BÆJARSTJÓRINN Í EYJUM Á ÞING ?

 

 

 

ellidi_bajarstjori
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

 

 

 

Í gær sunnudag hitti ég á bæjarstjórann okkar hér í Eyjum,

hann Elliða Vignisson.

Við tókum tal saman eins og tveir sannir "orginal" Eyjamenn gera.

 

 

Við fórum um víðan völl í samtali okkar og þar kom,  að ég spurði bæjarstjóra,

hvort menn sæju nú til lands með það,  að hann biði sig fram í næstu

alþingiskosningum, 

eins og skrifari síðunnar hefur verið að spá um í háa herrans tíð.

Stjórinn brosti sínu blíðasta og sagði það engan veginn vera á "planinu" hjá sér,

því svo finnist honum gaman og spennandi,

að þjóna samfélaginu hér í Eyjum,  að annað kæmi ekki til greina í bráð.

 

 

Ég reyndi að þjarma að drengnum og sagði,  að þegar Árni Johnsen hætti,

væri enginn til að halda merki Eyjanna lengur á lofti á hinu háa Alþingi.

Þá benti Elliði á,

að í Suðurlandskjördæmi væri Sjálfstæðisflokkurinn að mælast með mesta fylgi

miðað við fylgi flokksins í öðrum kjördæmum.

Ég sagði það skoðun mína,

að íhaldið gæti gert ennþá betur hérna á Suðurlandi,

ef hann tæki slaginn og yrði þá ábyggilega í fyrsta sæti framboðs þeirra hér í

kjördæminu.

Allavega væri ég tilbúinn að kjósa hann,  þrátt fyrir að ég sé nú langt í frá,  að vera

innanbúðar hjá íhaldinu.

 

 

Það sem ekki kom fram í spjalli okkar þennan fallega sunnudag,

var og verður áfram sú skoðun mín,

að ef Elliði Vignisson léti verða  að þeirri ætlan,  að fara fram sem þingmannsefni

flokksins

hér á Suðurlandi,

er ég í engum vafa um góða útkomu hans og í framhaldinu, myndi hann verða einn af

ráðherrum næstu ríkisstjórnar, og fá  ráðuneyti yfir samgöngumálum,

sem væri ómetanlegt fyrir okkur hér í EYJUM.

 

Ekki er ég í flokknum eins og ég vék  áðan,

þess vegna segi ég við hinn almenna flokksmann íhaldsins hér í Eyjum,

 

  hvetjið nú strákinn til dáða,

  þannig að hann bjóði sig nú fram,

 til þings. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband