6.11.2010 | 14:31
JÓN SINNEP.
Það hefur verið mér nokkuð hugleikið,
að skyggnast inn í líf landans.
Þá helst þeirra sem á einn eða annan hátt, hafa bundið hnúta lífshlaupsins,
öðrum hnútum en almennt gerist.
Þar má til nefna,
Jón Sigfússon Bergmann, betur þekktur á árunum áður sem,
Jón sinnep.
Hann var Austfirðingur, fæddur 1874 og dó aðeins fimmtugur að aldri árið 1927.
Ekki er ætlunin að hefja hér langa eða ítarlega frásögn af lífshlaupi Jóns,
en ekki er mögulegt kappanum að kynnast, nema stikla þar á stóru.
Aðeins einn vetur var Jón í námi í Flensborgarskólanum og er þá upptalin hans
skólaganga.
Tuttugu og sjö ára giftist Jón og átti með konu sinni eitt barn.
Sambúðin varð fremur stutt, og átti Bakkus sjálfsagt þar hlut að máli.
Ýmislegt starfaði Jón.
Var nokkur ár í siglingum, aðallega milli Fleetwood og Ameríku, einnig á Enskum
togurum.
Í þessum ferðum sínum, glataði hann ferðakistu sinni, sem hafði að geyma flest
af því, sem Jón hafði skrifað og margt af því hvergi til nema þar.
Lögregluþjónn var hann tvö ár í Hafnafirði og síðustu 12 ár ævinnar,
stundaði hann sjó, kennslu, bóksölu og skriftir.
Jón var tveggja manna maki af afli og harðfenginn.
Andlegt atgervi hans lýsa vísurnar best, sem hann orti.
Lítið kver,
"Ferskeytlur og farmannsljóð gaf dóttir hans, út árið 1949 og lýsa
frábærum skáldskapargáfum Jóns.
Fátækur var hann alla ævi að veraldlegum fjármunum, svo fátækur,
að hann átti sjaldan föt til skipta.
Sögur hafa verið sagðar af Jóni sinnepi og eina þeirra rakst ég á í gömlu blaði.
Þar segir, að Jón og tveir félagar hans örkuðu um götur Akureyrar.
Jón var með koffort á bakinu, annar með hjólbörur, sem hinn þriðji sat í.
Fóru þeir kveðandi um götur, en stönsuðu við og við og fengu sér brennivínssopa.
Þegar stansa skyldi kallaði sá, sem í hjólbörunum var:
"stopp kúsk"! samtímis var stansað af þessari skringilegu þrenningu,
og allir settust á koffortið hans Jóns,
og drukku af stút og báru sig konunglega.
Síðan var haldið af stað í fylgd barna og unglinga, sem þótti þetta skemmtileg
nýlunda.
Önnur saga að norðan var á þá leið, að Jón kom sönglandi með höfuðfat sitt
í hendinni og sjáanlega í góðu skapi.
Á móti honum kom nú amtmannsfrúin gangandi í sínu fínasta pússi.
Vindur Jón sér að henni eins og örskot og hrækir á frúna og mun hrákinn hafa lent á
brjósti hennar.
Rak hún upp hátt vein, en Jón þaut gólandi út veginn.
Undir stiganum í Unuhúsi var afþiljað skot, sem venjan var að geyma sópa og
skolpfötur.
Í þessu svartholi undir stiganum, bjó Jón sinnep um tíma.
Eins og fram hefur komið var Jón drykkjumaður og þegar hann var ofurölvi
skreið hann á fjórum fótum dimmt sundið við Unuhús og í afdrepið undir stiganum.
Fátæktin og Bakkus voru hans fylginautar og þessvegna átti hann aldrei,
fast heimili
Eins og fram hefur komið var Jón sérlega hagmæltur og því við hæfi,
að birta nokkrar ferskeytlur eftir hann;
Margt af heimskra manna dóm
mér var aldrei hlífið,
hef ég þó með krepptum klóm
komist gegn um lífið.
Þegar háar bylgjur böls
brotnuðu á mér forðum,
kraup ég þá að keldum öls,
kvað í fáum orðum.
Hvorki víl né vonasvik
verður hjá mér skrifað;
ég hef alsæll augnablik
ást og víni lifað.
Mammon ýmsu kom í kring,
-krónan margan svíkur,-
enda er kominn inn á þing
okrarinn "sem slíkur".
Það er eins og andleg pest
eyrun gegnum skríði,
þegar ég á pokaprest
predikandi hlýði.
Mikil þingsins ábyrgð er,
eins og stendur skrifað,
verði menn að "sálga sér"
svo þeir geti lifað.
Stuðst við gamalt og gott.
P.S. Það er mér ráðgáta hversvegna Jón fékk viðurnefnið "sinnep",
en ef einhverjir hafa hugmynd um það, væri gaman frá honum eða henni að heyra.
Það eina sem mér kemur til hugar, er að "sinnep" gæti vel verið eins konar
vörumerki fyrir þennan sérstæða, hrausta og kjarnyrta hagyrðing.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.