21.2.2011 | 17:15
TIL UMHUGSUNAR FYRIR BÆJARYFIRVÖLD Í EYJUM.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Það má segja með sanni,
að Þorsteinn sé eiskonar "guðfaðir" Byggðarsafns Ve.
Það,
að ég birti hér ágæta mynd af þeim kunna manni okkar Eyjanna á árunum
áður Þorsteini Þ.Víglundssyni er einfaldlega vegna þess,
að ég komst yfir dagbók starfsmanns Byggðasafnsins hér í Eyjum
Sá, þ.e.a.s. starfsmaðurinn var Sigmundur Andrésson, betur þekktur,
sem Simmi bakari.
Hann hélt ágætis tölu árið 1987,
þegar Byggðarsafn okkar Eyjamanna var 55 ára.
Þar minnist Simmi á fyrstu skrefin, sem Þorsteinn tók og var til þess að við hér í
Eyjum eigum okkar sögu í gegnum það sem Byggðarsafninu hefur áskotnast í gegn
um tíðina.
Það er eins og Simmi segir í erindi sínu, sem hann flutti árið 1987:
Hér geta menn í huganum upplifað hvernig líf karla og kvenna, forfeðra okkar
hefur verið í gegnum aldirnar og um leið gert sér í hugarlund,
hvernig þeir urðu að bjarga sér við hin frumstæðustu skilyrði, bara til þess að draga
fram lífið.
Þar með hljóta vonandi flestir að vera sér meðvitaðir hvers virði hverju byggðarlagi
og hverri þjóð að varðveita sögu sína og menningu.
Í safninu eru nokkrir jarðneskir munir, sem
Sigurbjörn Sveinsson átti og notaði á meðan hann lifði.
Sumir hafa kallað hann: Spekinginn með barnshjartað, eins og H.C. Andersen.
Sigurbjörn mun vera fyrsti heiðursborgari Eyjanna, og það var hann sem orti
hinn undurfagra þjóðsöng okkar Eyjamanna;
"Yndislega eyjan mín."
Hann strengdi þess heit, að skrifa 100 ævintýri fyrir börn áður en hann yrði allur,
og stóð við það.
Þess má einnig geta, að Þórhallur nokkur Gunnlaugsson sem var hér símstöðvarstjóri
í áraraðir.
Hann steig á stokk og kallaði til þess allar vættir er honum mættu til hjálpar koma,
og strengdi þess heit að lifa í 100 ár,
eða liggja dauður ella.
OG,
þetta gekk einnig fram hjá honum, því hann varð eitthvað í kring um
áttrætt er hann dó, geri aðrir betur.
Stundum þegar ég var að segja, 10-12 ára börnum frá Sigurbirni og ævintýrum hans,
þá fannst mér sem þau hafi ekki heyrt mikið um hann né lesið eftir hann og þau
þekki til sagna hans og bóka.
Myndlistamaðurinn okkar Engilbert Gíslason,
sem gerði myndina frá Tyrkjaráninu,
þar sem segir frá því er Tyrki (Alsírbúi) hafi komið að konu sem var að ala barn,
en þá var einsog einhver strengur hrærðist með honum og finnur til með konunni,
breiðir yfir hana skikkju sína til að hlúa að henni.
Annar myndlistamaður Kristinn Ástgeirsson,
fyrsti "navílistamaður" okkar hér í Eyjum hefur málað frábærar þjóðlífsmyndir,
sem sýna okkur vel hvernig öll vinna við að koma aflanum á land fór fram,
eftir að komið var af sjónum.
Hvernig bátarnir voru útbúnir við veiðarnar, og hvernig umhorfs var í sandi áður en
nokkur bryggja kom og allan afla varð að bera á höndunum.
Maður sér hvernig konurnar bera eða draga að nokkru leiti fjóra fiska í einni ferð.
Sérstakir krókar voru notaðir við þennan fiskburð og var hægt að hafa tvo fiska
á hvorum krók.
Minni krókar voru fyrir börn og unglinga.
Þetta sem ég hefi hér sett á þrykk eftir Simma bakara,
og hann flutti á afmæli Byggðarsafns Eyjanna árið 1987,
finnst mér ekki eiga síður við í dag, heldur en fyrir 24 árum síðan.
Það er staðreynd;
"að ekkert byggðarlag og allra síst hér í Eyjum, hefur á nokkurn hátt efni á,
að vanrækja þá sögu og menningu,
sem varðveist hefur,
í Byggðarsafninu okkar hér í Vestmannaeyjum..
Það á einnig við um fjölmargt fleira í eigu bæjarfélagsins,
eins og listasafnið, sem telur fleiri hunduð verka..
"Það er þyngra en tárum tekur" að horfa uppá það,
að munir í eigu byggðarsafnsins skuli innpakkaðir í plast og settir til geymslu í
óupphituðu og afdönkuðu frystihúsi.
Það er til skammar fyrir okkar góða samfélag hér í Eyjum.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Þorkell þetta er góður pistill hjá þér og ég tek undir hvert orð sem þar kemur fram. Þetta hefur verið löstur okkar Eyjamanna að varðveita ekki þessa gömlu hluti sem eru jú mikil verðmæti. Einn góður Eyjamaður sagði mér um daginn að hann hefði gefið marga ómetanlega hluti til byggðarsafnsins fyrir nokkrum árum. Það var vel tekið á móti þeim og honum þakkað fyrir. Einhverjum árum seinna frétti hann af þeim á sorphaugunum. Hann spurðist þá fyrir um það hvers vegna þeim hafi verið hent. Og svarið var : "EKKERT PLÁSS fyrir þetta dót".
Við eigum eins og þú reyndar gerir, að halda á lofti nöfnum þessara manna sem komu byggðarsafninu á fót, þar skal fyrstan nefna Þorstein Viglundsson skólastjóra og það má líka hafa hér með Eyjólf Gíslason skipstjóra.
Ég les öll bloggin þín Keli, þó ég setji ekki oft athugasemd. Ég hef gaman að lesa það sem þú ert að blogga, sertakleg þetta frá gamla tímanum.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.2.2011 kl. 23:09
Heill og sæll
Þakka góðar greinar hér á netinu. Góð grein um Þorstein og Byggðasafnið. Saga Þorsteins Þ Víglundssonar í Vestmannaeyjum er merkileg saga, ekki hvað síst barátta hanns fyrir menntun Eyjamanna. Þar gekk á ýmsu sem ekki er alltaf verið að tala um. Hann vann þar þrekvirki og þurfti oft að fara á móti staumnum, þótt ótrúlegt megi virðast. Hann var líka einn af stofnendum Sparisjóðsins í Vestmannaeyjum, reyndar aðal drifjöðurin þar. Ég held að það væri mikið þarfaverk að skrifa bók um Þorstein Þ Víglundsson. Hann var að mínum dómi mjög merkur maður.
Kjartan Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.