23.1.2012 | 17:10
PRESTAR, HÉR OG ÞAR.

Séra Sigurjón Þ. Árnason prestur hér í Eyjum
frá 1924-1944.
Ég, bloggari síðunnar var skírður af þessum ágæta
presti, árið 1943.
Prestar og störf þeirra hafa ávallt frá aldaöðli,
verið í umræðunni.
Margir af þessum körlum voru sumir nokkuð sérstæðir persónuleikar,
og hafa um þá spunnist sögur og sagnir,
sumar lognar en aðrar sannar.
Einn slíkur klerkur var uppi fyrir góðlega hálfri annarri öld síðan og bjó á Hallormsstað
og hét,
Hjálmar Guðmundsson og var mjög öðruvísi en fólk flest.
Honum er lýst sem svo:
Hjálmar var meðalmaður á hæð, þrekinn og allur jafnbolur, herðabreiður, hálsstuttur
og höfuðstór.
Nefið þunnt, augun stór og gráleit.
Ekkert vara eða vangaskegg en dálítið á hökunni, hafði úlfgrátt lubbahár,
þykktog gróft, er stóð oft sitt í hverja áttina,
því ekki greiddi hann sér hversdagslega.
Hann var gáfaður vel og hafði einkum gott næmi og minni.
Hann var ofsabráður í lund, en rann fljótt reiðin.
Skáldmæltur var hann vel.
Hann hafði dillandi lipran róm, tónaði skemmtilega fyrir altari, og var þá svipmikill
í öllum messuskrúða.
Oftast predikaði hann blaðalaust.
Sagan segir, að séra Hjálmar hafi eitt sinn beint þeirri spurningu til barnanna,
er hann spurði þau á kirkjugólfi,
hvað þau héldu að þyrfti margar kálfsróur til að ná upp í himininn.
Í fyrstu svaraði ekkert barnanna, þar til minnsti drengurinn í hópnum sagði:
Ekki nema eina - ef hún er nógu löng.
Þá varð prestur glaður við, klappaði drengnum á kollinn og sagði:
Viturlega svarað hjá þér, lambið mitt!
Þú ættir það skilið að þér væri einhver sómi sýndur, helst að þú værir settur til
mennta.
Fylgdi það sögunni, að prestur hafi tekið drenginn á heimilið og kennt honum
eitthvað til bókar.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
ibvfan
-
fosterinn
-
maggibraga
-
solir
-
georg
-
gretaro
-
sigthora
-
kjartanvido
-
eyglohardar
-
rustikus
-
svenko
-
eyjapeyji
-
kokkurinn
-
valdivest
-
disin
-
smarijokull
-
kristleifur
-
gudnihjoll
-
sjonsson
-
nautabaninn
-
prakkarinn
-
bergen
-
icekeiko
-
asthildurcesil
-
joiragnars
-
hallarut
-
annabjo
-
jensgud
-
jonaa
-
svarthamar
-
kaffi
-
stormsker
-
olinathorv
-
zunzilla
-
gbo
-
steinibriem
-
siggith
-
ea
-
svanurg
-
tannibowie
-
valdimarjohannesson
-
martasmarta
-
gullfoss
-
elnino
-
sunna2
-
thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábær mannlýsing.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2012 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.