11.4.2010 | 16:19
FERMING ÁRIÐ 1956 Í LANDAKIRKJU VESTMANNAEYJUM.
Efsta röð frá vinstri: Viktor Úraníusson, Óskar Hallgrímsson, Viktor Helgason, Stefán manekki föðurnafn.
Næsta röð frá vinstri: Þorkell Sigurjónsson, Valur Oddsson, Sigurjón Jónsson, Óskar Björgvinsson, Erling Pétursson, Ólafur Þór Ólafsson, Sigurgeir Jónsson, Sigurður Tómasson, Magnús Bergsson, Ólafur man ekki föðurnafn, Magnús Jónsson, Pétur man ekki föðurnafn. Fremsta röð frá vinstri: Óskar Stefánsson, Jóhann Halldórsson, Ingi Steinn Ólafsson, Halldór Kolbeins prestur, Ragnar Guðnason, Kristinn Skæringur Baldvinsson, Þráinn Einarsson.
Efri röð frá vinstri: Kristín Björnsdóttir, Þórey Bergsdóttir, Ingigerður Eymundsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Margrét Johnsen, Lilja Sigurðardóttir, Þorbjörg Jónsdóttir. Fremri röð frá vinstri:
Valgerður Sigurðardóttir, Þorsteina Þorsteinsdóttir, Þóra Bergmundsdóttir, Halldór Kolbeins prestur, Magnea Magnúsdóttir, Selma Jóhannsdóttir, Svava Jónsdóttir.
Þar sem ég var nú viðstaddur fermingu sonarsonar míns í gær, hans Þorkels nafna
míns fór ég aðeins að rifja upp í huga mér þegar ég var fermdur
árið 1956.
Það jók enn á mínar hugrenningar, þegar ég sá þarna í kirkjunni nokkur af fermingar
systkinum mínu frá þessu tíma.
Myndirnar hér fyrir ofan eru af um helming þeirra sem fermdir voru af mínum árgangi
þetta ár.
Því miður á ég ekki myndir af þeim fermingarsyskinum mínu, en eftir því sem ég
best man var þetta í tveimur "hollum".
Við vorum sem sagt samtals um 90 fermingarbörn árið 1956.
Í ár eru um það bil sami fjöldi að fermast hér í Eyjum, eftir því sem ég best veit.
Þau fermingar systkini sem ég sá í gær eru nú ansi breytt , enda liðin 53 ár síðan við
fermdust.
Fermingarsystkinin frá í gær voru, Kristinn Skæringur Baldvinsson, Hermann
Einarsson, Þorsteina Þorsteinsdóttir og svo að sjálfsögðu ég.
Ekki man ég núna neitt sérstaklega frá fermingunni, eða fermingarveislunni,
sem var haldin eins og hjá flestum þá.
Samt man ég eftir að hafa fengi armbandsúr frá foreldrum mínum og eitthvað af
peningum, en ekki nein ósköp.
Presturinn okkar, hann Halldór Kolbeins var góður maður, sem sótti það ekkert
sérlega, að við lærðum í undirbúningi fermingar.
En auðvitað lærði maður trúarjátninguna og einhverja sálma.
Öll fengum við á miða, sem á stóð tilvitnun úr biblíunni , og á ég þann miða enn
í dag.
Á mínum stóð þetta:
"Leggið stund á að auðsýna
í trú yðar dyggðina."
Lengst af hefi ég átt "miðann", án þess að lesa, eða reyna að skilja raunverulegan
boðskap hans.
Í sjálfum sé liggur það á hreinu, nema þetta með dyggðina, hvað felst í orðinu dyggð?
Jú, í orðabókinni segir um dyggðina, að hún merki, góður siðferðilegur
eiginleiki, mannkostir.
Fyrir mér útleggst þetta þannig, að koma vel fram við alla og auðvitað sjálfan sig
einnig.
Við höfum í dag allt of mikið af dæmum úr okkar litla samfélagi þar sem fólk
hefur alls ekki verið að sýna af sér þá dyggð sem hér er talað er um.
Þess vegna óska ég öllum börnum sem fermast þessa dagana,
að sýna í trú sinni
dyggðina.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 250590
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.