FÖRUKONAN VIGGA.

 

 

_DSC0131
Sjálfsmynd af frægasta flakkara Íslands, Sölva Helgasyni.

Ég hefi löngum þótt áhugavert að lesa um það fólk sem áður fyrr á öldum,

var kallað, flakkara (förumenn, eða konur).

Í nokkur skipti hefi ég lesið bók Davíðs Stefánssonar um líf þess flakkara íslenskan,

 sem einna frægastur hefur orðið Sölvi Helgason, eða eins og hann sjálfur

kallaði sig, Sólon Íslandus.

Það að ég brydda á þessu áhugamáli mínu er einfaldlega vegna þess að ég

sjálfur varð þess aðnjótandi,  að hitta síðastu förukonu á Íslandi.

img088
Í barnsminni mínu var Vigga líkust galdranorn.
Vonandi fyrirgefur Vigdís mér þetta riss.

Það eina sem ég hefi grafið upp um Vigdísi Ingvadóttir eins og hún hét fullu nafni,

er úr "Vítt og breitt".

Þar segir frá henni í nokkrum orðum m.a:

Hún notaði alltaf orðið hvíta um skyr, kallaði skyr aldrei annað en hvítu.

Hún var sérkennileg eins og oft var um förufólk, hafði sinn hátt á ýmsum hlutum.

T.d. hafði hún mal og reisti um öxl sér, einnig gekk hún með stafprik sér í hönd.

Á ferðum um sveitina sem var þá aðalega í Mýrdalnum,  átti hún það til að hefja

upp raust sína og kveða fyrir fólkið og þá vildi hún gjarnan hafa vetling fyrir

framan sig eins og hú væri að lesa af bók.

Hún átti til að vera meinleg í tilsvörum.

Engum datt til hugar að fela henni verk. Vísast hefur það ekki þótt góðri lukku stýra.

Förukonan Vigdís gat dvalið frá einni nóttu upp í tvær þrjár og það var vissulega

viðburður þegar hún kom,  en stundum voru ekki allir sáttir af sumum háttum hennar.

 

img084
Eystra-Skagnes í Mýrdal.

 

img086
Fyrir framan bæinn Skagnes:
Til vinstri húsmóðirin Sigríður Heiðmannsdóttir Sveinbjörn skósmiður í Eyjum
Húsbóndinn Jón Hjartarson drengur, Halldór Björnsson síðar baráttumaður innan
verkalýðshreyfingarinnar, Anna Guðrún móðir bloggara þessarar síðu svo og faðir minn,
Sigurjón Sigurðsson þá dæturnar á bænum þær Guðbjörg og Guðríður, sú stutta var gestkomandi,
og svo Svavmundur og Þorsteinn en þeir voru synirnir á bænum.
Myndin líklega tekin árið 1943.

 

Á Skagnesi var bróðir minn Viktor í sveit frá fimm ára aldri og þar til hann var orðinn

fimmtán ára,  en aðeins að sumrinu til.

Það að ég sá og hitti Viggu á Skagnesi var á árinu1946 og ég man það fjarska vel,

þegar móður mín gaf mér og systur minni tvær krónu til að gefa kerlu.

Okkur systkynunum stóð mikill stuggur af henni Viggu,  en ekki man ég til þess að

hún á einn né annan hátt hrelldi okkur krakkana á bænum.

 

img085
Móðir mín Anna Guðrún,  Viktor bróðir, ég og svo Jón Ólafsson sem
var þarna einnig í sveit,  en hann er frá Rvk.

 

Bróðir minn Viktor sem er nokkrum árum eldri en ég hefur sagt mér af því,

að á stríðsárunum voru hermenn algengir í Vík í Mýrdal,

en á Reynisfjalli var og er lóransstöð þar sem herinn átti bækistöð.

En hermennirnir voru hræddir við Viggu og fannst sem hún gæti vel verið

galdranorn samkvæmt útliti og háttum hennar.

Hún,  Vigga átti það til að pota í hermann ef hún komst í færi við þá,  en slíkum

"tratteringum" voru hermennirni ekki hrifnir af.

Eitt var það sem krökkunum á Skagnesi þótti verulega sniðugt og það var,

þegar Vigga fór á kamarinn,

því þá  sagðist hún þurfa að fara út  til  að "verpa".

Sjálfsagt munu  fleiri sagnir vera til um hana Viggu en í barnsminni mínu grópaðist

mynd af henni sem auðvitað dró dám af forneskjulegu útliti hennar og svo

auðvitað stórri vört,  sem prýddi nefið á henni,  engin furða að við systkynin,

sem vorum á þessum árum aðeins fjögurra og þriggja ára gömul, værum

svolítið hrædd við hana.

 

 

 

 

 

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband