AUÐHYGGJAN ER ÁVALLT SÖM VIÐ SIG.

 

 

 

hs001581_01
Já,  sjómennskan er ekkert grín.

 

 

Ég hefi verið að lesa góða bók,  sem ekki er lengur í mikilli umferð nú orðið,

það er ég nokkuð sannfærður um.

Bókina skrifar  Gunnar Benediktsson prestur,  útgefin 1926.

Hún er holl lesning og má segja, að það sem þar er skrifað geti átt við eigi síður í

dag en fyrir 85 árum síðan.

Þar segir á einum stað:

 

 

Kolakaupmaðurinn átti of fjár, 

 af því að hann tók meira fyrir kolin en honum bar.

Útgerðarmaðurinn var auðugur,  af því að hann borgaði of lítið fyrir framleiðsluna.

Menn keyptu hús og seldu þau ennþá dýrari.

Þeir græddu á því margar þúsundir,  en hinir urðu að greiða hærri húsaleigu.

Og þeir,

 sem keyptu of dýrt, og þeir,  sem fengu minna kaup en þeim bar,

þeir urðu fátækir og komust á vonarvöl, 

ef nokkuð bar út af.

Þá var skellt í þá einni krónu af hundruðum,  sem búið var að draga af þeim.

Og þeir áttu að þakka og lofa guð.

 

Maður spyr sjálfan sig,  hvort lesningin hér,  gæti hafa verið skrifuð fyrir

páskahelgina árið 2011,  en ekki árið 1926 ?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Keli, já þetta á ótrúlega vel við þá tíma sem við lifum í dag. Ætli það séu ekki margir sem hafi keypt íbúðir eða hús of dýrt og verið með of lítil laun. Það held ég að sé staðreynd í dag.

En Hvað heitir þessi bók sem þú ert að lesa ??.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.4.2011 kl. 10:18

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Blessaður og sæll Sigmar minn og gleðilegt sumar.  Já,  bókin,  hún heitir "Við þjóveginn"  eftir sr. Gunnar Benediktsson og kom út 1926.  Reynar fékk ég þessa bók af safninu hér í Eyjum,  þrátt fyrir að vera komin í geymslu,  s.s. ekki lengur í útleigu út fyrir safnið.  En bókin stórmerkileg og holl lesning.  Datt í hug,  hvort ekki væri full þörf á endurútgáfu hennar.  Kær kveðja.   

Þorkell Sigurjónsson, 28.4.2011 kl. 16:40

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll aftur Þorkell og gleðilegt sumar og takk fyrir bloggið þitt í vetur. Já ég ætla að athuga hvort þessi bók er til hér á bókasafni í Kópavogi. Það er oft gaman að lesa svona gamlar bækur, sérstaklega þær sem fjalla um kjarabaráttu forfeðra okkar, alla vega finnst mér það bæði skemmtilegt og fróðlegt.

Kær kveðjaog hafðu það sem best

 SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.4.2011 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250884

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband