AÐ VERA Í SVEIT FYRIR RÚMLEGA HÁLFRI ÖLD SÍÐAN.

 

 

Þegar ég var ungur drengur var það til siðs,

að börn og unglingar voru send í sveit eins og það var kallað.

Ég,  gerðist vinnumaður 1954 aðeins ellefu ára gamall og var það hjá

Magnúsi Þórðarsyni,  Neðradala í Mýrdal.

 

img224
Neðridalur.

 

img068 
Magnús bóndi Þórðarson í
Neðradal.

 

Magnús þessi átti og á hér í Eyjum frændfólk svo og bræður ,  þá Sigurð á Boðaslóð 2

og Ásbjörn netamann,  sem lengi bjó við Brekastíg, en báðir eru látnir.

Fyrsta sumarið mitt í Neðradal var ráðskona héðan úr Eyjum,  hún Gunnlaug

konan hans Þórarins kennara og föðurbróðir Magnúsar.

img188
Ólafur Gränz, Lauga Þórarins, Óli yngri, Silli sonur Laugu
Keli vinnumaður, Lóló dóttir Laugu og Magnús bóndi.

Til að komast í sveitina var flogið á Skógarsand,  en þangað var áætlun

Flugfélagsins á laugardögum yfir sumarið.

Þangað var maður svo sóttur af einhverjum bóndanum úr Mýrdalnum sem átti jeppa.

Oftar en ekki kom það í hlut Óskars á Brekku sem átti ágætan Willýs jeppa,

en hjá honum var í sveit eitt sumarið vinur minn og skólabróðir,

 Kristinn Baldvinsson.

Á þessum árum uppúr 1950 voru símar á flestum bæjum í Mýrdalnum.

Ein lína var fyrir nokkurn fjölda bæja  svo að hver og einn bær hafði sína hringingu.

Í Neðradal var hringingin tvær langar og tvær stuttar.

Stundum og sérstaklega á sunnudögum ef ekki var þurrkur fékk maður frí

og gat þá komið til þess að ég hlustaði á hvað sveitungarnir voru að hjala í símann

og voru það oftast almenn  málefni,  sem allir máttu heyra.

Á rúmlega hálfri öld síðan þetta var þykir

 ekkert tiltökumál, 

 að börn allt niður í tíu ára hafi síma hengdan um hálsinn og sjá menn hversu breytting

mikil hefur orðið á í okkar ágæta land.

Til að þurfa ekki að nota símann sem allir hleruðu,

 var oft notast við að skrifuð voru sendibréf,  en lítill tími var til þess vegna anna,

því maður var látinn vinna frá morgni til kvölds eins og orkan leyfði.

Eitt bréf datt ég á í dóti nokkru sem móðir mín skildi eftir sig og er það bréf stílað á

mig og hljóðar lauslega þannig:

Vallargata 18,       1-7- 1955.

Elsku Þorkell minn.

Af okkur er allt ágætt að frétta.

Það hefur verið mikið að gera núna síðasta hálfan mánuðinn.

Margir að byggja og í  síðustu viku hafa verið 5-8 bílar hjá Bænum,  sumir að bera

ofaní vegi og aðrir  keyra ýmsu drasli,  því það búið að hreinsa allsstaðar í bænum

fyrir komu forsetans,

sem á að koma á sunnudaginn.

Annars var ég svo óheppinn að brjóta drif í bílnum mínum er ég var að keyra

Botnmöl og sem kostaði mig 10 daga stopp.

Viktor bróðir þinn er alltaf að vinna og í golfi á kvöldin.

Systir þín oftast að leika sér með hinum og öðrum stelpum eins og þú þekkir.

Annars fékk hún vinnu í skreið í smá tíma um daginn.

Óli Óskars er farinn í sveit austur á land.

Óli Gränz er búinn að kaupa sér drossíu,  en fékk ekki inntöku á Litlu-bílastöðina,

annars er hann að kenna og ekur eitthvað smotterí með.

Þann 7. byrjar lundatíminn og reikna ég ekki með því,  að ég fari mikið

í lunda þar sem mikið er að gera.

 Það væri þá helst að Viktor bróðir þinn færi um helgar,  en þá verður líka að vera

sæmileg átt. 

Við sendum þér hérna svolítið af "gotti" og gefðu nú krökkunum eitthvað líka.

Mamma þín hefur það svona sæmilegt svona eins og vant er.

Viktor  var að koma heim úr golfi núna og var frekar aumur,

því hann sló golfkúluna í kinnina á honum Reyni vini sínum og við það

stokkbólgnaði kinnin og var á að líta sem lítill fótbolti og 

  öll blá og marin.

Jæja væni minn, 

 allir biðja að heilsa þér og vertu nú margblessaður og sæll.

Þinn pabbi Sigurjón Sig.

img067
Faðir minn,  Sigurjón Sigurðsson
vörubílsstjóri.

Kannski hafa einhvejir gaman af því sem fram kemur í sendibréfi föður míns,

en svo langt man ég að ég fagnaði vel bréfin því arna,

en ennþá meir var ég þó glaðari og ánægðari,  að fá slatta af gottiríi,

að heiman.

Næst birti ég bréf,

 sem ég skrifaði heim til fjölskyldu minnar á frá þessum bernsku dögur úr sveitinn.

  

   

  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband