20.4.2007 | 13:53
Hugleiðingar sem segja sex?
Hugleiðing sem segir sex?
Fréttablaðið gerir smá úttekt á nokkrum þingmönnum til að skera úr um kynþokka þeirra:
Þorgerður Katrín og Bjarni Ben. mest sexý: Blaðið heldur áfram.
Þorgerður Katrín er sportleg, tignarleg og alltaf í góðu formi.
Hún hefur mikinn kynþokka, ber sig vel og kann að klæða sig (virkilega).
Bjarni Ben. fjallmyndarlegur og hefur mikinn sjarma, kynþokkafullur á virðulegan hátt?
Valgerður Sverrisdóttir er flott kona sem kann að dansa?
Jóhanna Sigurðardóttir hefur sjarma og vonar að sinn tími muni koma?
Steingrímur J. kynþokkafyllsti á þingi og það sem gerir hann svo sexý er að hann veit það ekki. Svo mörg voru þau orð og ég sem hélt að fyrir okkur kjósendur skipti mestu, það sem innifyrir býr?
Önnur hugleiðing dagsins:
Dagarnir fjúka í andlit mitt
líkt og lappadrífa.
Ég hef á tilfinningunni
að ég sé umrenningur
í æðum hræðilegrar ófreskju
-sendiboði sem villst hefur af leið.
Um bloggið
Þorkell Rúnar Sigurjónsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- ibvfan
- fosterinn
- maggibraga
- solir
- georg
- gretaro
- sigthora
- kjartanvido
- eyglohardar
- rustikus
- svenko
- eyjapeyji
- kokkurinn
- valdivest
- disin
- smarijokull
- kristleifur
- gudnihjoll
- sjonsson
- nautabaninn
- prakkarinn
- bergen
- icekeiko
- asthildurcesil
- joiragnars
- hallarut
- annabjo
- jensgud
- jonaa
- svarthamar
- kaffi
- stormsker
- olinathorv
- zunzilla
- gbo
- steinibriem
- siggith
- ea
- svanurg
- tannibowie
- valdimarjohannesson
- martasmarta
- gullfoss
- elnino
- sunna2
- thjodarskutan
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 250246
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef á tilfinningunni að ég sé tímaskekkja
og ætti að vera stödd á allt öðrum stað á allt öðrum tíma.
Svava frá Strandbergi , 21.4.2007 kl. 21:57
Ögmundur Jónasson er mest sexý af karlmönnunum á þingi finnst mér og hrokagikkurinn þorgerður Katrín er þynþokkafyllst af kvenmönnunum.
Svava frá Strandbergi , 21.4.2007 kl. 21:59
Ég hef á tilfinningunni að ég sé tímaskekkja
og ætti að vera stödd á allt öðrum stað á allt öðrum tíma.
Svava frá Strandbergi , 21.4.2007 kl. 22:01
Nú er ég nú líka orðin að páfagauk eins og þú? Endurtek mig í sífellu.
Svava frá Strandbergi , 21.4.2007 kl. 22:02
Þegar þú talar um tímaskekkju, Svava þá hefi ég haft á tilfinningunni að ég hafi lifað í fortíðinni, og Þá sem organisti við kirkju í Austuríki. Skrítið, en þessi sýn í huga mér hefur fylgt mér ávallt. Hefi reynt að spila á orgel en ekki hefur það nú tekist. Hefi aldrei upplifað mig sem páfagauk, þrátt fyrir að hafa átt nokkra slíka. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 21.4.2007 kl. 23:10
Nei Keli þú fyrirgefur en manstu ekki þegar þú kommentaðir hjá mér og og sagðir að þú værir ef til vill með einhver páfagauksgen því þú endurtókst þig í kommentum hjá mér akkúrat eins og ég hjá þér.
En þegar þú talar um að hafa lifað í fortíðinni þá held ég að ég hafi átt heima í Skotlandi í einhverju mínu fyrra lífi.
Ég var eitt sinn stödd í Edinborg og var að ganga þar upp tröppur í gömlu húsi rétt við Royal Mile þar sem eru fjögur hundruð ára gömul hús.
En þar sem ég geng þarna upp tröppurnar verður mér litið í spegil sem hangir þar og þá kom yfir mig svo furðuleg tilfinning.
Það þyrmdi yfir mig og ég gat ekki hreyft mig úr stað í smástund þarna í stiganum því mér fannst svo greinilega að ég hefði gengið þarna upp stigann áður. Þetta var deja vu líklega eða hvað sem það nú var.
Svava frá Strandbergi , 22.4.2007 kl. 02:31
Nei Keli þú fyrirgefur en manstu ekki þegar þú kommentaðir hjá mér og og sagðir að þú værir ef til vill með einhver páfagauksgen því þú endurtókst þig í kommentum hjá mér akkúrat eins og ég hjá þér.
En þegar þú talar um að hafa lifað í fortíðinni þá held ég að ég hafi átt heima í Skotlandi í einhverju mínu fyrra lífi.
Ég var eitt sinn stödd í Edinborg og var að ganga þar upp tröppur í gömlu húsi rétt við Royal Mile þar sem eru fjögur hundruð ára gömul hús.
En þar sem ég geng þarna upp tröppurnar verður mér litið í spegil sem hangir þar og þá kom yfir mig svo furðuleg tilfinning.
Það þyrmdi yfir mig og ég gat ekki hreyft mig úr stað í smástund þarna í stiganum því mér fannst svo greinilega að ég hefði gengið þarna upp stigann áður. Þetta var deja vu líklega eða hvað sem það nú var.
Svava frá Strandbergi , 22.4.2007 kl. 02:39
Að ég skuli nú vera skyldur þessu liði! Það er algjör genaskekkja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.4.2007 kl. 01:40
Það gleður mitt hjarta að sjá ð þú ert ekki endanlega lagstur undir feld. . Vona svo sannarlega eftir framhaldslífi hjá þér sem bloggari. Finnst það skondið, að það var meðal annars þú sem áttir þátt í að ég byrjaði að blogga og í kjölfarið ætlar þú svo að leggja upp laupana, það finnst mér alveg út í hött. Kanske er bara um genaskekkju að ræða eftir allt saman, þó leyfi ég mér að efast um það, þar sem útlitið segir allt annað, þannig að úr því sem komið er siturðu uppi með okkur, eða þannig. Baráttukveðja til þín Siggi minn.
Þorkell Sigurjónsson, 23.4.2007 kl. 13:31
Keli Ég skil ekki hvað er í gangi en það er einsog það sé endurtekning að ganga á netinu hjá fleirum en mér. Í Leníns bænum þurrkaðu út aukakommentin mín?
Svava frá Strandbergi , 23.4.2007 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.