NÚ ER ÉG AFTUR KOMINN Á RÓL.

 

 

 

img190
Þorkell Rúnar Sigurjónsso  á unga aldri.

 

 

 

Þegar ég loksins eftir nærri tveggja mánaða fjarveru,

reyndi að komast inn á bloggið mitt,  vildi innskráningin ekki meðtaka lykilorðið.

En svo lét hún undan og ég er hér.

Ætlunin er að reyna,  að vera virkari hér eftir en hingað til.

Vil þakka þeim sem fram á þennan dag eru að koma inn á bloggið hjá mér,

fyrir heimsóknirnar og grípa s.l  2 mánuði ávallt í tómt.

 

Ég er sem sagt kominn í ævarandi frí frá allri launaðri vinnu,  því nú er örstutt í það,

að ég fylli sjöunda áratuginn í aldri.

Þar með sé ég fram á rýmri tíma til að sinna ýmislegu,  sem flýgur fyrir hjá mér dags

daglega.

19. október segir sem svo í AA-hugleiðingu dagsins:

Geri ég mér grein fyrir því,  að ég veit ekki hversu langan tíma ég á eftir?

Það getur verið áliðnara en ég held.

Ætla ég að gera það sem ég veit ég á að gera áður en tíminn rennur út?

Hvernig ætla ég annars að lifa því sem eftir er lífsins?

 

 

Nú,

 þegar stórt er spurt verður allavega mér svara fátt.

Þegar sá fasti "póstur" í lífinu  þ.e.a.s. að vera ekki lengur á vinnumarkaðnum,

þá kalla  aðrar áherslur og önnur sjónarmið,  sem auðvitað verður að takast á við.

Mánudagurinn í dag er fyrsti  frídagurinn frá vinnu af 55 ára starfsævi minni,

þannig að ég er ennþá að átta mig á nýjum aðstæðum.

En ég rakst á ágætt vísukorn,  sem ég vonast til að geti orðið einskonar mottó

um framhaldið hérna á blogginu hjá mér.

 

Árin skilja eftir þó

innst í vitund manna

minninganna mikla sjó,

margt er þar að kanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Velkominn í hópinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250248

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband