" BIBLÍAN ER DJÖFULL MERKILEG BÓK ".

 

 

 

Sigurður Berndsen  
Sigurður Berndsen                                                        

 

Í frábærri bók eftir Björn Th.  "Glóið þið gullturnar"  segir frá dönskum kaupmönnum 

sem löngum prettuðu og seldu landanum maðkað mjöl.

Ekki samt allir,  því einn ákvað að setjast hér að og deila kjörum með þjóðinni, -gerðist

Íslendingur.

Sá var Fritz Hendrik Berndsen og var faðir þess þjóðkunna íslendings á síðustu öld, 

Sigurðar Berndsen fésýslumanns og best þekktur sem okrari.

Í bók Björns er frá því sagt,  þegar faðir Sigurðar, Fritz Hendrik sá ætlaðan son sinn í

fyrsta sinn,  en Fritz vildi ei gangast við að eiga  drenginn.

 

Arnfríður móðir  Sigurðar tók drenginn upp úr vöggu sinni til að sýna föðurnum barnið.

En stað sorgarblíðu við þá sjón varð hann ævareiður og sagði að enginn skyldi kenna

sé slíkan  vanskapning.  Slíkt ódæmi væri hvorki til í sér né sinni ætt.

Upp frá því  nefndi hann dreng þennan aldrei á nafn nema kalla hann "kvikindið".

 

Miklu var þó gestkoman nokkru síðar,  þegar Fritz Berndsen kom aftur,  og hafði nú tvo

fílelfda pakkhúsmenn með sér,  sem hann lét leggja  drengbarnið á fjöl og teygja af

öllu

afli frá báðum líkamsendum til þess að rétta hryggskekkjuna og kryppuna.

Má telja það undur að drengurinn skyldi lifa þá þrælapyntingu af.

 

 

Þannig er frá greint í bók Björns á harkalegri meðferð á barninu Sigurði Berndsen fyrir

rúmleg öld síðan.

 

Sigurður Berndsen var á sínum tíma einn þekktasti maður á sínum tíma fyrir

fjármálasýslu og spunnust oft um hann sögur um hans fjármál og skringilegheit um

peninga.

Mikið mun það rétt vera að Sigurður hafi víst oft sýnt harla litla góðgirni í fjármennsku

sinni.

Sigurður var eins skapaður og önnur börn við fæðingu, en hlaut heldur kaldranalegt

uppeldi og engan stuðning úr föðurgarði.

Ungur fékk hann beinkröm og gekk þá kryppa upp úr baki hans,  sem hann bar sína

ævi.

Ekki er ólíklegt hafi hinn ungi bæklaði sveinn ætlað mannfólkinu þegjandi þörfina.

Theodór Friðriksson rithöfundur  lýsir Sigurði ungum svo:

Hann var með kryppu  upp úr baki,  lítill með stórt nef,  en mjög snör augu,  gáfaður,

fjörugur og gamansamur.

 

Sigurður hefur orðið samferðarmönnum sínum hugfólginn,  löngu eftir þetta líf og

muna vel káta karlinn,  sem sat úfinn við koparslegið skrifborð og lét dynja á þeim

háðið og níðið,  eða hafði kröftugt yfir kvæði Einars Ben.

 

Þeir hrósa happi,  að hafa kynnst manninum sem var eiginlega dæmdur úr leik lífsins,

en vann sig með gáfum,  gjörnýtni og fágætri bragðvísi til mikillar auðlegðar og

hampaði glottandi sigri yfir erfiðleikum,  sem reynst hefðu flestum um megn.

 

 

Ekki get ég nákvæmlega skýrt hvernig það hefur gerst,  en af kynnum mínum af

þessum kyngi magnaða

manni,  þá gegnum blöð, bækur og á annan hátt hefur hann þessi karl,  heillað mig upp

úr skónum.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband