5.10.2010 | 18:16
HARÐLYNDUR HÖFÐINGI.
Nú er í tísku að rakka niður alla þá sem einhverju ráða á Íslandi í dag og þá helst,
embættismenn eins og sýslumenn, alþingismenn, bankamenn og fleiri sem einhverju
ráða í þjóðfélaginu okkar.
Fyrir rúmlega tvö hundruð árum síðan, var harðlyndur höfðingi, sem Bjarni hét
og var sýslumaður á Þingeyrum og má segja það, að þeir sem ráða á Íslandi
í dag eru aðeins sunnudagsskólabörn miðað við,
hann Bjarni Halldórsson sýslumann.
Honum er svo lýst, að andlitið var svipmikið og mikilúðlegt, nefið stórt og bogið
niður; augun voru fögur smá og snör..
En mesta athygli vakti þó líkamsvöxturinn, því maðurinn var feitur með ólíkindum,
enda vegur hann hvorki meira né minna en 360 pund og undirhakan nær niður á
bringu. Hann hefur tvær sessur fram á hnaknum til að styðja undir ístruna.
Bjarni var lærður maður og lögvitur og vel að sér í tungumálum.
Talaði latínu og grísku, svo og frönsku og þýsku, einnig vel fleygur í dönsku.
Bjarni var mikill málafylgjumaður og átti alla sína löngu embættistíð í flóknum
málafelum.
Þannig átti hann til dæmis í flóknum málaferlum við Jóhann Gottrup á Þingeyrum,
og bar þar hærri hlut, sem endranær.
Og lýsti það skapsmunum Bjarna og hörku að hann reið suður að Bessastöðum
árið 1744 og stefndi amtmanni dauðum!
Hann fór með tvo votta í kirkjugarðinn á Bessastöðum og las þar stefnu yfir gröf
Lavrenz amtmanni.
Úti á Skagaströnd hafði svo borið við, að Pétur nokkur hafði hent það ólán að eiga
barn með stjúdóttir sinni, er Ingibjörg hét.
Bjarni sýslumaðir fregnaði þetta og lét draga sötuhjúin fyrir dómstóla, sem voru
dæmd til dauða, en málinu skotið til úrskurðar hátignarinnar í Danmörku.
Bjarn varð því að geyma Pétur og Ingibjörgu yfir veturinn, en hið óvænta
skeði að þau eignuðust annað barn.
Þá þótti Bjarna sýslumanni bikar spillingarinnar fullur og beið ekki eftir svari
frá konunginum, en lét umsvifalaust fara með þau að Þorkelhóli í Víðidal
og drekkja Ingibjörgu, en hálshöggva Pétur.
En rétt í því er lokið var að hálshöggva Pétur og blóðið rann enn úr búknum
kom sendimaður með bréf, sem komið hafði með Höfðaskipinu.
Bréfið var um lífgjöf fyrir bæði, en nú var það of seint.
Sagt er að Bjarni hafi orðið sótrauður í andliti og hann hafi sett hljóðan,
þegar hann las bréfið.
Þrátt fyrir þessa hörku átti Bjarni það til að vera höfðinglundaður við fátæka.
Þannig gaf hann árið 1763 heila jörð til fátækra og þar með sýndi hann
að hann var ekki eins sínkur og hann var harður.
Það var svo rétt fyrir jólin 1772 að Bjarni varð veikur, annars varð honum ekki
hvillasamt um dagana.
Einn daginn var ráðskona hans að hagræða honum í rúminu og sagði þá
eitthvað á þá leið, að hún héldi að guð mundi bráðum fara að taka sýslimanninn
til sín.
Bjarni varð fokvondur og sagði:
Spáir þú mér dauða, tausin þín!. En um leið tók hann spanskreyr-prik,
sem hann ávallt hafði fyrir ofan sig og ætlaði að slá til kerlingarinnar, en hún
vatt sér undan, og Bjarni féll fram á gólf.
Þetta var mikið fall, og varð að sækja heimamenn til að koma karli uppí aftur.
Eftir þetta elnaði Bjarna sóttin, og loks andaðist hann á þrettándanum,
6. janúar 1773.
Jarðaför Bjarna varð hin sögulegasta og þar fór allt í handaskolum.
Þegar átti að fara að bera líkið til grafar, skall á hin ógurlegasti bylur með mikilli
frosthörku og fór allt í ólestri.
Hankarnir slitnuðu úr kistunni, sem eðlilega var þung,
og fór hún á endann niður í gröfina.
Þá bilaði höfðagaflinn og kom líkið út um hann.
Illviðrið var svo mikið, að menn kól á höndum og andliti..
Svo var mokað ofan í gröfina, án þess að hægt væri að laga kistuna.
Það var heldur ekki gert síðar, og stendur Bjarni sýslumaður þar enn á höfði
í gröf sinni.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorkell, best er að skrifa í anda efnis pistla þinna. Vel líkar mér skrif þín, hafðu þökk fyrir. Kveðja Sigþór
Sigþór Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.