ÞAÐ SEM BÆJARSTJÓRINN Í EYJUM LÉT ÓSAGT.

 

 

2214983412_b22bd6b1b8
Friðarhöfnin og Vinnslustöðin í Eyjum.

 

Ég eins og svo margir hér í Eyjum,  veltir maður því fyrir sér  hversvegna í

ósköpunum

núverandi ríkisstjórn skuli voga sér að "áætla" að skera hér niður fjármagn til

sjúkrahússins í  Ve. eins og raun ber vitni um í fjárlögum?

Bæjarstjórinn okkar, hann Elliði Vignisson fjallaði ágætlega um þetta niðurá Stakkó

á föstudaginn.

Og hann notaði það "sálfræðitrikk" enda maðurinn sálfræðingur, að sínir flokksmenn

ættu nú,

 kannski pínulitla sök á hvernig komið væri. 

 Þannig er kannski hægt að tala á

fámennum fundi í "Byrginu" en ekki við rúmlega 20 % bæjarbúa.

Ég segi bara við bæjarstjórann, 

  að hann ætti bara að vera svo heiðarlegur og segja

okkur bæjarbúum,  að það var fyrir hans  pólitíska litróf og félaga,  sem urðu til

þess að fólk safnaðist saman á Stakkó til að mótmæla  niðurskurði fjármagns

til Sjúkrahúss Vestmannaeyja,

það er sannleikur málsins og nóg um það.

 

 

Bæjarstjórinn kom einnig inn á svokallaða fyrningaleið.

Ég sjálfur er ekki mikið inn í þeim málum,  en ég skil þegar skellur í tönnunum,

því ég man svo langt, eða fyrir 3 ár síðan,  þegar bræður tveir vildu kaupa stærsta

hlutann í Vinnslustöðinni.

Mér þykir bæjarstjórinn og fleiri oft gleyma því,  að útskýra fyrir okkur

bæjarbúum þá sögu og þá endalok hennar, ef þeim bræðrum hjá Stilla ehf hefði nú

tekist ætlunarverk sitt,

sem sagt að fá í hendur kvótann sem Vinnslustöðin hafði og hefur á sínum snærum,

hvernig bæjarfélagið okkar hér í Eyjum  liti út í dag?

 

Nei, 

 við vorum svo heppnir Eyjamenn,  að það voru góðir og ábyrgir aðilar,

sem létu ekki glepjast gagnvart gylliboðum

 þeirra bræðra, því þeir hefðu farið með meirihluta kvótans úr bænum, eins og þeir

sjálfir fullyrtu um.

Þess vegna er ég alveg undrandi, þegar bæjarstjórinn og hans félagar

skuli ennþá tala fyrir óbreyttri fiskveiðistefnu, vitandi um þá vá og stöðu

sem bæjarfélaginu er búið að óbreyttri stefnu í þeim málum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elliða skil ég vel.  Hann er bara að gæta hagsmuna þeirra er skópu frama hans. 

Vestmannaeyinga og aannað landbyggðarfólk skil ég verr.  Áttar það sig ekki á að í núverandi kerfi hangir þung öxi í þunnum þræði yfir höfðum þeirra.  Nokkrum ríkisbubbum er í lófa lagið skera á þráðinn hvenær sem þeim hentar. 

Heldur fólk visrkilega að meiri hætta sé á ferðum ef þessu er stjórnað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum?

núman (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 17:39

2 identicon

hvernig í veröldinni skópu þeir frama hans ?  Held frekar að Elliði sé að gæta hagsmuna Vestmannaeyja eins og hann gerir ávallt.

kongur (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 21:57

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég er ekkert að efast um að Elliði sé allur af vilja gerður fyrir Eyjarnar,  en hann getur ekki hvítþvegið sig né félaga sína í "flokknum"  af þeirri nöturlegu staðreynd,  að hafa komið Íslenska ríkinu í þrot.    Því er komið sem komið er, niðurskurður og skattahækkanir af óráðssíu þeirra félaga,  Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undanfarna tvo áratugi. 

Þorkell Sigurjónsson, 10.10.2010 kl. 22:34

4 identicon

Fyrirgefðu en það var ekki bæjarstjórnin sem skipulagði þennan fund heldur við nokkrar áhugasamar stelpur um velferð spítalans og um leið okkar heimabyggðar. Ég veit ekki til þess að nein okkar sé skráð í einn eða neinn flokk. Það er alveg óþolandi þegar fólk eins og þú getur ekki séð neitt öðruvísi en út frá pólitík. Finnst þér kannski í lagi að loka spítalanum hérna af því að það er sjálfstæðisflokkurinn sem er við völd hérna?

Mér finnst líka skrítið aðþú þurfir að tala þetta niður, við vorum eins og flestir bæjarbúar sem mættu að sýna samstöðu með fólkinu sem vinnur á spítalanum og láta vita að við séum ekki sátt við þessa fyrirhuguðu sparnaðarleið sem um leið kippir algjörlega undan okkur fótunum því það er bara einfaldlega þannig að ungt fólk flytur ekki hingað ef það er ekki spítali hérna og þar með öryggi fyrir börnin þeirra.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 12:20

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ágæta Auðbjörg.  Ég er ekkert síður en þú þess meðvitaður um það áfall fyrir Eyjarnar, ef tillögur um niðurskurð ná fram að ganga.  Ég er ykkur einnig þakklátur fyri framtakið að mótmælunum á Stakkó. Ég veit auðvitað ekki hvaða flokk hver og ein ykkar tilheyrir en þið,  að mínu áliti voruð svo seinheppnar að fá hinn rammpólitíska bæjarstjóra sem framsögumann á Stakkó,  sem litaði ræðu sín sterkum pólitískum lit, því miður.   Ég er búinn að lifa og eiga hér heima í Eyjum í 68 ár og hefi upplifað margar bæjarstjórnir, og ég get alveg upplýst þig ágæta Auðbjörg um,  að hún, núverandi bæjarstjórn er með þeim skárri,  sem hér hafa ríkt. Að ég sé að tala niður aðgerðirnar á Stakkó á föstudaginn, vísa ég alfarið til föðurhúsanna. Í lokin árétta ég það, að ef fólk svo almennt hefði ekki í gegnum tíðina, kosið Sjálfstæðisflokkinn undanfarna áratugi,  aðal arkitektinn af hruninu,  þá hefði kannski ekki þurft að hafa fyrir mórmælafundinum á Stakkó á föstudaginn.  Með bestu kveðjum til þín, Auðbjörg og áhugasömu stelpnanna.    

Þorkell Sigurjónsson, 12.10.2010 kl. 12:55

6 identicon

Eins og ég sagði áður þá erum við einfaldlega ekki í flokkum og þetta var ekki pólitískt. Ég hef t.d. aldrei tilheyrt flokki og sé mig ekki virka í neinum einasta. Við fengum fulltrúa frá bænum til að koma og eins og þú kannski veist eru þeir pólitískir en eins og þú líka veist þá eru það þeir ásamt þingmönnunum okkar sem þurfa að berjast fyrir okkur. Eygló kom og hélt einnig ræðu eins og þú kannski veist en eitt sem þú kannski ekki veist er að Öllum þingmönnum suðurkjördæmis var boðið að koma. Þetta var nú ekki pólitískara en það, þ.e.a.s. það átti ekki að halla á neinn...

 Við held ég verðum að hætta að horfa á hlutina út frá þessu þrönga flokkspólitíska sjónarhorni og fara að standa saman. En og aftur er hjakkast á því hverjir komu okkur í þessi spor, VIÐ VITUM ÞAÐ ÖLL. Því verður því miður ekki breytt en hvernig í veröldinni ætlum við að koma okkur upp úr þessu, það er það sem ég hef áhuga á og meirihluti þjóðarinnar.

 Annars þá erum við bæði sammála um það að bjarga verður spítalanum okkar ;)

Auðbjörg (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 22:58

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Já Auðbjörg,  við erum sammála um að verja sjúkrahúsið og heilsugæsluna og störfin sem því fylgir.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 13.10.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband