ÞEGAR MAGGI SKAUT BRETUNUM SKELK Í BRINGU.

 

 

 

535
Sonarsonur minn og alnafni mundar hér nýtískuvopn í vopnaverslun
í Bandaríkjunum um s.l. áramót.
Þau voru ekki neitt í líkingu vopnin á stríðsárunum,  en eitt eiga þau sameiginlegt,
 það er að drepa fólk.

 

 

 

Magnús Magnússon var tíu ára snáði á stríðsárunum hér í Eyjum og bjó í húsinu

Kornhóli vestan við bragga Breta á Skansinum.

Hann var heimagangur hjá hermönnunum og fljótlega talandi á ensku.

 

Ég borðaði yfirleitt hjá þeim,  þeir voru með allt annan mat en við og betri t.d. ávexti,

sem aldrei sáust á borðum Íslendinga.

En ég man samt,  að ég stal oft kartöflum heima og færði þeim.

Þeir sneiddu þær niður og steiktu úr feiti,  eins konar franskar.

Mér fannst þetta ofsalega gott og finnst enn,  en þetta var það eina að ég held,

sem ég færði þeim.

 

 

Þegar þeir fengu útborgað í Kuða,  stungu þeir að mér súkkulaði,  og ég man að ég fékk

upp í 50 súkkulaðistykki á viku.

Og þegar ég fór í sveit sumarið 1942,  báðu þeir mig að koma við hjá sér,

þegar ég færi um borð í bátinn.

 

Þá var mér gefinn kútur,  álíka stór og hálfir gömlu vínberjakútarnir,  fullur af

brjóstsykri.

Ég átti þetta allt sumarið og var þó ónískur á hann.

 

 

Magnús segir fullorðna ekki hafa fengið að koma í herskálana en hann hafi verið þar

heimagangur og hermennirnir oft komið á heimili sitt.

Og væri hann veikur eða ekki komið þann daginn,  hafi þeir komið að vitja sín og spurt:

Where is Maggi!  Where is Maggi?

Eitt sinn lá hann veikur,  og þá færðu þeir honum epli og appelsínur.

 

 

Magnús segist oft hafa fylgst með hermönnunum við æfingar austur á Urðum.

Eitt sinn voru þeir að ljósmynda hann við vélbyssu á Skansinum,  og þá munaði litlu,

að illa færi.

Síðan var ég myndaður með handvélbyssu,  sem var með stóru hjóli og fullt af

skotum.

Þegar ég stillti mér upp,  tók ég óvart í gikkinn og fretaði þá helling úr hjólinu,  og lenti

það í sandpokum á milli fóta eins bresks vinar míns.

Ég stóð bara þarna og hristist,  en sem betur fer,

hreyfði ég ekki byssuna,  þannig að öll skotin fóru í sandpokann.

Ef ég hefði hreyft hana til hliðar,  hefði ég sagað af honum fæturna,  og ef hlaupið hefði

farið upp á við,

hefði ég drepið hann þarna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250625

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband