8.1.2011 | 22:03
KOMINN HEIM TIL VESTMANNAEYJA..
Bloggari tekur fyrstu skóflustungu Knattspyrnuhússins 2007.
Sæl verið þið nær og fjær og gleðilegt nýtt ár!
Þá er ég loksins kominn á gamla Frón aftur og það sem meira er,
til Vestmannaeyja.
Dagurinn í dag var sérlega ánægjulegur, því dag var Knattspyrnuhúsið formlega tekið
í notkun.
Í gær kom ég til landsins úr notalegheitunum í Orlando Florida, 16-25 gráðu hita
í algjörlega andhverfu þess, 3 gráðu frost og hvassviðri í Keflavík.
Það lá við að mér féllust hendur, þegar út úr Leifsstöð kom,
svo mikill var munur blíðunnar á Florida og illveðursins,
sem tók við komuna til Íslands.
Á leið okkar í Herjólf var snjófjúk á Heiðinni og svo ryk og grjóthríð,
þegar við nálguðumst Landeyjarhöfn.
Þreytan eftir 30 tíma vöku og ferðalag frá Orlando með millilendingu í New York og
svo Herjólfur,
gátu ekki komið í veg fyrir þá sælu tilfinningu að komast að lokum,
heim til Vestmannaeyja.
Ennþá er ég þreyttur,
þrátt fyrir að hafa sofið 18 tíma eftir að ég kom heim,
svo ég læt þessar línur nægja í bili,
auðvitað verð ég svo með eitthvað bitastætt úr Ameríkuferðinni,
seinna meir.
![]() |
Nýtt fjölnota íþróttahús vígt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja Keli minn til hamingju með húsið þitt! Það voru góð skref að stíga þarna inn í dag fyrir okkur áhugamenn um bætta aðstöðu til handa iðkendum.
Gísli Foster Hjartarson, 8.1.2011 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.