11.4.2007 | 19:04
Bæjarráð með brennivíni.
Fyrir fundi bæjarráðs lá fyrir umsókn um áfengisleyfi um borð í Herjólfi en hingað til hefur áfengisneysla verið bönnuð um borð í skipinu. Bæjarráð Vestmannaeyja fagnar erindinu og samþykkir það svo fremi sem aðrir aðilar sem um málið fjalla geri það einnig. Svo mörg voru þau orð. Sorglegt segi ég og leyfi mér nokkrar hugleiðingar um málið. Sé ekki mikilvægi þess og því síður rök fyrir slíkri samþykkt, og hvers vegna spyrja menn. Jú, með Herjólfi ferðast fólk með fjölskyldubílinn og börn á öllum aldri . Íþróttaflokkar sem oftast eru börn og unglingar sem fara héðan á fastalandið og þeir sem koma hingað til okkar í keppnisferðir. Ónæði, hávaði og verri umgengni fylgja oft neyslu áfengra drykkja. Man bara þá tíð er sjálfsagt þótti að neyta víns þegar ferðast var með Herjólfi, ætla að enginn sem man eftir þeim tíma, óski eftir honum aftur. Ýmislegt fleira væri sjálfsagt hægt að tína til og þau vandræði og hættu er áfengi fylgir. Sjálfsagt segja sumir að hér sé talað af forræðishyggju og tek ég undir það. Er það að hinu slæma, nei segi ég vegna væntumþykju um Eyjarnar og að allir sem heimsækja okkur hingað sjái okkar fögru Vestmannaeyjar án þess það sé í gegnum áfengismóðu. Þá kynnu aðrir að segja, þú sem skrifar hefur aldrei kunnað að umgangast vín, rétt er það. En ætti ég ekki einmitt að vera rétti maðurinn til að kveða uppúr með málið? Veit að nokkrir hugsa þannig, að það séu sjálfsögð mannréttindi og lýðræði að geta nálgast áfengi. Við því er bara eitt svar, hefi ekki ennþá séð eða rekist á, að meira aðgengi til nálgunar á áfengi hafi fært þessari þjóð meiri hamingju. Ég spyr. Hafa borist margar kvartanir eða kærur vegna þess að ekki má neyta áfengra drykkja um borð í Herjólfi? Að lokum. Skora á bæjarstjórn Vestmannaeyja að draga umrædda samþykkt sína til baka.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir
Jú, með Herjólfi ferðast fólk með fjölskyldubílinn og börn á öllum aldri . Íþróttaflokkar sem oftast eru börn og unglingar sem fara héðan á fastalandið og þeir sem koma hingað til okkar í keppnisferðir. Ónæði, hávaði og verri umgengni fylgja oft neyslu áfengra drykkja. Man bara þá tíð er sjálfsagt þótti að neyta víns þegar ferðast var með Herjólfi, ætla að enginn sem man eftir þeim tíma, óski eftir honum aftur. Tek undir þessi orð með þér
Kveðja Dollý
Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:46
LÉTTVÍN, EKKI VODKI Í KÓK!! Er fólk að missa sig í bráðri móðursýki án þess að lesa erindið til enda!?!
Og að bera þessa léttvínssölu við fyllerí og læti fyrri tíma þar sem fólk kunni sér ekki hóf og drakk bara til að hrynja í það. Vínmenning okkar íslendinga hefur breyst gríðarlega mikið síðan þá!
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:08
Bendi þér bara á Gísli minn að í hugum sumra er bjór og lettvín ekki áfengi, og þess vegna sé allt í lagi að drekka það. Tel það vera hinn mesta misskilning. Þú talar um vínmenningu og hún hafi sjálfsagt aukist efir að bjór var leyfður og aukin sala í léttvínum. Vek bara athygli þín á að fylgjast með fréttum úr skemmtanalífinu eftir eina helgi. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 12.4.2007 kl. 17:18
Nákvæmlega gísli, það er verið að auka þjónustuna þarna og væntanlega verður þessi þjónusta á efri hæðinni þannig að ef fólk fær í magann að sjá einhvern haldandi á bjór þá getur hann að sjálfsögðu haldið sig frá þarna, t.d með því að vera í sjónvarpssalnum, borðsalnum, í koju, eða m.ö.o öllum öðrum stöðum en á barnum uppi.
Svo er neysla áfengis í Herjólfi nú ekki ný af nálinni, ég sé t.d undantekningarlaust einhverja vera að drekka bjór í ferðum Herjólfs á föstudögum og ekki hef ég orðið var við ónæði af þeirra völdum.
Nú ef svo illa færi að í annarri hverri ferð með Herjólfi verði fólk ofurölvi, með læti, í slagsmálum og hvað það nú sem fólki dettur í hug þá er lausnin einföld, áfengisleyfið afturkallað, en ég hef nákvæmlega enga trú á því að fólk verði að drekka sig ofurölvu á þessum 2 tímum og 45 mín á milli, maður hefur ferðast með ferjum í evrópu og þar er þessi þjónusta allstaðar fyrir hendi og aldrei orðið var við læti í þessum ferðum, en auðvitað eru alltaf svartir sauðir inná milli, spurningin er bara hvort að það eigi að banna öllum útaf örfáum?
steini (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 18:35
Get ekki annað en brosað við þegar ég les þennan pistil. Keli lætur eins og Herjólfsferð sé margra daga löng og að landslið Eyjanna, sem yfirleitt heldur sig við í heimahúsum eða Lundanum, muni liggja í því í skipinu í hverri ferð. Hann lætur einnig í veðri vaka að hinn venjulegi maður kunni ekki með áfengi að fara og lýsir yfir fullu vantrausti á almenning í landinu. Auðvitað eru svartir sauðir innan um en ef menn eru á skrallinu um borð, þá hlýtur að vera tekið á því í það og það skiptið.
Þetta eru einfaldlega mannréttindi að geta verslað sér þá drykki sem löglegir eru í landinu, hvar sem er í landinu og er auðvitað hneysa fyrir ríkisstjórn frelsis og frjálslyndis að hafa ekki leyft léttvín í búðum fyrir löngu löngu síðan.
Keli gefur einnig í skyn að ekki margar kvartanir eða kærur hafi borist vegna þess að áfengi er ekki leyft um borð. Þá spyr ég á móti: hafa borist margar kvartanir eða kærur vegna þess að ekkert netsamband er um borð í skipinu fyrir fólk með ferðatölvur? Hafa borist margar kvartanir eða kærur vegna þess að einungis á 3-4 stöðum í borðsal eru rafmagnsinnstungur og ef ekki er möguleiki á að fá sæti við þessar innstungur, þá getur fólk sem hefur hugsað sér að vinna í tölvu á leiðinni ekki gert það? Hafa borist margar kvartanir eða kærur vegna þess að ekki er möguleiki að horfa á sjónvarpið (rúv,stöð2,sýn,skjá1) á leiðinni? Jú, rúv er í lagi í nokkrar mínútur í byrjun og loka ferðar en svo ekki meira. Og þetta hefur verið svona síðan blessað skipið kom.
Svarið við öllum þessum spurningum er nákvæmlega það sama og við því hvort margar kærur eða kvartanir hafi borist útaf ekki hefur verið leyft að selja áfengi um borð, NEI. Það hafa ekki borist margar kærur eða kvartanir, jafnvel engar. Þetta er engu að síður til skammar fyrir þjónustuna um borð sem árið 2006 er engu betri en hún var 1991 (er ég ekki að gera lítið úr starfsfólkinu, heldur einungis því sem boðið er uppá um borð).
Einar Hlöðver (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:45
Viðburðalítil og meinlaus skemmtun fólks er ekki spennandi fréttaefni, en hinsvegar eru drykkjulæti örfárra svartra sauða heilmikið efni í frétt um ,,ástand", ,,vandamál" og þaðan af verra. Allt ef viðkomandi fréttamiðill heldur rétt á spöðunum og býr til nógu krassandi frétt til að fanga athygli okkar, og um leið gera auglýsendur ánægða.
Við sjáum aðeins fréttir af því sem fréttamiðlar ákveða að sýna okkur. Og svo erum við almúginn ekkert skárri þegar við búum til kreddur út frá þessum bjöguðu upplýsingum og eigin skoðunum, sköpum alkóhólista úr fólki sem fær sér einn bjór eða tvo, gerum alla feður landsins að barnaperrum og höldum foreldrafundi í skólum til að svara þeirri spurningum um það hvort börn annara foreldra megi kíkja heim til eins barnsins þegar aðeins faðir þess er heima.
Þetta erindi sem bæjarstjórn samþykkti snýst ekki um að gera Herjólf að sóðalegum pöbb eða fastagestakrá, heldur sjálfsagða þjónustu við ferðamenn, þjónustu sem hefur td fyrirfundist í millilandaflugi áratugum saman. Jú auðvitað koma upp atvik í mýflugumynd sem tengjast drykkjulátum flugfarþega, en fólk rís ekki upp á afturfæturnar og heimtar áfengisbann í flugi! Jafnvel þó börn fljúgi nú líka milli landa...
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:11
Þakka ykkur báðum, Steina og Einari fyrir innlitið og finnst það frábært hjá ykkur að hafa skoðun á málinu. Þú Einar talar um að það séu mannréttindi af fá að neyta áfengis. Efa menn álíta mannréttindi að innbyrða eitur sem alkahól er svo sannarlega, þá þú um það. Ég álít líka að það séu mannréttindi að Herjólfur sé án áfengis fyrir unga og gamla sem ferðast með skipinu og kæra sig ekki um það. Kveðja til ykkar beggja og auðvitað allra sem hafa heimsótt mig í dag.
Þorkell Sigurjónsson, 12.4.2007 kl. 22:30
Það er einmitt málið, að það eru mannréttindi að fá að neyta áfengis rétt eins og að reykja. Ef hins vegar einhver athöfn manns, skaðar annan mann, þá á að taka á því sérstaklega. Rétt eins og allstaðar í heiminum er ýmist búið að banna reykingar á opinberum stöðum, veitingahúsum osfrv eða áætlanir liggja fyrir um slíkt, einmitt vegna þess að ef maður reykir við hliðina á þér þá skaðar hann þig, það er vísindalega sannað. Síðast þegar ég vissi þá skaðar það ekki manninn við hliðina á mér þó ég neyti áfengis. Held þú sért með of miklar áhyggjur yfir þessu og mæli með að þú gefir þessu séns, ef kemur í ljós að þetta virkar bara alls ekki, þá verður þetta bara dregið til baka Með kveðju,
Einar Hlöðver (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 12:44
Sæll Einar. Ég hefi ekki beint áhyggjur af þér prsónulega, heldur þeim fjölda ungmenna er ferðast með skipinu, einnig aukið aðgengi að áfengi yfirleitt. Velti því fyrir mér sem starfsmaður Íþróttamiðstöðvar Ve. hvort því yrði fagnað ef ég sækti um til bæjarráðs að afgreiða bjór til þeirra er koma í laugin og heitu pottanna, spurningin er, hvar liggja mörkin?
Þorkell Sigurjónsson, 13.4.2007 kl. 13:28
Tja, ekki eru flugfreyjurnar að selja bjór og smáflöskur af koníaki ofan í unglingana í millilandaflugi. Hví ætti það að vera öðruvísi í Herjólfi? Og hversvegna eru íþróttafélög og ungmenni endalaust nefnd hér sem börn á leið í brunninn? Eru það einu farþegar Herjólfs?
Svo má líka nefna leyfða áfengissölu Skýlisins (leiðréttið mig ef hún er hætt, er brottfluttur), sem varð ekki að hvílíkum stormi í vatnsglasi eins og þetta mál er. Í skýlið komast börn og unglngar, kaupa sér sælgæti og mat. Ekki selur Jói (aftur, leiðréttið mig ef eigandi er annar) krökkunum öllara.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 19:38
Blessaður Keli
Ég vil taka undir þessar áhyggjur þínar af ungviðinu. Ég ferðast mikið með Herjólfi og get tekið vel undir að þjónustuna við farþega má laga, gott væri að geta hlustað á útvarp í öllum klefum ég tala nú ekki um að fá sjónvarp í klefana og hef ég heyrt marga kvarta vegna þessa. En ég hef engan hitt um borð í Herjólfi sem hefur fundið af því að ekki væri vínsala um borð.Þeim sem vilja vínveitingar um borð í Herjólf hljóta þá að finnast það óeðlilegt að i kringum Þjóðhátíð sé verið að setja gæslulið um borð i skipið til að taka áfengi af farþegum , enda eru Íslendingar þekktir fyrir að kunna að umgangast áfengi og sannalega er stærsti hluti gesta með skipinu Íslendingar.Við verðum að taka með í þessa umræðu að við erum ekki að tala um krá heldur þjóðveginn okkar ,sem foreldrar meðal annars senda börn sín með til taka þátt í mótum upp á landi.
Kveðja Dollý
Sólveig Adólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:28
Blessuð og sæl Dollý. Þakka þér fyrir að senda inn þínar góðu ábendingar, gleðst yfir skilningi og áhuga þínum á málinu. Baráttukveðja, Keli.
Þorkell Sigurjónsson, 13.4.2007 kl. 23:35
ef að það er hægt að veita og selja mönnum vín um borð í flugvélum sem eru oft upp í allt að 12 tíma í loftinu að það sé ekki hægt að selja bjór og léttvín um borð í ferju sem er 2 -3 klst á milli hafna????? það hlýtur að vera í lagi að selja bjór og léttvín um borð í Herjólfi fyrst það gengur um borð í flugvélum út um allan heim !!!!! í öðru lagi á að fara að stjórna áfengisneyslu ungmenna með því að banna að veita áfengi hér og þar vítt og breitt HALLÓ liggur þetta vandamál ekki bara einfaldlega hjá foreldrum en ekki var er hægt að kaupa bjór og hvar ekki. það hlýtur náttúrulega að vera eitthvað af ef að foreldrar óttast og börnin þeirra fari bara beint á barinn þegar farið er í Herjólf ????
danni (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.