AÐ KOMA VEL FRAM VIÐ ALLA.

 

220px-President_Theodore_Roosevelt,_1904
Theodore Roosevelt.

 

 

 

 

 

Theodore Roosevelt var 26 forseti Bandaríkjanna.

Hann naut mikillar alþýðuhylli.

Jafnvel þjónunum hans þótti vænt um hann.

Svertinginn James E. Amos var þjónn hans og hefur skrifað bók um hann,

(Theodre Roosevelt,  Hero to his Valet).

Þar er þessi frásögn:

 

Konan mín spurði forsetann einu sinni um fugl,  sem hún hafði heyrt nefndan,

en þekkti ekki.

Roosevelt lýsti honum nákvæmlega.

Skömmu seinna hringdi síminn (þjónninn og kona hans áttu heima í litlu húsi á

jörð Roosevelts við Oyster Bay).

Konan fór í símann og þetta var þá Roosevelt sjálfur.

Hann hringdi til þess eins,   að segja henni að fuglinn,

sem hún spurði um,  sæti fyrir utan gluggann hennar,  og ef hún skyggndist út,

gæti hún séð hann.

Þetta var honum líkt.

Hversu margir yfirmenn skyldu fara þannig að?

Er hægt að komast hjá því,  að þykja vænt um svona mann?

 

Roosevalt kom einu sinni í heimsókn í Hvíta húsið,   eftir að Taft var orðinn forseti.

Það sýndi ást hans á fólki,  að hann heilsaði með nafni öllu starfsfólki

Hvíta hússins,  ræstingarkonunum líka.

Hann ávarpaði alla eins og hann var vanur áður fyrr.

Eftirá talaði fólkið um það sín á milli,  að þessum degi mundi það  aldrei gleyma.

 

 

 

 

Af hverju er ég nú,

 að segja þessa sögu um mann sem öllum þótti svo vænt um ?

Jú, 

 ég varð á minni starfsævi fyrir því,  að  finna fyrir hinni dökku hlið í mannlegum  

samskiptum.

Lítið dæmi:

Minn verkstjóri hér áður fyrr,  hringdi í mig um kvöldmatarleytið,  þegar ég var

nýsestur að kvöldverði með fjölskyldu minni.

Yfirboðari minn hafði ekki fyrir því,  að bjóða mér gott kvöld,  heldur upphóf hann

þvílíkar skammir yfir mér í símann fyrir það,  að ég hefði brugðist  skyldu minni  í

vinnunni þá um daginn,  að honum fannst

Auðvitað varð ég miður mín,  þótt ég myndi ekki sérstaklega eftir að mér hefði orðið

neitt verulega á  þennan dag.

Þetta ásamt svo mörgum álíka uppákomum í vinnunni undir stjórn þessa manns,

varð til að eitra allt andrúmsloft á þessum ágæta vinnustað,  og því miður leið mér

ávallt mjög illa.

Oft hugsaði ég yfirmanninum "þegjandi þörfina" í vinnunni og einnig eftir að

ég hætti störfum.

Í dag hefi ég fyrirgefið þessum ágæta fyrrverandi yfirmanni mínum af því einfaldlega, 

að bera kala til einhvers,  eða jafnvel haturs hug,

bitnar fyrst og síðast á manni sjálfum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband