APAEÐLI. ?

 
 
 
apar_150808.jpg
 
 
 
 
Fyrir 35 árum, 
 
reit Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastjóri grein í Blik, sem var hugleiðing
 
hans,
 
eftir heimsókn í dýragarð erlendis.
 
 
 
Þá,
 
er hann stóð fyrir framan apabúr kom maður þar og  tróð appelsínu inná milli
 
járngrindanna í búrinu.
 .
Karlapinn tók ávöxtinn og krufði til mergjar .
 
Sýgur úr appelsínunni  og fleygir síðan ræksninu til konunnar sinnar,  sem reynir að
 
njóta leifanna eftir föngum.
 
 
 
 
Eftir þetta sjónarspil í apabúrinu verður ÞÞV. hugsað yfir í mannheima.
 
 
Það erum við, 
 
tvífættu karldýrin,  sem í rauninni stjórnum veröldinni.
 
Hvað veldur öllum hörmungunum í þeim stjórnarleik ? - Sérgæskan, eigingirnin,
 
ágirndin og ofbeldishneigðin eru undirrætur allra styrjalda,  hryðjuverka og hörmunga,
 
sem yfir mennina dynja á þessari jörð.
 
 
 
 
Eiginleikar karlapans í dýragarðinum koma þar berlega í ljós,  aðeins í margfalt ríkara
 
mæli,  ferlegra sjónarspil,  sökum meira vits og meiri tækni til hryðjuverka,
 
manndrápa og gjöreyðingar.
 
 
 
Hversu margt heimilið fer ekki í rúst og hjónabandið út um þúfur sökum eigingirni og
 
sjálfselsku,  heimilisföðursins, 
 
þega húsbóndinn hyggur sig njóta best safans úr
 
ávexti lífsins og tilverunnar,  með því að neyta áfengis nær því um hverja helgi,
 
og beitir þá, 
 
konu og börn ofbeldi og kúgun?
 
 
Finnum við ekki þarna apaeðlið í undirrótunum,  og apinn þessi er jafn blindur í sjálfs
 
síns sök og karlapinn í dýragarðinum.
 
 
Hvað er svo hlutskipti eiginkonunnar og barna,
 
annað en tægjurnar,  rytjurnar af ávextinum,
 
hratið,  
 
safalaus tilveran ?


 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þorkell.

Sá er einn munur á apa og manni að
apinn veit þó er hann sér sköllóttan apa
að þar er api á ferð.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband