Samfélagið vinnur gegn sjálfsstyrk.

Sjálfsstyrkur einstaklings, rétturinn til að tjá sig óttalaust og án sektar, rétturinn til andmæla og einstætt framlag hverrar manneskju-allt þetta þarf að viðurkenna í ríkara mæli. Því miður er fjölskydan fremst í flokki, skólarnir. atvinnurekandinn og það sem er sorglegast, kirkjan lætur ekki sitt eftir liggja. Í fjölskyldunni fær barn oft ákúrur fyrir að standa fyrir máli sínu. Foreldri lætur ekki þar við sitja en notar setninga sem þessar; klaufi, heimskingi, þú ert til einskis nýtur, stattu ekki þarna eins og þvara, þú gerir ekkert og ert bara fyrir, og það versta, hann,hún er svo feimin(n). Skilja ekki allir harmleikinn sem þetta veldur og fjölda óánægðra og vonsvikinna einstaklinga sem finnast í þjóðfélaginu. Kennarar eiga sinn þátt. Börn sem aldrei heyrist í og draga ekki vald kennarans í efa er, er umbunað, en þau sem standa gegn kerfinu, fá fyrir ferðina. Námsgleðin fýkur út um gluggann og þau sættast á siði og venjur skólans. Árángur slíks uppeldis fylgir fólki út á vinnumarkaðinn. Á vinnustað er starfsfólkinu ljóst að ekki er vert að gera eða segja sem gæti valdið ólgu, forstjórinn ræður. Fólk lærir snemma að þeir sem hafa munninn fyrir neðan nefið fá sjaldan launahækkun eða viðurkenningu og missa jafnvel vinnuna.  Hollusta við fyrirtækið, þannig að allt gangi snuðrulaust fyrir sig og bælir niður hugmyndir  til úrbóta og gætir þess að haga sér skikkanlega. Ýmislegt hefur samt áunnist hin síðari ár þar sem launþegar  hafa öðlast meiri rétt til ákvörðunartöku, en samt er of algengt að fólk þori ekki að tjá skoðanir sínar á vinnustað. Kirkjufélög leggja áherslu á borð við auðmýkt, sjálfsafneitun og sjáfsstjórn og ekki sé við við hæfi að standa fyrir sínu, og sjálfsstyrkur stangist einhvern veginn á við málstað trúarinnar. Mitt álit er, að öll höfum við tilverurétt, rétt til að tjá okkur og rétt til að vera ánægð yfir því (ekki vanmáttug eða með sektarkennd) svo framarlega sem við misbjóðum ekki öðrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 250250

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband