SÉRSTÆÐASTI MAÐUR EYJANNA, FYRR OG SÍÐAR?

 

 

 

Hjörsi
Hjörtþór Hjörtþórsson.

 

 

 

 

 

 

Hjörtþór Hjörtþórsson,

eða Hjörsi eins og hann var nefndur í daglegu tali,  setti mikinn svip á bæjarlífið

hér í Eyjum fyrr á árum.

Þetta segir í grein eftir Árna á Eiðum í sjómannablaði Vestm.eyja fyrir nokkrum áru

síðan.

Og áfram heldur Árni með frásögn sína af þessum sérkennilega Eyjamanni:

 

 

 

 

Á þessum árum bjó hann í kjallaranum á Sólheimum rétt ofan við Strandveginn.

Nær daglega kom hann í beituskúrinn til okkar beitustrákanna á mb.Helgu,  enda stutt

fyrir hann að fara.

Beituskúrinn stóð þar sem Ísfélagið er núna.

Hjörsi var hinn ræðnasti og gaman að spjalla við hann,  en í miðju samtali átti hann

það til,  að snarast út án þess að kveðja.

Næsta dag lét hann sem hann sæi okkur ekki ef við rákumst á hann.

Hjörsi var óáreitinn við náungann,  en lét engan vaða ofan í sig og gat þá verið

snöggur upp á lagið.

 

 

Hjörsi var hvað frægastur fyrir hinar ógurlegu snýtur sínar.

Svo mikið tók kappinn á,   að hann varð eldrauður í andliti  og tútnaði út við átökin.

Þetta þótti með svo miklum ólíkindum að rétt þótti að athuga geðheilsu hans og því

var brugðið á það ráð,  að senda Stebba pól með hann til Reykjavíkur svo geðlæknir

gæti litið á hann.

Ekki segir af ferðum þeirra félaga þar til þeir mæta í viðtal hjá lækninum.

Nú tók læknirinn að spyrja Hjörsa spjörunum úr og fékk greið svör við öllum

spurningum,   sem hann færði inn á til gerða skýrslu.

Allt í einu spyr Hjörsi hvort hann megi snýta sér.

Læknirinn kvað það sjálfsagt,

slíkri kurteisi átti hann ekki að venjast.

Hjössi vandaði nú vel allan undirbúning og svo kom þruman - og þvílík ósköp!

Læknirinn sem var niðursokkinn við skriftirnar,

brá svo að hann spratt upp af stólnum og spurði hvað annars gengi á.

Hjörsi var fljótur að svar og sagði:

Hvað er þetta maður,

ertu eitthvað slæmur á taugum?

Þú ættir að láta líta á þig.

Nú varð skjótur endir á viðtalinu.  Hann kvað Hjörsa ekkert erindi eiga inn á spítala,

hann sá í gegnum stráksskapinn hjá honum,

enda hafði Hjörsi gott skopskyn.

 

 

 

 

Eitt sérkenni Hjörsa var hversu heitfengur hann var.

Daglega klæddist hann nankinsjakka og buxum,  skyrtulaus,  aðeins í bol og oftast

berfættur í skónum.

Nokkuð fékkst hann við að róa og ekki var hann betur búinn í þessar sjóferðir

Sjóklæðin voru samtíningur.

Ég man eftir honum í regnkápu og hálfháum stígvélum,  ekki virtist kuldinn angra hann.

 

 

 

 

Það var eitt sinn að vorlagi að Hjörsi réri með Manga á Hrafnabjörgum á litlum dekkbát

sem hét Krummi.

Þegar Krummi rennir upp með Bæjarbryggjunni að vestan tókst ekki betur til en svo,

að báturinn tók niðri að framan,   en  stórstraumsfjara var.

Við þetta kom mikill halli á bátinn svo að stærsta langa,   sem ég hef augum litið,

rann út um rekkverkið og ofan í djúpan pytt,  sem var fyrir aftan bátinn.

Það merkilega skeði að langan stóra fannst ekki hvernig sem leitað var,

en búið var að slægja hana svo hún flaut ekki.

Þetta var grátbroslegt því þarna fór stór hluti aflans þann daginn.

 

 

 

Ég læt lokið þessum hugleiðingum um sérstæðan mann,  sem fór eigin leiðir,

en kryddaði upp á mannlífið í Eyjum á þeim tíma.

 

Hjörsi í leikfimi
Hjörsi bregður á leik,  hann kunni ýmislegt fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Keli,Hefur þú einhver einkarétt á þessum myndum,ef svo er þá áttu að taka það fram,ég var búin að leita að þeim lengi, þegar eg sá þá hjá þér þá þer notaði tækifærið,þú þarft ekki að fara í fílu,kv

þorvaldur Hermannsson, 26.3.2011 kl. 23:13

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður Þorvaldur.  Nei, nei engin fýa hér á bæ.  Ég er að fá þessar myndir sem ég nota með bloggi mínu allsstaðar frá,  þannig að ég á ekki eitt né neitt.  Þér er Þorvaldur minn,  velkomið að taka þær myndir sem þér lystir héðan af blogginu mínu.  Kveðja. 

Þorkell Sigurjónsson, 27.3.2011 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband