SKEMMTILEGT FÓLK Á SIGLÓ ?

 

 

Sigló
Setið á síldartunnu á Sigló.

 

 

 

Góð og skemmtileg bók um lífið og tilveruna á Sigló á síðustu öld.

Frásagnir af  mætum mönnum og sérstæðum eru lifandi, skemmtilegar og fróðlegar

aflestrar.

Sýnir aðeins,  að víðar en hér í Eyjum er og var til fólk sem setti sinn svip á

bæjarlífið í smærri samfélögum úti á landsbyggðinni.

Hér eru nokkur sýnishorn úr bókinni,

Svipmyndir úr  síldarbæ:

 

Saga sögð af af Vagga í Bakka,  sem var í siglingum og sagði sögur af eigin

ævintýrum:

"Ég átti kærustu í öllum stærstu hafnarborgum heims.

Sú fegursta og fjörugasta var brasilísk.

Í einum túr til Ríó vorum við saman heila nótt og þegar við gerðumðað í átjánda

skiptið þá kom bara úronum loft."

Annar góður var Hannes Beggólín.

Hann átti um skeið trillu og hafði aðstöðu í Bátastöðinni.

Einn af vinum hans, drykkjubróðir og trillukarl,  var Bjarni Bjarnason.

Kona hans var Sigga Bjarna sem var móðir Dóra Siggu Bjarna.

Sigga var fræg í bænum fyrir að hafa sagt við son sinn,  þennan stóra 15 ára dreng

sem hafði ráðið sig á togara:

"Í háskóla skaltu,  helvískur,  ekki vanta þig gáfurnar!"

En einhverju sinni snemma morguns heldur Bjarni að heiman með nesti sitt og ætlar

á sjóinn.

Á leiðinni suðurá bryggju lítur hann við hjá Hannesi á Bátastöðinni og verður að ráði

að þeir splæsa í flösku.

Og þarna sitja þeir inni í beitningarplássinu og spjalla og þeim líður vel.

Siggu varð hins vegar órótt heima og hafði grun um að Bjarni væri eitthvað að svíkjast

um.

Og þessi smávaxna en skapstóra kona arkar suðrí Dokk.

Og þarna liggur báturinn Bjarna bundinn í góða veðrinu og ekkert bólar á

sjómanninum.

Lá þá beinast við að kíkja inn hjá Hannesi Beggólín því hvar annars staðar gæti

hann alið manninn?

Þeir sjá hins vegar hvar sú stutta kemur siglandi á fullu stími og er ekkert annað

til ráða fyrir eiginmanninn en að fela sig í skyndi úti í horni bak við stæðu af

línubölum.

Sigga rífur upp hurðina og hrópar:

Hvar er Bjarni?

Ekki er hann hér svarar Hannes.

O víst,  ætli ég þekki ykkur ekki!

Grípur þá Hannes riffil sem hékk uppi á vegg,  hleður í skyndi og hvæsir á Siggu:

Ef þú hypjar þig ekki í burtu í hvelli þá skýt ég þig.

Og þegar hann sér að kella ætlar ekki að láta sig þá hleypir hann af upp í loftið

og með það sama er Sigga tekin til fótanna og horfin.

Heyrist þá mjóróma hljóð úr horni:

"Lá'ún?"

Eftir þessa stuttu nauðvörn héldu þeir áfram góðlátlegu spjalli í indælli

hitamollu beitningaskúrsins.

Þessi síðasta frásögn er um ágætis fólk,  sem margir þekkja og kannast við,

þar sem þau fluttu hingað til Eyja laust eftir 1960.

Viðurnefni á Sigló voru alltíð ekki síður en annarsstaðar á landinu.

Segir hér af einum í lokin.

Haraldur Blöndal,  faðir Péturs alþingismanns og fésýslumanns,  var snyrtimenni

og ól ungur með sér þann draum að verða ríkur,  en nokkuð átti hann í land með það

og var því kallaður;

Greifinn af skítblank.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband