ÞAÐ SEM ER OG ÞAÐ SEM VERÐUR?

 

 

P1010108
EDEN 
Olíumálverk eftir Gísla Þorsteinsson frá Laufási.

 

Það hefur ekki verið mín sterka hlið, ótilneyddur að mæta í jarðarför eins eða neins,

nema þá,  þegar mér einhver nákominn hefur átt í hlut.

Í gær fór fram útför konu hér í Landakirkju, sem tengdist mér að nokkru í seinni tíð.

Ég hafði þekkt þessa ágætu manneskju frá unga aldri og má því segja að ég hafi

allan minn aldur þekkt hana.

Þegar ég,   sem  nú er kominn á seinni hlutann í þessum heimi,  þá

verður manni það á,  að velta fyrir sér hvort,  eða hvernig líf er á eftir þessu,

ef það er þá  í boði,  yfirleitt.

Þar sem ég er fjarskalega hrifinn af öllu því sem ég les eftir

Þórberg Þórðarson og  nýbúinn að lesa bók um þennan snilling til orðs og æðis.

Hann þ.e.a.s. Þórbergur álítur,  að við dauðann færumst við yfir í aðra vídd.

Þá hugljómun fékk Þórbergur,  þegar  hann fylgdi konu sinni í flug og tók

eftir að hreyflar vélarinnar "hurfu", þegar þeir höfðu náð vissum snúningshraða.

Horfnir en samt til staðar - þannig væri um framliðna fyrir tilstilli breyttrar tíðni.

Fleira er það sem Þórbergur veltir fyrir sér,  um lífið og tilveruna.

Það sagði hann um sveitunga sinn,  sem hafði unun af að ganga til kinda,

að það hefði verið leit hans að þungamiðju lífsins.

Einnig var Þórbergi hugleikin fræði Jóka,  sem beindu athygli Þórbergs að núinu,

hinu ópersónulega alheimslífi sem innihélt ekkert annað en það,

 að vera til.

En aftur að upphafinu um dauðann.

  Oftar en ekki hefi ég hugsað til þess,

  þegar HKL ritöfundur hitti á meistara Þórberg,

þá kominn að fótum fram:

 

 

Ég sá hann sitja einan á bekk í manntómum gangi á Vífilstaðahæli undir kvöld

seint í sumar.

Hann sagði mér að búið væri að "taka af sér penna og pennaskaft,

blekbyttu og blað, hvað þá hann hefði bók af nokkru tagi að líta í.

Halldóri  hefur runnið þetta til rifja,  þannig að hann reif blað úr vasabók

sinni og skrifaði

á það vísukorn og fékk Þórbergi.

Hann stakk bréfsnuddunni oní gleraugnahúsin sín,

horfði hýrlega á mig,

en brosti með samanbitnar varir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Keli

Góð lesning ,auðvita koma þessar hugsanir upp í hugan við svona tímamót.Á rúmu ári eru farnar 4.samstarfskonur mínar til áraraða. Beta, Dúdda ,Elsa, og nú Anna allt fínar konur sem gaman var að vera í samskiptum við.En gott er að minnast þeirra og geta brosað í huganum við ýmsum minningum  sem þær skilja eftir allar góðar og skemmtilegar.

Kv.Dollý

Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband