22.11.2010 | 18:26
FLAUTANDI ÞINGMANNSEFNI EYJAMANNA.
Í bókinni, "Fagur fiskur í sjó", segir Einar ríki Sigurðsson frá kynnum sínum af,
Hjalta Jónssyni betur þekktur, sem Eldeyjar-Hjalti.
M.a. segir Einar frá því, þegar Hjalti vildi verða þingmaður hérna í Eyjum:
Hjalti bauð sig eitt sinn fram til þings í Vestmannaeyjum.
Þá var hann togaraskipstjóri.
Hann lét þá gera þann umbúnað á eimpípu skipsins, að hún gat blásið ýmis lög.
Þegar Hjalti renndi inn í höfnina í Eyjum, lét hann leika á flautuna nokkur
ættjarðarlög, svo sem "Ó fögur er vor fósturjörð", Eldgamla Ísafold" og fleiri,
og skundaði síðan á framboðsfund í Gúttó.
Ekki dugði þetta þó til að fleyta Hjalta inn á þingið og ekki heldur ræður hans og
vinafjöldi í Eyjum.
Jón Magnússon, síðast forsætisráðherra, hafði verið þingmaður
Vestmannaeyinga frá 1902 til 1913, en var nú í kjöri í Reykjavík.
Karl Einarsson sýslumaður bauð sig fram á móti Hjalta og hlaut kosningu.
Ekki voru kosningabombur þá óþekkt bellibrögð.
Af Hjalta var sú saga látin berast um bæinn, að hann hefði verið að veiða í
landhelgi við Þjórsárósa kosningadagsmorguninn.
Sannarlega sniðugt uppátæki hjá karlinum, þetta með eimpípuna,
og hvort hér sé ekki komið upplagt snilldarbragt fyrir frambjóðendur framtíðarinnar.
Menn láti "mixa" umbúnað á flautuna á bíl sínum, auðvitað þá helst að það sé jeppi,
og þannig útbúnir færu þeir svo um götur Vestmannaeyjabæjar,
og spiluðu á flautuna,
nokkur vinsælustu lögin hverju sinni !
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.