28.4.2012 | 18:09
SÍMON "ÆJÚ".
Símon nokkur Sigurðsson var maður, sem í daglegu tali hafði viðurnefnið,
"æjú", Símon æjú.
Hann var talinn af samtíð sinni,
"hrókur alls fagnaðar" hvar sem hann kom og var um margt
einkennilegur maður.
Að vallarsýn var Símon lágur maður vexti, en þrekvaxinn.
Munnstór var hann og það var sem náttúran hefði grun um það, þegar hún hafði
Símon í smíðum, að munnsafnaður hans mundi þarfnast stórra og sterkra talfæra.
Hann var fljótur til svara og var oft meinfyndinn og eiturskeyti hans mörgu
kjaftshögginu sárara.
Símon var giftur Þórdísi nokkurri og þegar það var eitt sinni er Þórdís hafði alið þeim
barn, að hún segir við Símon:
Ekki veit ég hvað við eigum að gera við barnið að tarna, Símon minn.
Þá svarar Símon:
Nú ætli við tökum ekki fyrir að setja það á, Þórdís mín.
Sumir höfðu af því gaman að glettast við Símon, en aðallega var það þó
kaupmaður einn í Keflavík, sem hafði gaman af að glettast við Símon..
Var kaupmaður þessi afar feitur og hafði óvenju mikla ístru.
Var hann líka alltaf með látlaust hóstakjöltur, en sökum fitunnar átti hann mjög erfitt
með að hósta.
Einn vetur í kulda miklum kom Símon til Keflavíkur sem oftar.
Var kaupmaður í búðinni kuldalega klæddur, með stóra loðhúfu á höfði, er Símon
kom þar inn.
E, he he - komið þér sælir Símon minn, hvernig líður konunni yðar núna?,
spurði kaupmaður.
Æjú, þakka yður fyrir kaupmaður góður.
Hóstað gat hún fyrir offitu í morgun, svaraði Símon samstundis.
Svo brá kaupmaður sér frá, en kom að vörmu spori aftur með tvo vindla, sinn í hvorri
hönd.
Má ekki bjóða þér að reykja, Símon minn og rétti honum annan vindilinn.
Æjú - þakka yður fyrir, það er mér nýnæmi, ansaði Símon, en honum þótti það
þó eitthvað grunsamlegt að kaupmaður fór að bjóða honum að reykja, því að slíku
átti hann ekki að venjast, þó hann kæmi í búðina.
En svo verður kaupmanni sú skyssa á, að hann gleymir eldstokknum.
Leggur hann vindil sinn á búðarborðið og snýr sér svo við til þess að ná
eldstokknum af skrifpúltinu, en á sama augnabliki og kaupmaður snýr sér við,
þá skiptir Símon um vindil.
Kveikir kaupmaður svo í vindli Símonar og samtímis í sínum vindli (Símonar vindli)
en ekki var kaupmaður fyrr búinn að bera eld að vindlinum en að hann tætist á
milli vara kaupmannsins í ótal agnir með braki miklu og brestum og eldneista flugi,
svo að allt fór í bál og brand á augnabliki, yfirskeggið á kaupmanni,
augnhárin og loðhúfan.
En er Símon sér hverju fram fer í munni kaupmanns,
þá hrópar hann með nöprum hæðnishlátri:
Æjú; nú er áræðanlega andsk.... kominn í kj..... á kaupmanninum!
Sem eðlilegt var þá varð óskaplegur hlátur í búðinni af öllum áhorfendunum,
en kaupmaður þaut sem elding inn á skrifstofuna með hausinn alelda og alla
búðarþjónana í eftirdragi sem slökkvilið.
En svo var það langan tíma á eftir, að kaupmaður lét ekki sjá sig í búðinni.
Var þess getið til að hann mundi hafa brennst tölvert,
þó það aldrei vitnaðist til fulls.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.