Allt fyrir Eyjar.

  75 milljóna tap á reksrti  Vestmannabæjar. Fyrir mig persónulega er þetta dapurleg niðurstaða og einnig fyrir alla sem búa hér í Eyjum. Ég vil ekki blanda hér inn pólitík. Minni bara á, þrátt fyrir að ég muni ekki eftir taptölum á rekstri bæjarins undanfarin ár, þá hefur ávallt verið um tap að ræða, hver svo sem stjórnað hefur þessum bæ.  Í mínum huga gengur þetta ekki svona lengur, sérstaklega  þar sem neikvæð umræða fylgir ávallt i kjölfarið. En hvað er til ráða? Mig langar að setja hér fram tillögu sem starfsmaður Vestmannabæjar, og hún er sú;  Um 300 stöðugidi eru við bæinn í dag og ef hver og einn starfsmaður gæfi eftir af launum sínum 75 þúsund kr. á ári, væri hægt að spara nálægt  25 milljónum á ári. Ekki væri óraunhæft að fyrirtæki tækju þátt í þessu björgunar starfi og legðu fram sinn skerf.  Mér finnst allt of almennt að fólk bendi á það neikvæða en hefur að virðist ekkert fram að færa.  Mitt mottó er og ætti að vera hjá okkur öllum í þessu bæ, að snúa nú vörn í sókn með því að við öll leggjumst á árar í átaki fyrir áframhaldandi byggð á fallegasta og yndislegasta stað í heiminum, og þó víðar væri leitað eins og maðurinn sagði um árið. 
mbl.is Tap á rekstri Vestmannaeyjabæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

Fyrirgefðu mér Keli en Þetta er eitt það furðulegasta blog sem ég hef lesið að undanförnu, ætlar þú að fórna hluta af þinni litlu innkomu til að hægt sé að spreða því í einhverja vitleysu, ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því að Ráðhúsið okkar er orðið vel upplýst þessa dagana, að undanförnu hafa menn unnið dag og nótt við að grafa upp lóðina í kringum Ráðhúsið til að geta raðað niður ljósum sem eiga að lýsa upp Ráðhúsið.

Nú er verið að helluleggja svæðið sem grafið var upp og reikna ég með að árslaun þín myndu seint duga fyrir þessum framkvæmdum sem að mínu mati eru ótímabærar, við erum að sigla inn í tíma dagsbirtu allann sólarhringinn næstu mánuði, var þetta verkefni nauðsynlegt? ég held ekki, ef tapið á næsta ári verður 50 millur er hægt að segja að tapið hefði geta verið ca46 millur ef bærinn hefði sleppt þessu ljósarugli við Ráðhúsið.

Bæjarráð gæti kannski lýst upp fleiri hús í bænum fyrir 75.000.kr gjöf þína og 24.925 þúsundirnar hjá hinum 299 stöðugildum Vestmannaeyjabæjar.

Var nauðsynlegt að rífa gamla Sóla? hvað ætli það hafi kostað? örugglega meira en árslaun þín, það hefði verið hægt að selja húsið og notað þá fjármuni í að greiða niður skuldir.

Ef ég man rétt varst þú að kvetja fólk til að aðstoða bæjaryfirvöld og ÍBV við að fjármagna nýtt knattspyrnuhús. Nú spyr ég, veistu ekkert hvað þú átt að gera við aurinn þinn.? Það er nokkuð ljóst hvað þú gerir við peningana sem frúin í Hamburg gefur þér. Framlag mitt til bæjarins er í formi útsvars og fasteignagjalda.

PS. Gaman að lesa bloggin þín, en ég verð að viðurkenna að ég er ekki alltaf sammála þér.

Grétar Ómarsson, 26.4.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Grétar. Það að ég legg til að bæjarstarfsmenn leggi örlítið með sér, byggist á að ég skynja, þegar sagt er að mála- flokkar taki of stóran hluta af sameiginlegum tekjum, að þar sé átt við, að skera þurfi niður laun. Skárra er fyrir okkur starfsmenn að fara þessa leiðina en missa vinnuna, ekki satt? Tilleggið til bæjarins gæti einnig verið, að vinna einn dag í mánuði kauplaust. Svo mætti velta því upp  hvort menn ættu kanske að greiða í% af launum sínum  þá greiddu þeir mest sem hæst hafa launin. Með framkvæmdir utandyra við ráðhúsið er ég að vissum hluta sammála þér Grétar, vegna þess að mér finnst fólkið sem starfar í Ráðhúsinu vera bar vel upplýst og hafi ekki neina þörf fyrir frekari "lýsingu"  Þetta með að eiga nóga peninga er nokkuð langt mál að útskýra og læt það bíða um stund. Þakka þér skemmtilegar athugasemdir og ábendingar og tek undir nærri allt sem þú segir.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 26.4.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband