"Fögnin" okkar frægu.

Ég er einn af þeim sem er alveg í skýjunum þessa dagana vegna styrktar samnings sem gerður var milli Toyota og knattspyrnudeildar IBV.  Sem áhugamaður og stuðningsmaður ÍBV um framgang knattspyrnunnar hér í Eyjum er þetta sem vítamínsprauta á framhaldið næstu þrjú árin, og allir vita að peningar eru það afl sem lætur hlutina gerast,  þökk sé Magnúsi Kristinssyni. Þegar slíkir jákvæðir hlutir gerast eins og að framan greinir hefði mátt búast við fögnuði miklum frá gleðipinnum bæjaryfirvalda yfir gjörningnum, en ekki múkk frá þeim séð eða heyrt.  Reyndar hafa margir stuðningsmenn tjáð ánægju sína á ÍBV spjallsíðunni og gott að menn sjá mikilvægi málsins. Kanske væri ráð að ÍBV kenndi þeim hjá bænum sín víðfrægu "fögn" sem liðið varð svo frægt fyrir á sínum tíma?

Annað mál sem vert væri að fagna er að menn eru að samþykkja í bæjarstjórn þátttöku í stofnun hlutafélags um jarðgöng milli lands og Eyja. Allt sem horfir til heilla fyrir Eyjarnar okkar er að hinu góða úr því sem komið er. Í þessu sambandi vil ég góðfúslega benda á, að hér skilur á milli feigs og ófeigs þar á ég við, að vegna vilja og áhugaleysis fyrir framgöngu á bættum samgöngum undanfarin 16 ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gerst í þeim málum fyrr en nú, að Sturla hefur ákveðið framkvæmdir við Bakka fjöru en þau mannvirki verða ekki tekin í gagnið næstu fjögur árin. Það er greinilegt að bæjarstjórn og allir Eyjamenn hefðu getað sparað sér aðild að hlutafélagi, ef þeir þyrðu að breyta til og kjósa þá sem færu hraðar í málin en Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert í samgöngumálum okkar Eyjamanna,  sem fer á hraða snigilsins þegar að samgöngum  Eyjanna kemur og öðrum brýnum málum sem varðar  okkur Vestmannaeyinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jibbý! Flott ef það koma göng, það yrði mikil lyftistöng fyrir Vestmannaeyjabæ
Ég get þá komið til Eyja oftar því ég er bæði flughrædd og sjóhrædd.
Ég fór einu sinni á þjóðhátíð,  með Herjólfi í 12 vindstigum og lá þá á bekk efst uppi í skipinu.
Það voru allir ælandi allt um kring og ég líka. Svo þurfti maður að halda sér í fjárans bekkinn til að detta ekki á gólfið þegar skipið tók dýfurnar.
Ég hélt að þetta yrði mitt síðasta og bjóst við því að í hverri dýfu færi skipið á hvolf. Við vorum rúma sex tíma á  leiðinni og ég hef aldrei á ævi minni verið eins hrædd um líf mitt.

Svava frá Strandbergi , 30.4.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Þorkell Rúnar Sigurjónsson

Höfundur

Þorkell Sigurjónsson
Þorkell Sigurjónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...196_1252211
  • ...056_1245763
  • ...002_1245762
  • ...d_1_1245761
  • ...002_1245245

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 250244

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband