HJÁLP FYRIR THÁ MINNIMÁTTAR.

 

 

 

Thetta eru sorglegar afleidingar af hruninu,

sem er alfarid í bodi fjórflokkanna á Íslandi.

Their ättu ad skammast sín og sjá sóma sinn í thví,

ad gera eitthvad sem bragd er af.

Skora á ríkisstjórn félagshyggjunnar,  thá flokka sem vid sem erum

their litlu í thessu thjódfélagi kusum,

ad draga nú hausinn upp úr sandinum og hugsa og gera eins og sannir

vinstrimenn eiga ad gera,

hjálpa theim minnimáttar.


mbl.is Stöðva útburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er dauðans alvara að bera fólk út úr húsum sínum, jafnvel ólögvarið og óvarið fyrir veðrum og vindum, út á kaldan gaddinn á haustdögum.

Á Íslandi lifir enginn af veturinn án húsnæðis, nema að dópa sig alvarlega mikið, fara á geðdeild eða í gæsluvarðhald/fangelsi, í frítt fæði, húsnæði og andlegt niðurbrot. það er hægt að brjóta sterkustu íslendinga niður andlega með svona meðferð, þótt það sé nú feimnismál að viðurkenna og tala um slíkt á Íslandi. Í öðrum löndum er litið jákvætt á opna umræðu um jafn eðlilegar afleiðingar ómannúðar og óréttlætis, og það er þroskamerki að viðurkenna og tala um andlegt niðurbrot á opinn hátt, og leita sér hjálpar við afleiðingum óréttlætisins. 

En eigendum/stjórnendum bankanna og lífeyrissjóðanna er meira en sama um illa meðferð á almenningi, því þá fá þeir markað fyrir dópið líka, og enn meiri peninga, og þeim er sama þótt rændir einstaklingar gerist afbrotamenn, til að fjármagna þessa ómannúðar-stefnu bankaræningjanna, sem fjölgar svo sjúklingum, afbrotamönnum og útigangsfólki. Banka-hvítflibba-afbrotaliðið og lífeyrissjóðirnir eru ekki með mannúð, löglegt réttlæti eða Stjórnarskrá Íslands á sinni stefnuskrá, þvert á móti.

Nýjasta dæmið er verklag Seðlabanka Íslands, þegar hann hækkaði vexti, og hver gefur grænt ljós á að samþykkja verðtryggingu ofan á öll okurvaxta-okurlána-ránin, og fara ekki eftir lögvarinni stjórnarskrá landsins. Hver er skýringin á svona tortímandi vinnubrögðum? Hver stjórnar Seðlabanka Íslands? Er það Már Guðmundsson eða einhver bakamafíu-foringi úti í alþjóða-fjármála-okurkerfinu, eða bankastjórar í Íslensku bankaflórunni? Þeir sem það vita (þeir eru margir), ættu að segja frá og sleppa við refsingu, til að forða fleiri alvarlegum slysum í fjármála-sukk-kerfinu.

Sannleikurinn er ekki fagur, en hann er sagna bestur, ef meiningin er að lagfæra og leiðrétta óréttlæti, og afstýra enn meira óréttlæti og mannréttindabrotum á almenningi, ekki bara á Íslandi, heldur um allan heiminn.

Réttast væri að mótmæla kæruleysi og sofandahætti hjá þeim Íslandsbúum, sem ekki hafa enn skrifað undir réttlátar leiðréttingar-tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna. Er fólk virkilega bara sátt við óréttlætið og vill hafa allt óbreytt? Aðgerðarleysi í undirskriftar-baráttunni er sama og þögn og samþykki á áframhaldandi ólöglegri hegðun banka og lífeyris-sjóða. Ég er búin að skrá nafnið mitt þar, en veit ekki hvort nafnið mitt hefur birst á listanum, ætlaði að láta það birtast, en veit ekki hvort ég gerði allt rétt þegar ég setti nafnið mitt á listann.

Fólk verður sjálft, hver og einn eftir bestu getu að leggja sitt af mörkum, til að samstaða almennings gegn óréttlætinu fái vægi, til að þrýsta á banka-leiðréttingu og réttlæti, ef fólk er enn uppistandandi og með það nothæfa heilsu að ráða við að styðja réttlæti fyrir alla. Að sjálfsögðu á friðsamlegan og löglegan hátt, með tillögum og undirskriftum. Ófriður er einungis tortímandi afl, sem ekki skilar neinum réttlæti né mannúð, hvorki stórum né smáum.

Krafa um réttlæti fyrir alla er raunhæf og verður ekki hrakin með ó-raunhæfum, ó-skiljanlegum og ó-réttlátum embættis-talsmáta-útúrsnúningum banka og lífeyrissjóðs-stjórnenda. 

Bið síðuhöfund afsökunar á hvað athugasemdin er löng. Ég þurfti bara að koma þessu frá mér. Eigið góðan dag. Takk fyrir mig

M.b.kv

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2011 kl. 13:45

2 identicon

Við búum í réttarríki og bankinn á lögvarða kröfu til að bera þessa manneskju út úr 350 fermetra einbýlishúsinu sem bankinn á, eftir að viðkomandi hafði ekki greitt af lánum sínum síðan 2008. Eftir að bankinn eignaðist húsið á uppboði fékk þessi manneskja að búa í húsinu gegn því að greiða leigu, en hún hefur ekki greitt krónu. Er það réttlæti að fólk geti fengið að búa frítt í 350 fermetra einbýlishúsi meðan annað fólk þarf að strita til að geta borgað af sínum kjallaraholum?

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 14:49

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

ANNA,   thú tharft ekki ad bidjast fyrirgefningar á langri athugasemd,  thví hverju ordi í henni er ég sammála.  Betur väri ad adrir väru svo medvitadir um óréttlätid,  sem landinn lätur yfir sig ganga. -   Sigurdur,  audvitad verdur ad lúta reglum og lögum thessa lands,  en, en krafan er samt sú,  ad stjórnvöld finni einhverja lausn fyrir thá sem eru illa staddir,  ekki satt ?  

Þorkell Sigurjónsson, 31.8.2011 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband