10.4.2007 | 14:19
Þegar bílaframleiðandinn Henry Ford varð 75 ára.
Á 75 ára afmælisdegi Henry Fords var hann spurður hví heilsa hans og sólaró væri svo góð og hann svaraði því til, að það byggðist á þrem reglum: Ég borða ekki of mikið - ég ergi mig ekki of mikið - og ég trúi því, að geri ég sjálfur mitt besta, muni allt fara vel. Frá mínum sjónarhóli séð virðast þetta einfaldar reglur. Skoðum þetta aðeins nánar. Staðreyndin er sú, að borða í hófi hefur reynst æði erfitt fyrir marga þar sem vitað er, að margir taka gröf sína með tönnunum. Hin hliðin á þessu sem mér finnst öllu alvarlegri er að enn fleiri deyja úr hungri. Grátlegt er til þess að vita að stórþjóðir eyða stjarnfræðilegum upphæðum í sríðsrekstur og henda mat til þess eins að halda uppi verði, meðan allt of stór hópur fólks sveltur heilu hungri. Kirkjuhöfðingi á 5 öld sagði: Náttúran gefur öllum allt sameiginlega. Guð hefur í raun skapað alla hluti svo, að allir neyttu þeirra sameiginlega og jörðin væri allra sameign. Náttúran skóp því sameignarréttinn, ofbeldið gerði úr honum einkaeignarréttinn....Drottinn vor hefur viljað að þessi jörð væri eign allra manna og afurðir hennar féllu öllum í skaut, en ágirndin hefur skipt eigninni. Þessi orð eiga vel við í dag - Þá er annað atriðið, að ergja sig ekki um og of. Ráðið er einfalt, velta sér ekki upp úr slíkum hugleiðingum sem að framan er getið. Með mig persónulega get ég kanske ekki einn bjargað heiminum, en samt vil ég leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar til góðs. - Þriðja atriðið má segja að svari sér sjálft með því að segja að ég öðlast sólarró og vissu fyrir að okkur muni vel vegna í framtíðinni ef ég og allir leggja sitt að mörkum fyrir samvinnu sáttfýsi,kærleika, jafnrétti hjálpfýsi, hófsemi og auðmýkt.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 250249
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.