25.3.2011 | 18:56
PRAKKARASAGA FRÁ EYJUM.
Vestmannaeyjar árið 1938.
Við virðum fyrir okkur mynd frá löngu liðnum tíma og
endurminningarnar vakna hver af annarri.
Hús í röð við beinar götur, þar sem við áttum heima.
Hvítar breiður af saltfiski, þar hófst þátttaka margra í atvinnulífinu.
Garðlönd með gómsætum rófum. Þetta var vettvangur okkar
og lífið var áhyggjulaust. Við sjáum skólann okkar, einnig kirkjuna
þar sem við fermdumst. Svo tók alvaran við með unglings- og
fullorðinsár.
Prakkarasaga:
Þannig var ástatt um hagi mína, sem unglings í Eyjum að ég átti heima fyrir utan
bæinn og var einn af mörgum systkinum, sem enga fyrirvinnu höfðu.
Oft var þröngt í búi og peningar sáust vart.
Stundum gátum við selt fisk og lifur sem aflað var ókeypis.
Fyrir þá peninga keyptum við bræður skólabækur og stundum mat.
Eitt haustið var óvenju þröngt í búi.
Það var búið að vera tros á hverjum degi, lengi og normalbrauð og makarín með
kaffinu á sunnudögum.
Á leið okkar í bæinn var hænsnakofi, sem gamall karl átti og tilheyrði kannski Skuld,
London eða París.
Þangað fórum við að venja komur okkar til að næla okkur í egg.
Fyrst í stað var nú lítið af eggjum, en einn daginn var nokkuð meira að hafa.
Í flýti reyndum við að sópa saman nokkrum eggjum og mikill hamagangur í okkur
við það, því helv... læti voru í pútunum og enginn friður.
Samt náðum við allmörgum eggjum og flýttum okkur út og földum okkur þar rétt hjá.
Í því sjáum við að sá gamli kom kjagandi með fötu með einhverju æti fyrir púturnar
sínar.
Karlinn var tölverðan tíma inni í kofanum og heyrðum við hann tautaði fyrir munni sér,
þegar út kom,
hvað hænurnar væru lélegar í varpinu.
Þegar karlinn var farinn þorðum við fyrst að rétta úr okkur og gengum í hægðum okkar
í bæinn, því við ætluðum að selja eggin í versluninni Geysir,
hjá verslunarmanni, sem við könnuðumst við og kallaður var
"Jói rúsína", en hann hafði oft lánað mömmu okkar þegar hún var í vandræðum,
og hann vissi að hún átti hænsni.
Jói ásamt tveimur innanbúðardömum.
Jói var mikill knattspyrnumaður og í Þór, og við bárum virðingu fyrir honum.
Það var frekar fátt um manninn eins og endranær og Jói viktaði eggin og bogaði okkur
5 til 6 krónur.
Síðan flýttum við okkur út.
En er við vorum við dyrnar heyrðum við að hann rak upp öskur mikið,
veifaði til okkar með einu egginu, sem mun hafa verið gleregg og haft í bæli
hænsnanna til að þær verptu betur.
Við tókum til fótanna og flýðum eins og fætur toguðu og komumst burt án meiri
truflunar.
Bátarnir voru að koma að og sníktum við okkur í soðið og héldum svo heim á leið.
Raggi í Steini og Keli í Ártúni á prakkaraárum sínum.
Við sneiddum framhjá Geysir og Jóa rúsínu og mamma okkar var ekki vond og virtist
ekki hafa frétt af tiltæki okkar.
Daginn eftir og reyndar langan tíma á eftir vorum við hræddir um að nú myndi
Stebbi pól koma og taka okkur og setja í tukthúsið.
Hann kom aldrei og mamma talaði aldrei um þetta.
En mikið vorum við þakklátir Jóa rúsínu fyrir að kæra okkur ekki.
Seinna hafði ég lúmskan grun um,
að Jói hafi haft gaman af þessu atviki.
Útlagar í sextíu ár. Grein svolítið stytt.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 250246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.