OFT RATAST KJÖFTUGUM SATT Á MUNN !

 

 

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_saa_klu_ur_alkinn_579607

 

 

 

 

 

 

Ég las einhverju sinni eftirmæli um mann og voru höfð eftir skáldinu,

Einari Benediktssyni.

Það vita vita sjálfsagt flestir,  að skáldinu þótti góður sopinn og það svo,

að hann mun hafa haft þann alvarlega sjúkdóm,  sem alkahólismi er og margir

glíma við,  dags daglega.

Eftirmæli Einars voru um mann,  sem átti við þennan vanda að stríða,

en hann gekk í "stúku" eins og það var kallað,  þegar menn vildu halda sig frá áfengi.

 Í þá daga fór litlum sögum af AA samtökunum.

 

Einar orðaði eftirmælin eitthvað á þá leið,

"að maðurinn hafi rembst,  sem rjúpan við staurinn"  að halda sér edrú,

og leynir sér ekki háðið í þessum ummælum skáldsins.

En þegar betur er að gáð,

þá eru sannleikskorn og meir en það í háði Einars í eftirmælunum.

Því það segir í ágætri bók okkar AA manna eitthvað á þessa leið:

 

 

 

Gleði okkar yfir að losna við áfengið rekur okkur til athafna.

Við tökum til starfa.

Við sækjum fundi.

Við förum og reynum að hjálpa öðrum alkahólistum.

Við látum þennan góða boðskap berast þegar við getum.

 

 

Og áfram:

Við AA menn höfum þau forréttindi að lifa tvennskonar lífi á sömu ævi.

Fyrst lífi ölvunar,  ófara og uppgjafar.

Síðan öðlumst við í AA-samtökunum nýtt allsgáð líf,  friðsælt og gagnlegt.

Við sem erum orðin allsgáð erum kraftaverk nútímans.

Og við erum á gálgafresti.

Sum hefðu átt að vera löngu dauð.

En við höfum fengið annað tækifæri til að lifa.

AA-leiðin er ekki auðveld.

En hún er djarft tafl og árangursrík.

Lífið væri einskis virði án AA.

AA- stefnan gefur okkur tækifæri til að lifa tiltölulega góðu lífi.

Það er baráttunnar virð,

hversu harðvítug sem hún er frá degi til dags.

 

Þannig að það má segja um eftirmæli skáldsins,

"að honum hafi ratast rétt orð á munn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband