GLEYMUM EKKI AÐ ÞAKKA, ALMÆTTINU!

 

 

451472

 

 

John Ashworth  rithöfundur og prédikari,

segir frá trúrækinni konu,  sem var gagntekin af þakklæti við Drottinn

og komst þannig að orði,  þegar hún minntist gjafa hans og náðar:

 

" Ég er sannkallað dásemdarverk Drottins náðar.

Ég hefi bæði sjón,  mál og heyrn,

ég hefi óskerta vitsmuni.

Ég hefi húsnæði,  gott rúm til þess að hvíla mig í,  föt og fæði,  og það sem mest er um

vert af öllu,  Jesús Kristur er ávallt með mér,  hann huggar mig og styrkir á hverjum

degi.

Ég á himininn sjálfan og ég er á leið þangað.

Hvers fæ ég framar óskað?

Hvað viðvíkur áhyggjum mínum segir þessi ágæta kona,  þá eru þær smávægilegar

í samanburði við annarra manna áhyggjur, - 

þá legg ég þær í hönd Drottins,  og hann tekur þær frá mér."

 

 

 

Nú hugsa sjálfsagt flestir,  sem nenna að lesa þetta,  að sá gamli sé að verða

elliær!

Kannski, 

 en samt verð ég að útskýra hvað á spýtunni hangir,  því hingað til hefi ég ei,

trúð á eitt né neitt,  nema kannski á sjálfan mig,  að ég einn gæti ráðið fram úr öllum

mínum vandamálum.

Sem sagt,  ég hefi hvorki trúað á Guð né djöfulinn og haft óbeit á öllu guðsorðasnakki.

En hví í ósköpunum er ég að skrifa um þessi mál,  þegar nú loksins hefi losnaði við

ritstífluna hjá mér, 

 sem hefur ráðið því,  að ég hefi ekkert bloggað undanfarnar vikur?

Það er einföld skýring til.

 

 

Lengst af á minni ævi,

hefi ég verið með sjúkdóminn  alkahólisma, 

  sem hefur eitrað allt mitt líf og fjölskyldu

minnar.

Það er nú svo,

þegar við alkahólistar förum að vinna loks  í okkar málum,

liggur beinast við,  að leita hjálpar hjá AA-samtökunum,

   þegar allt er komið í þrot og allt okkar líf komið í klessu.

Í AA-samtökunum

er lögð rík áhersla á trúna á Guð, eða almættið eins og við skynjum það,

eða eins og segir í öðru og þriðja spori AA-samtakana;

 vér fórum að trúa,  að annar kraftur oss máttugri gæti gert oss,

heilvita að nýju,

og í þriðja sporinu segir;

vér ákváðum að láta vilja vorn og líferni lúta handleiðslu Guðs,

samkvæmt skilningi vorum á honum.

 

 

Svo einfalt er nú þetta og ástæðan fyrir þessum skrifum mínum núna,

að ég trúi því,

að máttur mér æðri stjórni og stýri hverjum degi,  sem ég fæ að vakna til,

og Það er einfaldlega,

 að virka fyrir mig..  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Keli.. Þarna kemur þú með góða og lærdómsríka dæmisögu... Leggur síðan útaf  sögunni,á góðan og heiðarlegan hátt...... Gangi þér allt í haginn Kv.SÞÖ.

S.Þ.ÖGM (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 21:25

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður vertu Sigurður Þór,   frændi minn. Gaman að fá þig hérna inn til mín og þakka þér fyrir þínar góðu óskir mér til handa. Óska þér og fjölskyldu þinni gæfu og góðs gengis í framtíðinni.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 10.3.2012 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband