FREISTINGIN.

 

 

P1010523
Ófrýnilegur er hann.

 

 

Af því ég er í skapi til að vitna í og birta smá póst eftir  Dag nokkurn Sigurðarson,

skáld með meiru.

Hér kemur svo þetta lítilræði:

 

 

Þegar Frelsarinn hafði hímt matarlaus í móbergshellum, gengið sig sárfættan í

grænum og gulum líparítskriðum,  blóðgað sig í blágrýtisurðum og skolfið í næðingi

öræfanna í fjörtíu daga og nætur,

kom djöfullinn til hans og freistaði hans.

Skyggni var gott og djöfullinn fór með Frelsarann uppá Öskjuhlíð og sýndi honum,

Reykjavík, Kópavog, Akranes, Bessastaði og Keflavík.

Djöfullinn mælti:

Allt þetta skal ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.

Frelsarinn yggldi sig búmannlega.

- Hefurðu bréf uppá það ? spurði hann.

Djöfullinn tók skjal eitt mikið uppúr skjalatösku sinni og sýndi Frelsaranum.

Frelsarinn hnyklaði brýnnar og teygði fram álkuna,  því að hann var nærsýnn.

Hann skoðaði plaggið í bak og fyrir.

Og sjá:

Það var undirritað af bankastjóra Alþjóðabankans.

Frelsarinn mælti:

-Þú ert svei mér bíræfinn að veifa svona vita gagnlausu pappírum.

Þetta féll úr gildi í gær.

Og sjá!

Hósíanna!

Í sömu andrá stóðu hjá þeim herskarar hafnarverkamanna sem kyrjuðu

internasjónalinn og lofsungu lífið uns djöfullinn snautaði burt.

Góði Guð,  láttu sögu þessa gerast.

Ennþá er þessi sögn Dags í fullu gildi og þar af leiðir að við Íslendingar

þurfum ávallt að vera á tánum gagnvart öllum  vélráðum þess vonda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband