GAMLAR MYNDIR ÚR EYJUM.

 

 

img124
Eins og menn muna voru þetta vinnubrögðin við löndun á öllum fiski,
hér áður fyrr.

 

img119
Hér er unnið við syðri hafnargarðinn 1938. Á þeim  stað sem stafakirkjan stendur á
Skansinum í dag.

 

img128
Dansi dansi dúkkan mín, gæti Árni Johnsen verið að segja
við hana Fjólu Einarsd." Hver töltir í hælinn" á Árna er óþekktur,
en sá með gleraugun er Kristján Linnet.

 

img120
Alltaf gaman á þjóðhátíð,  árið 1945-50?

 

img122
Bekkjabíll rétt við Hástein og alveg troðfullur.  Furðulegt að aldrei skyldu verða slys,
eða teljandi óhöpp í kringum bekkjabílana?

 

img121 
Hér er annar á leið í Dalinn.  Stendur fyrir framan pósthúsið og Samkomuhúsið.

 

img127
Hótel HB og núverandi stjórnsýsluhús.

 

img123
Takið eftir skútunum frá Færeyjum?  Við peyjarnir sníktum oft" beinakex",
af Færeyingunum. Það voru kexkökur þvermál ca.10-12 cm. og alveg glasharðar.
Ekki var laust við að maður væri pínu hræddur við Færeyingana, því sagt var
að þeir tækju stráka í beitu, þá helst rauðhærða. Líklega hefur þetta verið einskonar
viðvörun frá foreldrunum til að koma í veg fyrir að við værum að flækjast í skútunum.
Alltaf voru Færeyingarnir ljúfir og góðir karlar.

trimg129


Jóhann Gíslason ásamt óþekktum afgreiðsludömum við KF. Drífanda

img126
Kýr á beit við Dalabúið.  Bærinn átti og rak þarna 50 kúa-bú í mörg ár.

 

img125
Söguleg mynd?  Presturinn að koma frá Ofanleiti,
sem var prestsetrið í gamla daga.
Ef myndin er frá 1940, þá er presurinn, Sigrjón Árnason. Hann skírði bloggara síðunnar.
Sigurjón var mágur Halldórs Kolbeins,  sem var einnig  prestur okkar hér í Eyjum.

 

img131
Bíó-útstillig í glugga Kaupfélags VE Kondidorið hans Bergs í dag. Nokkru seinna voru bíómyndaútstillingar
í gluggum versl.  Frú-Gunnlaugsson, sem var nokkrum metrum neðar í Bárugötunni.

 

img135
Blessaður drengurinn hann Kjartan Másson frá Valhöll.

 

img134
DC 3, Douglasinn á Vestm. flugvelli. Farþegar og áhöfn.

 

img133
Það hefur þótt matur fyrir flugáhugamenn að vera með tvær ´véla á sama tíma.
hérna á vellinum.

 

img132
Satt að segja þekki ég ekki þessar fluvélagerðir,
en ég man eftir einn flugferð ásamt móður minni frá Rvk. og við vorum
aðeins tvö í vélinni.  Svo kalt var í henni, að flugmaðurinn bauð okkur
mömmu að koma framí til sín, því að þar var hlýrra. Sennilega var það
árið 1947.

 

img136
Anna Friðbarnardóttir ásamt elsta syni sínum, honum
Atla Ásmundssyni, blessaður drengurinn.

 

img137
Hvítasunnu-söfnuðurinn á árunum áður.

 

img130
Jólatrés-skemmtun í Akóges 1949.

 

img097
Laufás, Vatnsdalur og þurrkhúsið neðst til hægri.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært Keli takk fyrir

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 13:16

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll vinur. Þetta eru frábærar myndir sem ýfa upp gamlar minningra þótt ekki sé ég Eyjamaður. Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 23.10.2010 kl. 18:49

3 identicon

Takk Keli.

Enn og aftur frábærar myndir.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 21:27

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Þorkell, mikið hef ég gaman af því að skoða hvernig mannlífið var áður en ég fæddist, hafðu þökk fyrir.

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 22:30

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Keli, gaman að skoða þessar myndir. Það er merkilegt hvað þessar gömlu myndir eru skýrar.

Takk fyrir og kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.10.2010 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband