VIÐ ERUM GINNINGARFÍFL STJÓRNMÁLAMANNA.

 

 

P1010523

 

Það varð  mér á,

þegar ég las um  viðskipti almúgamannsins,

Eirík á Brúnum og bæjarfógeta þeirra Reykvíkinga fyrir rúmum tveimur öldum síðan,

hvar rödd fógeta var þykkjuþung,

fas hans og svipur markað þeim embættishroka, sem þótti kurteisi í viðskiptum

valdsmanna við almúgann,

að setja þetta svipleiftur úr fortíðinni í okkar umhverfi dagsins í dag.

Þar á ég við,

 að enginn,  já enginn sem leyfir sér að kvarta yfir meðferð þeirra,

sem landi okkar stjórna eru ekki einu sinni fáanlegir til að hlusta og því síður að

leysa úr vanda þúsunda Íslendinga á þessum síðustu og verstu tímum.

Ég sem tel mig einlægan vinstri mann, 

 þegar pólitík er annars vegar, sé og heyri 

hvernig alþýða mann hefur verið keyrð í þrot frá öllum sjónarhornum af okkar

stjórnmálamönnum og er þá sama hvort það eru þeir til vinstri,  eða hægri.

Því sárara er það,

 að ég sem vinstri maður sem trúað hefi á gildi félagshyggju og réttlætis,

  verð að kokgleipa  úrræðaleysi  vinstri stjórnar og það sem verra er,

að þeirra góða og manngæskufulla stefna fyrir betra lífi almúgans,

reynast þegar á hólminn kemur,

aðeins loftið eitt.

Ég sá þann ágæta þátt, "silfur Egils" í gær og sú persóna sem ég allavega hefi

bundið vonir mínar við að myndi eitthvað gott láta af sér leiða í þágu almennings,

Lilja Mósesdóttir virðist koma auga á brotalömina sem viðgengst gagnvart fólki,

en því miður virðist hún ekki frekar en aðrir innan stjórnarinnar hafa döngun í sér,

að gera eitthvað raunhæft fyrir illa sett almúgafólk í þessu landi, en minna hefur henni

orðið úr verki en í orði, 

 því miður.

Svo niðurstaðan er því  þessi:

Ég,

 og auðvitað allir aðrir erum aðeins hafðir að ginningarfíflum þeirra,

 sem í dag kalla sig á Íslandi,

stjórnmálamenn.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband