ÉG SÉ HVAR ÞÚ HRAPAR Í SYNDARA SVELG.

 

 

 

Jón í Hlíð
Jón  Pálsson frá Hlíð.

 

 

Í skemmtilegri bók, 

 "Gamanþættir af vinum mínum"  segir Magnús Á Árnason af kynnum sínum við

marga ágætis menn.

Einn þeirra var Jón Pálsson frá Hlíð Austur-Eyjafjöllum.

Þeir kynntust,  Jón og Magnús í sveitinni og brölluðu þeir margt saman.

M.A. fengu þeir kumpánar gamla konu undir Eyjafjöllum,  sem var óskaplegur

einfeldningur,  til að segja sér ævintýri lífs síns,  þegar franska skútan strandaði á

Eyjafjallafjörum.

Jón hafði víst oft  heyrt söguna áður,  en gamla konan var alltaf fús til að segja hana

aftur.

"Stýrimaður hafði gist á bænum þar sem hún var ung stúlka.

Hann var með logagyllta hnappa og borða um kaskeitið.

"Mikið lifandis ósköp var hann góður við mig",  sagði hún.

Hann fór með mig út í fjós.  Og hann lagði mig í básinn hennar Skjöldu,  og svo breiddi

hann klút yfir andlitið á mér og svo gerði hann mér það.

Mikið lifandis ósköp var hann góður við mig"

 

Jón þessi Pálsson mun hafa komið og dvalið hér eitthvað í Eyjum,

því ég á í fórum mínum bók sem hann samdi og prentuð var hér í prentsmiðjunni

Eyrúni árið 1946.

  

Bók Jóns í Hlíð 

 

Jón Pálsson gerði ýmislegt sér til framdráttar,  m.a. var hann innheimtumaður

hjá dagblaðinu Vísi.

Einhverju sinni var hann að rukka heildsala nokkurn en sá ágæti maður  skellti

hurðinni á nefið á Jóni.

Jón var skapmaður mikill og þessi framkoma fékk svo á hann,

að hann gat ekki rukkað meira  þann daginn

Hann fór því heim til sín og orti um heildsalan níðkvæði.

Kvæðið endar á þessu mergjaða erindi:

 

Ég sé hvar þú hrapar í syndara svelg

og sogast til helvítis niður,

og fjandinn sjálfur flær af þér belg

og fauraðar hausskeljar bryður.

Ég held að það sem háði vini mínum Jóni í Hlíð hafi verið kvenmannsleysi

segir Magnús um vin sinn.

Hann var hæverskur og kurteis og bar ótakmarkaða lotningu fyrir konunni,

að hann gat aldrei nálgast kvenmann.

Einhvern tíma hafði hann þó komist í kynni við þýska stúlku og hún farið heim með

honum,

en gárungarnir sögðu að hann hefði aldrei komist lengra  en að orna henni

á fótunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Keli

Bókin sem þú vitnar í er eftir Jón í Hlíð í Vestmannaeyjum, pabba Hreggviðs bílav.

Kv. Torfi

Torfi (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 13:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan fróðleik Þorkell. Ljóðið er vissulega mergjað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:39

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

 Vinur minn Torfi Haraldsson bendir mér á að ég sé ekki með réttan Jón í Hlíð sem höfund bókarinnar "FÓLK" og er mér ljúft að leiðrétta þann misskilning hér og nú,  því rétt skal vera rétt.  Annað sem um Jón Pálsson er sagt hérna, er rétt og satt frá sagt.  Takk fyrir Torfi minn.

Þorkell Sigurjónsson, 19.12.2012 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 250246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband