UM FRÆGAN VASAHNÍF OG Á ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM.

 

 

Vasahnífur Eyjóls frá Fjósum
Vasahnífur Eyjólfs í Fjósum. Hann var gerður úr
þremur efnum, járni (stáli) silfri og mahogny.
Blöðin eru þrjú,  mismunandi að stærð. Krókur sem Eyjólfur notaði
til að kraka úr hófum, korktrekkjari, þá alir tveir.
Flísatöng og tannstöngull, einnig blóðbíldur til að taka
blóðtöku stórgripa.

 

 

 

 

Langt er síðan ég heyrði fyrst getið um hníf Eyjólfs,  segir Þórður Tómasson

safnavörður í Skógum,  einnig hvernig hann komst í hendur hans.

Það skeði í ársbyrjun 1973 að ég stóð við dyr hússins Þingeyri við Skólaveg í

Vestm.eyjum.

Vingjarnlegt bros frá henni Guðrúni Eyjólfsdóttir frá Fjósum mætti mér.

Það var gott að þú komst,  því hnífurinn hans föður míns á hvergi heima,

en á safninu í Skógum.

Jóna eldri systir Guðrúnar var láti,  þegar þetta var 1973,  en þær systur fluttu

1960 til Eyja frá Fjósum.

Jóna var einnig listasmiður eins og faðir hennar og eru gripir á safninu í Skógum,

sem hún smíðaði.

 

 

 

 

 

Þegar ég var peyi í sveit fyrir 58 áru síðan,  eða árin 1953-4-5-6 þá var það í

Neðradal, Mýrdal,  en á milli bæjanna Neðradals og Fjósabæjarins var örstutt.

 

keli og magnús


Hér má sjá bæinn Fjós í baksýn,  en ég og bóndinn í Neðradal eru hér
að vinna við að ná heyi saman.

 

 

 

Fyrsta sumarið mitt í Neðradal,  þá var sumardrengur í Fjósum, Magnús Jónsson,

bróðir Sigurjóns apótekara hér um árabil.

Var hann, Sigurjón  einnig á þessum árum hjá Guðjóni í Stóra-Dal,   ca. ein

fótboltavallarlengd var á milli þeirra bræðra.

Annað sumarið mitt í Neðradal var Kjartan vinur minn Guðfinnsson,  sem lést á s.l. ári

langt um aldur fram.

 

Kjartan látinn
Kjartan Guðfinnsson tengdasonur Sigga á Freyjunni.

 

 

 

Oft heyrði ég um það rætt,  hversu Eyjólfur í Fjósum hafi verið mikill hagleiksmaður,

og svo Jóna dóttir hans.

Það sem ég man af systrunum var m.a., þegar þær áttu erindi til Víkur.

Þá gengu þær út dalinn með 3-4 metra  millibili og töluð mjög hátt,  svo vel mátti

greina.

Ekki virtust þær alltaf sammála og heyrðu fremur illa,  svo þeim lá þessvegna

sjálfsagt hátt rómur.

 

Eitt sinn er ég átti erindi að Fjósum fyrir húsbónda minn,

var mér boðið inn í bæinn.

Inni var var allt sérlega hreinlegt og snyrtilegt.

Ekki var bakkelsið,  sem á borð var borið fyrir mig neitt "slor".

Hvít lagterta með rabarbarasultu og margar gerðir af smákökum.

Þessu renndi ég niður með ískaldri nýmjólk af bestu list.

Þakklátur var ég systrunum fyrir góðgerðirnar,  því á þessum árum í sveitinni var

maður látinn vinna

eins og orkan leyfði og þessvegna alltaf svangur.

 

Kjartan og Kuti
Kjartan ásamt hundinum í Neðradal honum Kuta.
Vatnið í baksýn er Oddnýjarvatn, eðaTjörn.

 

 

 

Einu sinni kastaðist í kekki millum mín og annarrar systurinnar,  Jónu.

Það var þegar við Kjartan ákváðum að fara á Þjóðhátíð heim til Eyja.

Ég kom að morgni laugardags til að ræsa Kjartan og bankaði á glugga,  sem ég vissi

að Kjartan svaf undir.

Birtist þá ekki Jóna í glugga,  sem út að hlaðinu snéri og byrjaði að hundskamma mig

og vandaði mér ekki kveðjurnar.

Sagði að best hefði verið að skvetta úr hlandkoppnum yfir mig,  fyrir það

að draga hann Kjartan til Eyja,  og það um hásláttinn.

Ekki létum við vinirnir slá okkur út af laginu, hvorki Jónu,  húsbændur okkar og

héldum okkar striki.

Fórum svo frá Skógarsandi með flugvél,  en þangað var áætlun á sumrin á þessum

árum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband