"BJÖSSI Á BARNUM" GERÐI MÉR GREIÐA.

 

 

 

Bjössi á Barnum
Bjössi á Barnum,  Björn Guðmundsson
útgerðarmaður,  verlunarrekandi og m.fl.

 

 

Ef ég man það rétt,  var það árið 1965,

þegar ég starfaði á vertíðinni í frystingunni (í tækjunum) í Ísfélagi Vestmannaeyja.

 img158
Bloggar við það að binda í "tækjunum".

 

 

Það var búið að vera mikil og strembin vinna alla þessa vertíð,

og nú var komið að því,

að halda skyldi "slútt" í byrjun maí.

 

Þar var auðvitað  mikið fjör og mikil  drykkja,  allavega hjá sögumanni,

en allt fór samt vel fram.

 

Daginn eftir voru sumir ekki upp á marga fiska,  heilsufarslega.

Timburmennirnir störfuðu af miklum móð.

Seinna þennan dag var ekkert annað í stöðunni en reyna,  að "redda" einhverju í

vökvaformi til lagfæringar heilsunni.

 

Á þessum árum voru engir staðir,  þar sem hægt var að bjarga slæmri heilsu

helst, 

ef maður þekkti einhvern,  sem lumaði á eins og "einni."

 

Á rangli mínu þennan dag eftir "slúttið"  hitti ég Björn Guðmundsson,

sem var á þessum áru stjórnamaður í  Ísfélaginu.

Auðvitað vissi hann af stuðinu kvöldið áður,  og sjálfsagt séð að kappinn var ekki nema

hálfur maður.

 

Við Bjössi tókum nú tal saman og bar "margt á góma" hjá okkur.

M.a.  þeir fjárhagsörðuleikar er bloggar átti þá við að stríða

eftir hremmingar í verslunarrekstri okkar Þráins Einarssonar,   en þar var um stórar

upphæðir að ræða.

 

Því var það,

að ég spyr Björn beint út,  hvort hann geti á einhvern hátt hjálpað mér,

um lán úr banka eða slíkt ?

 

Á þessum árum fékk enginn lán í banka  nema þekkja bankastjórann mjög vel,

eða vera honum tengdur,  ættarböndum.

 

Nú, 

Bjössi karlinn sagðist skyldi sjá til eftir helgina,  hvort hann gæti eitthvað liðsinnt

mér.

Það gekk eftir hjá Birni og meira að segja "skrifaði hann uppá víxilinn,

sem bankastjórinn, keypti svo."

 

Ekki var þar með öllu sögð sú

 greiðasemi Björns Guðmundssonar þetta síðdegi,

fyrir 47 árum síðan,  því nú spurði ég karl hvort hann sæi einhvern möguleika,

að bjarga mér um,

 eins og eina "fríða". ? 

Þegar þarna var komið sögu vorum við komnir á móts við húsið Þingvelli,

sem stóð neðst við Heimagötuna.

 

 Þingvellir og ég stend við vesrur hornið
Húsið Þingvellir og bloggari,  sem bíður spenntur eftir Bjössa á Barnum.

 

 

 

Þá segir Bjössi við mig,  bíddu hérna Keli minn í smá stund.

Með það var Björn rokinn af stað fyrir hornið á húsinu Þingvöllum og upp Heimagötuna.

Auðvitað var ég forvitinn hvert karlinn færi,  svo ég kíkti fyrir hornið og sá

þá,

 Björn Guðmundsson á léttu skeiði upp Heimagötuna og frakkinn stóð aftur af karli,

eins og segl.

Ekki létti Björn skeiðið fyrr en á móts við prentsmiðjuna Eyrúni.

Eftir stutta stund kemur Bjössi þaðan út og gengur nú greitt niður Heimagötuna.

Auðvitað stóð ég þar sem við Björn skildum og nú var það spennan,

hvort hann Bjössi á Barnum kæmi með eins og eina.

 

 

Jú,

hvað skyldi blessaður maðurinn draga upp úr buxnastreng sínum,

heila flösku af Gordon Gin og rétti mér.

Atvik þetta er mér í fersku minni ennþá og hverskonar tegund áfengið var,

en að ég muni upphæðina á víxlláninu,

það man ég með engu móti,  nema það að upphæðin lagaði mína stöðu verulega,

það man ég.

 

Því segi ég þessa sögu frá viðskiptum okkar Bjössa á Barnum eins og hann var

kallaður í daglegu tali á þessum árum,

eru Birni Guðmundssyni til heiðurs fyrir,

 að vera góður maður í raun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

....ætli hann hafi fengið flöskuna hjá afa? já eða Gunnari prentara kannski?

Gísli Foster Hjartarson, 9.6.2012 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband