mest á.

Í dag var ég staddur í Listasafni Íslands

frá hádegi og fram til klukkan 16.00.

eða rétt nýlega kominn út ,  þegar slökkviliðið birtist með öll sín

tæki og tól.

Mér brá nokkuð og hugsaði sem svo, að nú dygði þeim ekkert

minna en löggan og slökkviliðið að auki til að ná á mig böndum.

Skrítin tilviljun, að vera

í gær staddur við Alþingishúsið,

þegar allt fór þar úr böndunum og núna við Listasafn Íslands, þegar

eldur verður þar laus.

Hvar ég verð á morgunn og hvað gerist þá,

verður fróðlegt að vita?

 


mbl.is Tilkynnt um eld í Listasafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENNÞÁ ERU VINSTRI GRÆNIR STÆRSTI FLOKKUR LANDSINS.

456667A

 

Enn og aftur mælast Vinstri Grænir með mest fylgi.

Svolítið spaugilegt að lesa það sem menn eru að blogga út frá

þessari frétt.

Flestir eru að velta fyrir sér þeim 8% sem

vilja kjósa aðra flokka en í boði voru við síðustu kosningar.

Enginn, nema ég núna nefnir það,

að VG eru að mælast í annað skiptið,

sem stærsti flokkur þjóðarinnar.

Þetta hefði einhvertíma þótt tíðindi.

En kannski finnst mönnum það ekki lengur sérstök tíðindi,

en líta á það sem sjálfsagðan hlut.

Allavega er það svo í mínum huga að það sé sjálfsagt og eðlilegt,

að Vinstri Grænir séu

stærsti flokkur þjóðarinnar.

 


mbl.is Vilja nýja stjórnmálaflokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FREKJA OG YFIRGANGUR FINNA ?

 

 

?

Hver hefur gefið þeim ágæta manni

forsætisráðherra Finna,

leyfi til að undibúa aðild Íslands að

ESB ?

Hvaða rugl er þetta.

Ég hélt að við íslendingar sjálfir gætum einir ákvarðað

um okkar málefni,

en ekki forsætisráðherra Finnlands ?


mbl.is Biður ESB að undirbúa aðild Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VIÐ STYRMIR ERUM SAMMÁLA.

 

 

800px-Flag_of_Europe_svg

 

Það verð ég að játa,

að ég er ekki Sjálfstæðisflokksmaður ég hefi þar af leiðandi

lítil áhrif innan raða þess flokks.

En það gerir Styrmir Gunnarsson og hann er óhræddur við,

að láta í ljósi skoðanir sínar á því,

að ekki muni  það verða okkur Íslendingum til góða,

að gerast aðilar að ESB.

Aldrei hefði mig grunað,

að við Styrmir ættum eftir að gerast bandamenn

og verða svarnir andstæðingar þess gjörnings,

sem Samfylkingin hefur efst á blaði sínu.

Ég held að engum geti dulist, að sjálfstæði

og sjálfsákvörðun í fiskveiðum okkar verður þá alfarið

í höndum þeirra, sem engan skilning hafa á mikilvægi

fiskveiða fyrir land og þjóð.

 

Það gleður mitt hjarta,

þegar Styrmir tekur skelegga afstöðu og segir trúnaðarmenn

innan flokksins tala tungum tveim, þegar rætt sé um ESB málefni

og þori ekki að taka afstöðu.

Styrmir er ómyrkur í máli gagnvart samstarfsflokki í ríkisstjórninni

og segir ekki koma til mála, að  láta Samfylkinguna stilla flokknum upp

 við vegg,

með hótunum um stjórnarslit,

ef flokksþingið samþykki ekki stefnu breytingu

gagnvart ESB.

 

 

 

 


mbl.is Getur ekki vikist undan kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FEGURÐ.

 

 

150px-Leopard_Lacewing_Cethosia_cyane_2_Richard_Bartz_

 

120px-Mandarin_duck_arp

 

photo_6379_20070301_jpg

 

Fiðrildi,

fuglar,

og blóm

eru mitt uppáhald.

 

Hvaða leik sem menn gera sér að því að afmynda heiminn,

er víst,

að Guð skóp hann sem heimkynni fegurðar

og undra

og fyllti hann meiri kærleik en flest okkar gera sér í

hugarlund.

Þess vegna segi ég við sjálfan mig:

Ætti ég ekki að gefa mér tóm til að tileinka mér

fegurðina og undrin ?

 


mbl.is Fiðrildi fá griðastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GÓÐVERK.

 

 

sun

 

Ekki biður sólin þess,

að hún fái bænir og áskoranir um að rísa,

heldur skín hún af sjálfsdáðum og hlýtur allra hylli.

Þú skalt ekki heldur bíða eftir lófataki,

hrifningarhrópum og lofræðum til þess að gera vel,

heldur skaltu gera góðverk ótilkvaddur,

og þá verður þú elskaður,

eins og sólin. -Epikter.


mbl.is Forstjóri gerist sjálfboðaliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PALLI OG GERÐUR.

 

 

cliguy_car

 

Hvernig í D-vítans áranum er með okkur Íslendinga.

Það má ekkert.

Palli greyið Magg. má ekki hafa mannsæmandi laun

og alls ekki aka á jeppa.

Þetta er ekkert annað en endemis öfund út í hann Palla,

sem er allt í öllu hjá RÚV.

Þorgerður á barasta að skammast sín,

að segja "kannski" væru launin of há hjá besta vininum.

Sú góða frú er strax búin að gleyma lúxus handbolta ferðunum tveimur,

sem hún og hann Stjáni fóru fyrir stuttu síðan til Kína

og kostuðu litlar 6 milljónir?

Því segi ég við Þorgerði Katrínu, viljir þú að hann Palli

haldi óbreyttum launum,

skaltu vísa málinu til Kjararáðs,

því það er vita mál,

að það lækkar ekki laun nokkurs manns.


mbl.is Óréttlætanleg ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GLEÐI.

 

 

456667A

 

Ég hefi eftir Shakespeare:

 

Njóttu gleði augnabliksins þannig,

að þú spillir ekki þeirri,

er síðar kemur.

 


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFNISHYGGJA.

 

 

452912A

 

Hlutverk nútímans,

sem allt of fáir vinna að,

er að hefja baráttu gegn hinni

efnisbundnu lífsskoðun.

En hún er tákn hinnar einhæfu hugarstefnu nútíðarinnar

og leiðir til þess,

að við lokum augunum fyrir þeim þáttum lífsins,

sem hafa jákvæð gildi.

Jafnframt sviptir hún okkur

lífsgleðinni.
                    
V. Vedel.


mbl.is Er hægt að lifa án peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SJÁLFSTÆÐIR ÍSLENDINGAR.

 

 

skjaldamerki_201204

 

Sá,

sem berst með straumnum,

sem lætur ekki stjórnast af háum lífsreglum,

sem hefur engar hugsjónir,

enga sannfæringu,-

sá maður er ekkert annað en dauður hlutur innan um skarn

heimsins,-

hlutur,

sem er hreyfður í staðinn fyrir að vera lifandi tilvera,

er hreyfist af sjálfsdáðum,-

bergmál en ekki rödd.

 

Ég fyllist gleði og stolti, þegar sjá má að til er fólk,

sem lætur sér ekki á sama standa um framtíð Íslands.

Einmitt núna er ástæða til að bera nokkurn kvíðboga í þeim

mikla ólgusjó, sem íslensk þjóð er í um þessar mundir.

 

Margir álíta það, að okkur muni best borgið með inngöngu

í  ESB og er sjálfsagt að athuga málið.

En fyrst af öllu þarf almenningur að fá óyggjandi upplýsingar

um galla og kosti þess,  svo menn rasi ekki um ráð fram.

Mitt álit er og það uggir mig mest,

að við munum missa að stærstum hluta

sjálfstæði okkar,

ef sú yrði niðurstaðan, 

að við gerumst aðilar

að ESB.

Því segi ég það,

verum vel á verði um þær ákvarðanir

sem við tökum á næstunni.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Fagna fullveldinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 251096

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband