VESTMANNAEYJAR ÁÐUR FYRR, OG VÆNTANLEGAR KOSNINGAR

 

298014A

 

"Í Vestmannaeyjum býr alveg sérstök þjóð.

Þar er vinnusiðgæði mest á Íslandi.

Hvergi skipar vinnan jafn veglegan sess og þar.  Allir leggjast á eitt um að bjarga

verðmætum, þegar þau gefast.

Þó að ekki kæmi fleira til en þetta eitt,  þá eru Vestmannaeyingar verðir allrar

virðingar,

en þar að auki er þar gott fólk, velviljað, hjálpsamt og mennilegt."

 

Þessi vitnisburður um Vestamannaeyinga,  kemur frá Þórði Benediktssyni, sem bjó

í Eyjum 1924-1942. 

 Hann sat hérna í bæjarstjórn og var þingmaður,

en best þekkja menn hann,

 sem fortöðumann S.Í.B.S. til margra ára.

 

Nú er það svo,  að margt hefur breyst hérna í Eyju s.l. áratugi, en samt finnst mér

Þórður segja allt sem segja þarf um samfélagið og fólkið hérna í Eyjum.

Þess vegna er mikil sú ábyrgð og sú forysta,  sem við þurfum á að halda,

á hverjum tíma.

Í bæjarstjórnarkosningum velja menn sér forystu fyrir bæjarfélagi og því mikilvægt,

að hæft fólk veljist í hana. 

Nú eru komnir fram þrír listar hérna í Eyjum og sýnist mér þar vera ágætis fólk á

öllum listum.

Um daginn fékk ég inn um bréfalúguna Fylkir, blað D-listans.

Þar voru miklar reiknikúnstir í gangi, m.a. hversu mjög við Eyjamenn töpuðum,

vegna fyrningar kvóta, afnumdum sjómannaafslætti og fleira á þeim dúr.

Eftir því sem ég best veit er lítið, eða ekkert ennþá komið til

framkvæmda af þessum" vondu" fyrirætlunum ríkistjórnarinnar.

En kannski ættu þessir kappar, að reikna út tapið á lélegri forystu, Sjalla og

frammara s.l. tvo áratugi í landsstjórninni? 

 

En reiknimeistari greinarinnar minnti mig á söguna af honum Sólon Íslandus,

sem að eigin sögn reiknaði tvíburana í þá "afrísku og að auki var annað barnið hvítt,

en hitt svart.

 

 

Núverandi bæjarstjórn hefur á margan hátt staðið sig með sóma á kjörtímabilinu.

En það er aldrei svo að ekki megi gera betur.

V-listinn og hans lið hafa nánast verið ósýnilegir á þessu kjörtímabil með þeirri

undantekningu þó,

þegar mannaráðningar í íþrótta- miðstöðina fóru fram fyrir ári síðan.

Það var einungis stormur í vatnsglasi,  því að mínu áliti voru þar hæfustu einstaklingar

ráðnir til starfa.

 

 

Í dag sakna ég svo sannarlega Andrésar bakara, því hann var oftar en ekki að koma

hreyfingu á málin í þessu bæjarfélagi.

Þess vegna er ansi ósanngjarnt að bera Andrés framsóknarmann og fyrsta mann

á lista þeirra í dag saman, því mikill er þar munur,  þó ég beri mikla og

fulla virðingu fyrir honum Sigurði.

 

Erfitt er,

að spá um úrslit hérna í Eyjum og þrátt fyrir ýmsa vankanta á núverandi

meirihluta er mín tilfinning sú, að við hérna  í Vestmannaeyjum sitjum ennþá eitt

kjörtímabilið uppi með,

Elliða bæjarstjóra og hans lið.

 

 

Ekki er útilokað að nokkrar línur bætist við þessar hugrenningar áður en, 

að kosningum kemur,

 þann 29.maí n.k.

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband