24.10.2012 | 13:25
MARGAR ERU RÁÐGÁTURNAR.
Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir á Gagnfræðaskólaaldri.
Þáttur Nemenda var fastur liður í Blik sem Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastjóri
Gagnaæðaskóla Vestmannaeyja gaf út hér áður fyrr.
Í þætti þessum birti Þorsteinn ritgerðir nemenda, sem þeir skrifuðu og honum
þóttu athygli verðir.
Rakst á ritgerð sem Þorsteinn birtir og er eftir systur mína, Sigríði og ég var búinn
að gleyma, svo nú langar mig að birta hluta ritgerðarinnar, sem systir mín ritaði fyrir
55 árum síðan:
Ein af elstu ráðgátum mínum er draumur, sem mig dreymdi, þegar ég var sjö ára.
Hann stendur mér æ ljós í minni.
Ég þóttist líta inn um einn búðargluggann í versluninni Drífandi.
Allt í einu breyttist allt svið þarna inni.
Ég sá inn í gamaldags en hreinlega vistarveru, sem mér fannst líkust baðstofu.
Hún var löng og mjó og þrjú trérúm undir hvorri súð.
Ég sá tvo menn sitja á hvoru rúmi gegnt mér.
Annar dró að sér athygli mína meir en hinn.
Sá var með mikið svart hár, sem nam við öxl. Hann hafði einnig mikið og þykkt
yfirvaraskegg, sem mér þótti hylja töluverðan hluta niðurandlitsins.
Ég sá, að hann var skarpeygur og brúnaþungur.
Ég sá þó í augu hans.
Búningur hans fannst mér eitthvað undarlegur, þó að hann sé mér óljós.
Þó man ég, að hann vakti athygli mína, því að hann var mjög frábrugðinn
nútímaklæðnaði.
Mennirnir sátu að drykkju.
Drykkjarílátin drógu einnig að sér athygli mína.
Ekki gat ég betur séð, en að þau væru nautshorn.
Sá með svarta hárið og mikla skeggið svalg stórum og drakk af áfergju.
Einn glugga sá ég á vistarverunni, og þótti mér ekkert við það að athuga.
Gólfið var mjög dökkt, og hélt ég helst, að skugga bæri svona á.
Mér kemur í hug, að það hafi verið moldargólf.
Fyrir ofan hverja rekkju var hilla.
Á hverri þeirra var einhver krús, sem ég held að hafi verið matarílát, en ekki þó askur.
Hinn svarthærði og brúnaþungi tó nú krúsina niður af sinni hillu og leit í hana.
Þá brá fyrir svip vonbrigða í andliti hans.
Allt í einu var sem hann tæki eftir mér.
Hann leit þá beint í augu mér.
Við það varð ég svo hrædd, að ég hrökklaðist frá og vaknaði.
Mér fannst eins og ég hafi getað lesið út úr svipnum:
Hvaða leyfi hefur þú til að skyggnast inn í líf mitt. ?
Þessi draumur er mér því meiri ráðgáta, þegar ég hugleið, að ég hafði ekki minnstu
hugmynd um sökum bernsku, að slík húsakynni hefðu nokkru sinni verið til
á landi voru.
Til gamans get ég þess,
að eftir Heimeyjar gosið 1973 flutti Þorsteinn Þ. Víglundsson
til Hafnajarðar.
Hann,
Þorsteinn var á ferð hér í Eyjum ásamt tengdasyni sínum, Sigfúsi J. Johnsen,
og hitti ég þá báða einmitt í vensluninni Drífandi og ræddi við þá þar.
Hefi oft velt því fyrir mér hvort tilviljun eður ei réð því, að ég skyldi hitta
skólastjóra og tengdason hans, sem báðir voru kennarar okkar systkina í Gagganum,
einmitt í versluninni Drífanda og var þetta í síðasta sinn að ég hitti þessa mætu menn.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 250248
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.