ÚR EYJUM FRÁ SÍÐUSTU ÖLD.

 

 

 

Untitled
Fermingarmynd af Einari Sigurðssyni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er fróðlegt og um leið skemmtileg lesning margt af því,  sem fram kemur í bókum

Einars ríka Sigurðssonar,

sem Þórbergur Þórðarson skráði eftir honum.

Og má segja alveg hiklaust,  að þar er hafsjór efnis,úr lífi Einars og mannlífsins

héðan úr Eyjum á síðustu öld.

 

 

Aagaard var  sýslumaður í Eyjum til skamms tíma.

Hann bauð eitt sinn krökkum,  sem heima áttu kringum Norðurbæinn á

Vilborgarstöðum í súkkulaði og kökur á aðfangadagskvöld.

Margir höfðu aldrei smakkað súkkulaði fyrr og drukku yfir sig og fengu í magann.

Í Norðurbænum var útikamar,  illa festur.

Aagaard sýslumaður gekk í slopp og töflum,  þegar hann var innivið,

og þannig var hann þetta aðfangadagskvöld.

Nú fór svo að sýsli þurfti að nota kamarinn eins og sumir strákarnir.

Út fór hann á sloppnum og töflunum,  en ofsarok var á.

Þegar sýslumaður var sestur til verka sinna,  rekur á snarpa rokhviðu og kamarinn

fýkur um koll.

Sýslumaður sleppur nauðlega út með buxurnar á hælunum og missir aðra töfluna,

sem lendir undir kamrinum.

Varð honum að orði og hló að öllu saman:

Hér sannast,  að oft skellur hurð nærri hælum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Önnur saga segir frá Jes Thomsen,  sem var faktor hjá Nikulaj Thomsen kaupmanni.

Eftirsótt var að fá störf hjá verslunum við hvaðeina,

sem til féll.

Þannig var eitt skiptið,  þegar skip kom eitthvert vorið.

Meðal þeirra sem væntu þess að fá vinnu,

var Elín nokkur,  en hún var sérlega ófríð.

Ekki var hún lesin upp af blaði,  sem þeir voru skráðir á,  er taka átti í vinnuna.

Tú getur nú ekki fengið vinnu núna Elín mín, 

segir Jes Thomsen.

Þá verður Elín þetta litla reið og gellur upp:

Þú varst ekki svona,  þegar þú breiddir snýtuklútinn þinn yfir andlitið á mér,

meðan þú fórst uppá mig á fiskstaflanum í haust.

Við skulum jú ekki vera at tala um tetta Elín mín,

far tú bara at vinna.

 

 

 

 

 

 

 

 

"Gamli Jón í Gvendarhúsi gekk þar fyrstur inn" er byrjun á alkunnu kvæði úr Eyjum.

Jón var orðheppinn karl.

Hann vék sér oft að Vestmannaeyingum,

þegar þeir voru að koma frá útlöndum til þess að leita frétta.

Fyrsta ávarpið hjá Jóni:

Sástu Vogsa?

Sástu Leif?

Þetta voru tveir Eyjamenn,  sem þá voru við nám í Kaupmannahöfn og urðu síðar

kunnir borgarar hér í Eyjum, 

 Jón Wägfjörð málarameistari og Leifur Sigfússon tannlæknir.

Leifur hafði dvalið í mörgum löndum.

Hann var mikill föðurlandsvinur og dáði sérstaklega heimabyggð sína.

Hann hélt því fram,

að Kirkjuvegurinn í Eyjum,  þar sem Heimaklettur í allri sinni tign bar fyrir norðurenda

götunnar,

væri fegursta stræti í heimi.

 

Nordurkirkjuveg1940

 

En þar fór sem oftar.

Bæjarstjórnin lét sér fátt um fegurðina finnast og stækkaði gömlu rafstöðina

þvert yfir norðurenda Kirkjuvegar.

Eftir það,  gat Leifur aldrei á heilum sér tekið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband