FRÁ LIÐINNI TÍÐ Í EYJUM OG VÍÐAR.

img054
Þessi ágæta mynd lenti á alveg á röngum stað.
En hvað með það,  hún er af Kela í hlutverki dagmanns í vél
á fragtskipinu Hvalvíkin árið 1988.
Vinur minn Ólafur Örn var þarna yfirvélstjóri.
Túrinn þessi var eins og ég oft segi,  að við sigldum nákvæmlega
í kjölfar Tyrkja-Guddu, eða til Alsír. 

 

img055

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Sjálfur maskínumeistarinn á Hvalvíkinni,  Ólafur Örn Kristjánsson..

 

 

 

Jólin
Á jólum 1954.  Keli mamma, Sigga og pabbi.

 

img050
14 ára eignaðist ég skellinöðru af gerðinni KK .
Fór með hana m.a. í sveitina og fór í útreiðartúra
vítt og breitt um Mýrdalinn og nágrenni.

 

Ásgeir 1953
Ásgeir Lýðsson fyrrum lögg með alvæpni, vinur minn
og andstæðingur í mörgum bardögum, sem við háðum
á árunum 1952 til 1960.

 

Ásgeir og Sigga
Ásgeir aðeins farinn að
 þroskast frá bardagaárunum,
og hér greinilega að bend Sigríði systur minni á
eitthvað áhugavert  og merkilegt nokk,  þó liðin séu
ein 53 ár síðan myndin var tekin þá man ég að bókin sú
arna hét "Ævi Hitlers.

 

Ræða Ásgeirs 158
Hér er Ásgeir kominn á flug,  enda með bókina;
Ævi Hitlers í hendinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

img064
Karl Björnsson aðeins tveggja ára.
Hann og heimiliskötturinn virðast "elda hér grátt silfur" 

 

Nýr Ford 1960
Árið 1960 eignaðist faðir minn Sjonni sinn fyrsta bíl,
sem var nýr úr kassanum eins og of var sagt.
Við hlið hans situr Viktor bróðir minn.
Bíllinn þessi var skærgulur og að mér þótti einn sá fallegasti,
sem pabbi eignaðist á sinni nærri, 60 ára bílstjóraævi.

 

img060
Tvö af þremur börnum mínum,  Sigríður og Sigurjón,
svo og frændi, Kalli Björnss.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Virkilega gaman að þessu innliti eins og einatt.  Ásgeir blessaður Lýðsson hefur greinilega verið Evrópusambandsinni síns tíma, enda glöptust margir af ytra byrði og áróðri þriðja ríkisins eins og nú. Sagan endurtekur sig, svo mikið er víst.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2011 kl. 18:37

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ég sem hélt,   að þú Jón minn Steinar væri það víðsýnn,  að telja það sjálfsagðan hlut að skoða það sem í boði er frá Evrópusambandinu?  Kveðja.  

Þorkell Sigurjónsson, 26.6.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það vita allir sem einhverja glóru hafa hvað er í "pakkanum" Keli minn. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir og engin leið að Ísland eitt fái einhver sérréttindi þar. Það eru 27 þjóðir í þessu sambandi, svo það er ekki eins og það sé verið að "semja" um þetta í fyrsta sinn.  "Samningar" ganga út á það að samþykkja einhliða afarkosti sambandsins en ekki að 300Þ manna þjóð breyti sáttmálum þess sér og sér einni í hag. 

Jú ég tel mig nokkuð víðsýnann, þessvegna kynni ég mér málin í stað þess að taka áróðri hugsunarlaust eins og ungnasistarnir hér forðum eða kommarnir.  Þetta er útópía 20. aldarinnar um allsherjarlausnina, sem vill til að er nákvæmlega eins og hjá Hitler og Stalín. Hvað þarf fólk að reyna það oft til að skilja það. Þetta er að sundra Evrópu, sem nú logar í ósátt, illdeilum og spillingu í stað þess að vera sameinað friðarríki.  Menn mættu hafa tekið betur eftir í mannkynsögu, sem halda öðru fram.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.6.2011 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband