HÆGRA ER AÐ PASSA HUNDRAÐ FLÆR Á HÖRÐU SKINNI, EN PÍKUR TVÆR Á PALLI INNI

 
 
 
Séra Hjálmar áleit sér skylt að líta eftir siðferði hjúa sinna.
 
Var það einkum á vetrum,  sem hann sá það framkvæmanlegt.
 
Í því skyni hafði hann við og við farið eftirlitsferðir eftir að allir voru gengnir til náða
 
og búið var að slökkva ljósið.
 
Þreifaði  prestur þá vandlega um rúmin,  ef skeð gæti,  að einhverjir hefðu fært sig
 
saman,  sem ekki voru vanir að byggja sömu rekkju. -
 
 
 
Kolsvarta vetrarnótt eina fór séra Hjálmar að líta eftir í baðstofunni.
 
Hann fetaði sig áfram meðfram stokkunum að vanda.
 
Hann hafði grun um,  að samdráttur væri með ungum manni,  sem þar var og einni
 
stúlkunni  á bænum - og fyrir það varð hann að komast.
 
Hann gekk því fyrst rakleitt að þessu ákveðna rúmi og tók að rannsaka það
 
gaumgæfilega. - Jú það var ekki um að villast,  ekki hvíldi hann einn!
 
Presti var svo mikið um,  að hann tautaði stundarhátt fyrir munni sér:
 
"Öldungis vissa,  lambið mitt!
 
Hér eru fleiri en eiga að vera."
 
Ofan við vinnumanninn fann hann svo greinilega fyrir öðrum rekkjunaut og ýtti við
 
honum allharkalega í því skyni að vekja hana og láta þau vorkennast.
 
 
 
Fyrr  en varði rauk hún upp úr rúminu og beit prestinn svo í hendina,  að hann gekk
 
með hana reifaða lengi á eftir.
 
En hér var ekki hægt um vik með eftirmálin,  því að sú,  sem svaf ofan við
 
vinnumanninn var engin af griðkonum prests,
 
heldur smalatíkin hans.
 
 
Hafði strákur hugsað presti þegjandi þörfina og ætlað sér að venja hann af þessu
 
næturskrölti .
 
Tók hann því tíkina upp í rúmið,  því að hann vissi,  að hún var grimm og glefsaði
 
gjarnan til annarra,  ef henni leist þeir eiga það skilið.
 
 
 
Við þennan hrekk lét séra Hjálmar sér segjast,  að hann lét alveg af að gæta
 
heimafólks  síns.  -  Haft var eftir Hjálmari presti þetta:
 
 
"Hægra er að passa hundrað flær á hörðu skinni, en píkur tvær á palli inni."
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband